Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 56
40 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Pepsi-deildin í kvöld
Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Fram
og FH mætast á Laugardalsvelli, Stjarnan tekur á móti
Val í Garðabæ, Grindvíkingar sækja KR heim í Frosta-
skjól og loks tekur Keflavík á móti
Þrótti suður með sjó. Leikjunum
verður sem fyrr öllum lýst beint á
Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
Boltavaktina má einnig nálg-
ast í Vodafone
Live!. Skömmu
eftir leikina verð-
ur síðan umfjöllun
um leikina alla með tölfræði og
einkunnum ásamt viðtölum við
leikmenn og þjálfara.
Þorgrímur Þráinsson verður aftur á hliðarlínunni hjá Val í kvöld er
liðið sækir spútniklið Stjörnunnar heim í Garðabæ. Þorgrímur er
aðstoðarþjálfari liðsins en er að hlaupa í skarðið fyrir Willum Þór
Þórsson sem er erlendis að ná sér í þjálfaragráðu.
Frumraun Þorgríms sem aðalþjálfara gekk afar vel er liðið lagði
ÍBV að velli, 2-0. Kom fyrra markið aðeins eftir 8 sekúndur.
Voru menn á einu máli að fyrri hálfleikur Vals í þeim leik
hefði verið þeirra besti og skemmtilegasti það sem af
er sumri.
„Willum sér um þetta og ég er að fylgja því
plani sem hann hefur lagt upp. Má því segja
að ég sé bara verkefnastjóri sem er óskaplega
þægilegt,“ sagði Þorgrímur lítillátur en hann vill
sem allra minnst gera úr sínum hlut.
„Það skiptir engu hvort að ég sé þarna. Willum stýrir
þessu og gerir það frábærlega,“ sagði Þorgrímur en það vakti
nokkra athygli þegar hann viðurkenndi eftir Eyjaleikinn að
hafa spilað Celine Dion inni í klefa fyrir leikinn.
„Við spilum margs konar tónlist í klefanum. Æpod er bara
settur í samband og svo er bara tilviljun hvaða lög koma. Ég
ákvað aftur á móti að taka húmorinn á þetta um daginn þegar
ég setti Celine Dion á fóninn. Ég fékk að fikta þarna í einu
lagi en annars ræð ég ekkert
tónlistinni í klefanum enda
enginn sérfræðingur í lögum.
Leikmenn fá að ráða því algjör-
lega sjálfir þó svo ég hefði gjarna viljað
vera með svona tíu óskalög fyrir hvern leik,“
sagði Þorgrímur og spurning hvort Valsmenn þori
að sleppa því að spila Celine í dag þar sem það gaf svona
góða raun síðast.
Þorgrímur segir það ekki hafa kitlað hégómagirndina
neitt að vera aðalþjálfari í síðasta leik. Hann hafi aldrei
verið að sækjast eftir neinu slíku heldur viljað leggja sín
lóð á vogarskálarnar. „Ég hef engu reynslu sem þjálfari en
Willum aftur á móti með 20 ára reynslu. Hann veit alveg
hvað hann er að gera og strákarnir vita hvað þeir eiga að
gera. Það er Willum sem tekur ákvarðanirnar.“
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON: AÐALÞJÁLFARI HJÁ VAL Í ANNAÐ OG SÍÐASTA SKIPTI Í GARÐABÆNUM Í KVÖLD
Ég fæ ekkert að ráða tónlistinni í klefanum
Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00
www.velaland.is
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
FÐ
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 577-4500
Vélaland sérhæfir sig í tímareimum.
Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu
á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um
tímareimina fyrir þig, á föstu verði.
Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti
Er tímareimin komin á tíma?
Fast verð hjá Vélalandi
Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu
núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma.
Verðdæmi um tímareimaskipti:
Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000
Heildarverð, varahlutur og vinna: 49.088 kr.
Toyota Land Cruiser 90 3,0TD Árgerð 1997-2002
Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.925 kr.
Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001
Heildarverð, varahlutur og vinna: 35.987 kr.
VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006
Heildarverð, varahlutur og vinna: 46.774 kr.
Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005
Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.948 kr.
Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma
577-4500 og pantaðu tíma.
HANDBOLTI Dregið var í riðla á
lokakeppni EM í handbolta í gær
en mótið fer fram í Austurríki 19.-
31. janúar á næsta ári. Íslendingar
eru með Evrópumeisturum Dana,
heimamönnum í Austurríki auk
Serbíu í b-riðli mótsins.
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur
Guðmundsson var afar sáttur við
riðil íslenska liðsins þegar Frétta-
blaðið heyrði hljóðið í honum í gær
og hann kvaðst sérstaklega hlakka
til þess að mæta Degi Sigurðssyni
og lærisveinum hans í Austurríki,
sem og frændum okkar Dönum.
