Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 62
46 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR
„Við erum alveg sannfærðir um að
þeir séu frá Frakklandi. París. Þeir
tala í það minnsta frönsku,” segir
Árni Johnsen alþingismaður.
Hann, og nokkrir Úteyingar
félagar hans, hafa tekið upp á því
að koma fyrir sjö kalkún-
um í Bjarnarey. Nú þegar
þetta spyrst er það í kjölfar
fregna um að lundastofn-
inn láti mjög á sjá og draga
þurfi úr veiðum á lunda.
Árni segir að nú þurfi
stærri háfa en segir
af og frá að kalk-
únninn komi í stað
lundans. Það verði
seint.
„Kalkúnar eru
duglegir fuglar. Harð-
gerir. Ef þeir komast yfir
tvær til þrjár vikur eru
þeir duglegir að bjarga sér.
En það er passað vel upp á þá. Þeir
hafa fína aðstöðu, eru þarna í girð-
ingu, hafa skýli og fá fóður. Þetta
er allt mjög óformlegt. Þetta eru
nokkrir Úteyingar sem hafa gaman
af að prófa hlutina,“ segir Árni létt-
ur í bragði. Hann lýsir því að mjög
gaman hafi verið að því að fylgj-
ast með þegar þeir voru hífðir upp
í eyna, hundrað og tuttugu metra,
þegar þeir stungu hausnum út og
virtu veröldina fyrir sér. Sannar-
lega önnur sýn á tilveruna en þeir
hafa lokaðir inni í kalkúnabúum.
„Neinei, við höfum engar hugmynd-
ir um sérstaka framtíð í þessu eða
stórtækar aðgerðir. Þetta er, eins og
sagt er á kaldrifjuðu máli: Þetta er
ein veisla.“ - jbg
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. fley, 6. fæddi, 8. líða vel, 9. prjóna-
varningur, 11. númer, 12. orðrómur,
14. spil, 16. skóli, 17. væta, 18. kær-
leikur, 20. tveir eins, 21. högg.
LÓÐRÉTT
1. blöðru, 3. mun, 4. faldur, 5. sam-
stæða, 7. slást til, 10. hlóðir, 13. keyra,
15. göngulag, 16. blástur, 19. í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. skip, 6. ól, 8. una, 9. les,
11. nr, 12. umtal, 14. jóker, 16. ma,
17. agi, 18. ást, 20. gg, 21. stuð.
LÓÐRÉTT: 1. bólu, 3. ku, 4. innlegg,
5. par, 7. lemjast, 10. stó, 13. aka, 15.
rigs, 16. más, 19. tu.
Á morgun rennur út umsóknar-
frestur um stöðu þjóðleikhússtjóra
og þó ekki skorti áhuga á því
hver fær innan leiklistargeirans
gera flestir ráð fyrir því að Tinna
Gunnlaugsdóttir, sitjandi stjóri, fái
stöðuna þó ekki sé nema vegna
hefðarinnar en hún hefur aðeins
setið eitt tímabil sem nemur fimm
árum. Kolbrún Halldórsdóttir,
fyrrum ráðherra, hefur verið nefnd
sem líklegur umsækjandi en hún
situr í leikhúsráði. Hún mun
hafa verið mjög tvístíg-
andi en fremur er talið
ólíklegt að hún sæki
um. Ráðning hennar
yrði enda umdeild
vegna veru hennar í
Vinstri grænum en
það er Katrín Jakobs-
dóttir menntamála-
ráðherra sem skipar
í stöðuna.
Sjónvarpsþættirnir Ástríður fara í
loftið á Stöð 2 í ágúst. Þar er öllu
til tjaldað og er nú verið að ganga
frá tónlist sem verður við þættina.
Einhver besta hljómsveit lands-
ins, sjálfir Hjálmar, mun annast
hana en þeir eru til þess
að gera nýkomnir til
landsins frá Jamaíka
þar sem þeir voru við
upptökur tónlistar
sem meðal annars
verður notuð í þátt-
unum auk þess sem sú
tónlist mun væntanlega
heyrast á næstu
plötu reggíboltanna
íslensku.
Ákveðið hefur verið að Réttur 2
verði settur í framleiðslu enda gera
menn ráð fyrir því að áhorfendur
bíði þess í ofvæni að vita hvað
verður um lögmanninn snjalla
sem Magnús Jónsson
túlkaði af stakri snilld:
Er hann lífs eða liðinn?
Væntanlega lífs fyrst
fara á út í framhald.
Sigurjón Kjartansson,
sjónvarpshandritshöf-
undur Íslands, hefur
sem fyrr yfirumsjón
með handritsgerð-
inni en Silja Hauks-
dóttir mun leikstýra.
- jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
JOHNSEN RÆKTAR KALKÚNA
Harðgerir fuglar að sögn Árna
og víst að þeim líkar lífið
betur úti í Eyjum en innilok-
aðir á kalkúnabúi.
Hljómsveitin Hjaltalín heldur þrenna tónleika
í Finnlandi í lok ágúst á sama tíma og íslenska
kvennalandsliðið keppir á EM í fótbolta þar
í landi. „Þetta verður skemmtilegt. Við fáum
styrk til að gera þetta frá sendiherranum í
Finnlandi [Hannesi Heimissyni] og svo ætlum
við að nýta ferðina til að fara um Skandinavíu.
Það er nefnilega ekki ókeypis fyrir sjö manns
að fljúga fram og til baka,“ segir trommarinn
Axel Haraldsson.
Sveitin heldur tónleika í tveimur borgum
þar sem landsliðið spilar, í Lahti og Tampere,
og verða þeir fyrri haldnir 23. ágúst, kvöldið
fyrir fyrsta leikinn hjá stelpunum. Einnig spil-
ar Hjaltalín í höfuðborginni Helskinki.
Axel segir meðlimi Hjaltalín ætla að fylgj-
ast vel með Evrópukeppninni í Finnlandi þrátt
fyrir að vera ekki miklir áhugamenn um fót-
bolta. „Við erum engar bullur en við fylgj-
umst með ef okkur gefst tækifæri til þess. Við
gerum það hiklaust enda eru þær að
standa sig miklu betur en strákarnir.“
Hannes Heimisson sendiherra
hefur áður reynst Íslendingum haukur í horni
erlendis því á handboltalandsleik Íslands og
Eistlands á dögunum útvegaði hann markverð-
inum Hreiðari Guðmundssyni derhúfu þegar
sólin skein beint í augunum á honum í miðjum
leik.
Hjaltalín spilar næst á upphitun-
artónleikum á Nasa næsta laugardag
fyrir Hróarskelduhátíðina í Dan-
mörku þar sem hún stígur á svið 2.
júlí. Axel er vitaskuld spenntur fyrir
hátíðinni, þrátt fyrir að Íslendingar
verði þar færri en áður vegna lágs
gengis krónunnar. „Þó svo að það
verði ekki mikið af Íslendingum
verður þetta hrikalega gaman.“
Sin Fang Bous og Gísli Galdur
hita upp á Nasa auk þess sem sýnd
verður kvikmynd um Hróars-
kelduhátíðina. - fb
Hjaltalín eltir kvennalandsliðið til Finnlands
HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín
verður í Finnlandi á sama tíma og
íslenska kvennalandsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Árni Johnsen ræktar kalkúna
„Ég er mjög vanafastur. Ég
byrja á smá slurki af þorskalýsi
með sítrónubragði. Svo er það
tvöfaldur latte að hætti hússins,
ein ristuð brauðsneið með osti
og marmelaði og hálfur lítri af
sódavatni.“
Axel Jóhannesson í Langa Sela og
Skuggunum.
„Við erum búnir að vera í Svíþjóð,
Noregi, Danmörku og á Íslandi.
Eigum eftir að fara til Finnlands
og svo Bretlands. Og málið er að
Frímann Gunnarsson er að gera
úttekt á gríni frá Norðurlöndun-
um,“ segir Gunnar Hansson, leik-
ari og Vespusali með meiru.
Óskilgetið afkvæmi Gunnars,
sjónvarpsmaðurinn Frímann, snýr
því aftur á skjá landsmanna og að
þessu sinni eru það grínistar frá
öllum Norðurlöndunum sem þurfa
að kljást við þetta mikla ólíkinda-
tól. „Frímann er náttúrlega mennt-
aður í Bretlandi og finnst eiginlega
allt grín sem ekki kemur þaðan
vera drasl,“ segir Gunnar en meðal
þeirra sem Frímann ræðir við er
sjálfur Klovn-kóngurinn Frank
Hvam. Þá er verið að vinna í mjög
stóru nafni frá Bretlandi til að taka
þátt í þessum óhefðbundna heim-
ildarþætti en Gunnar vildi ekki
gefa upp hver það væri. „Þetta er
svona „mockumentary“, allir koma
fram undir réttu nafni en þættirn-
ir fara fljótlega út af sporinu, fara
að snúast um eitthvað allt annað en
upphaflega var gert ráð fyrir.“
Til að koma öllu ferlinu af stað
var byrjað á Íslandi. „Við fengum
Jón Gnarr til að vera með okkur.
Sem var mjög gott því Jón er mik-
ill pælari,“ segir Gunnar. Sá þátt-
ur var síðan textaður á ensku og
sendur öllum grínistum. „Þeir
voru alveg ótrúlega hrifnir af Jóni
og þarna sáu þeir hvað við vorum
að pæla og þá var stærsti sigurinn
eiginlega unninn,“ útskýrir Gunn-
ar sem vill lítið gefa upp um inni-
hald þáttanna, staðfestir þó að í
íslenska þættinum megi sjá Jón
Gnarr á golfvelli með haglabyssu.
Og Gunnar viðurkennir að það
hafi ekki verið leiðinlegt að vinna
með Frank Hvam. „Hann sýndi á
sér gersamlega nýja hlið. Ég er
ekkert líkur Frímanni í raun-
veruleikanum og Frank er ekk-
ert líkur Frank úr Klovn þannig
að þetta var svolítið fyndið; tveir
menn að ræða alteregóin saman.
Við vorum að undirbúa þáttinn
í tvo daga með honum og fórum
gersamlega á flug. Þetta var bara
frábært,“ útskýrir Gunnar sem
tekur það skýrt fram að þætt-
irnir séu ekki hluti af Sigtinu
heldur eitthvað algjörlega nýtt.
Gunnar segir það hafa komið sér
á óvart hversu lokuð Norðurlönd-
in séu fyrir gríni frá hvert öðru;
þannig sé til dæmis bara nýbyrj-
að að sýna Klovn-þættina á hinum
Norðurlöndunum.
Meðal annarra grínara sem Frí-
mann ræðir við má nefna Björn
Gustafsson, einn stærsta kómíker
Svía og Dagfinn Lyngbo sem trón-
ir á toppi norsku grínsenunnar um
þessar mundir.
freyrgigja@frettabladid.is
GUNNAR HANSSON: FRÍMANN SNÝR AFTUR Á RÚV
Frímann og Frank Hvam
ræða saman um gamanmál
ÓLÍKINDATÓL AF BESTU GERÐ
Meðal þeirra sem
Frímann Gunnarsson
ræðir við í nýrri seríu
sem hefur hlotið
nafnið Mér er
Mál ... Gamanmál
eru Frank
Hvam, Jón
Gnarr, Björn
Gustafsson og
Dagfinn Lyng-
bo. Þættirnir
eru um grín
á Norðurlöndunum sem Frímanni
finnst náttúrlega ekki merkilegur
pappír, enda menntaður í Bretlandi.
Rafmagnspottar og hitaveituskeljar
Í MIKLU ÚRVALI.
VERÐ FRÁ 198.000,-
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Ómar Stefánsson.
2 ORF líftækni.
3 Mikhaíl Gorbatsjov.