„Mér líst bara mjög vel á riðil-
inn okkar. Það verður gaman að
mæta Degi og heimamönnum í
Austurríki og það verður örugg-
lega mikil stemning í kringum þá
og þeir eru líka með frambæri-
legt lið. Svo eru Danir náttúrlega
í sérstöku uppáhaldi hjá okkur og
það er alltaf skemmtilegt að mæta
þeim. Serbar er líka með hörkulið
en ég held að við getum bara verið
mjög sáttir við dráttinn, miðað við
margt annað,“ segir Guðmundur.
Guðmundur er feginn að Ísland
sé ekki í c- eða d-riðli mótsins en
ítrekar þó að það sé enginn auð-
veldur leikur í lokakeppni sem
þessari.
Allt saman sterkar þjóðir
„Þetta mót er gríðarlega sterkt og
það eru bara góð lið þarna og það
er ágætt að taka það strax fram.
Annars virka riðlar c og d mjög
sterkir og það er fínt að vera laus
við þá,“ segir Guðmundur.
Guðmundur þurfti að bregðast
við miklum meiðslavandræðum
hjá íslenska hópnum í undanriðli
EM og gerði það nánast óaðfinnan-
lega þar sem íslenska liðið komst
taplaust í gegnum riðil sinn. Lands-
liðsþjálfarinn segir liðið hafa lært
mikið af þessum tíma en vonast þó
til þess að geta haft eins sterkan
leikmannahóp og mögulegt sé til
þess að velja úr fyrir lokakeppn-
ina í Austurríki.
„Nú þegar við vitum hvaða liðum
við komum til með að mæta í Aust-
urríki förum við að skipuleggja
æfingaleiki sem henta okkur í
því samhengi. Ég reikna með því
að liðið komi saman í október og
í byrjun nóvember og þá kemur
líka í ljós hvernig staðan verð-
ur á leikmönnunum. Við lærðum
mikið á því að takast á við meiðsl-
avandræðin eins og við gerðum
en ég vona að við séum búnir með
þann pakka í bili. Það er mikil eft-
irvænting að sjá hvernig okkur
tekst að fá menn úr meiðslum og
ég horfi fram á betri tíma hvað það
varðar,“ segir Guðmundur.
Þarf að hringja í Óla
Ólafur Stefánsson hefur gefið til
kynna að hann muni mögulega
snúa aftur í landsliðið eftir stutt
frí eftir Ólympíuleikana og Guð-
mundur ætlar að heyra aftur hljóð-
ið í honum við allra fyrsta tæki-
færi.
„Ég ætla að skoða hvort að ég
eigi ekki inneign til þess að hringja
í Óla í svona fimmta skiptið. Ég
mun alltént klárlega hitta hann
yfir kaffi og ræða við hann um að
koma aftur í landsliðið,“ segir Guð-
mundur léttur í bragði
omar@frettabladid.is
Gaman að mæta Degi í Austurríki
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er ánægður með riðil íslenska liðsins í lokakeppni EM sem
fram fer í Austurríki í byrjun næsta árs. Ísland er með Danmörku, Austurríki og Serbíu í b-riðli mótsins.
ÁNÆGÐUR MEÐ EM-DRÁTTINN Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson
kveðst afar ánægður með riðil íslenska liðsins í lokakeppni EM í Austurríki sem hefst
í byrjun næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
EM Í AUSTURRÍKI 2010
A-riðill:
Króatía
Rússland
Noregur
Úkraína
B-riðill:
Danmörk
Ísland
Austurríki
Serbía
C-riðill:
Þýskaland
Svíþjóð
Pólland
Slóvenía
D-riðill:
Frakkland
Spánn
Ungverjaland
Tékkland
HANDBOLTI Dagur Sigurðsson,
landsliðsþjálfari Austurríkis og
fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands,
verður í eldlínunni þegar lands-
liðin mætast í b-riðli á EM 2010.
„Það er náttúrlega fáránlegt að
þetta hafi gerst. Fyrir mig per-
sónulega er þetta mjög skemmti-
legt en óneitanlega skrýtin staða.
Ég er að mæta löndum mínum og
mörgum af mínum bestu vinum,
eins og Óskari Bjarna og Óla Stef.
En handboltalega, fyrir Austur-
ríki, er þetta ekki gott. Ég hefði
frekar viljað fá Spán í staðinn
fyrir Ísland en það þýðir ekkert
að leggjast niður og væla,“ segir
Dagur. - óþ
Dagur Sigurðsson:
Skrýtin staða
SÉRSTÖK STAÐA Dagur stýrir Austurríki
gegn Íslandi á EM 2010. MYND/HAGENPRESS
FÓTBOLTI Bandaríkjamenn komu
mörgum á óvart þegar þeir
skelltu Evrópumeisturum Spán-
verja 2-0 í undanúrslitum Álfu-
keppninnar í fótbolta í gærkvöld.
Jozy Altidore kom Banda-
ríkjamönnum yfir á 27. mín-
útu en Clint Dempsey bætti
seinna markinu við á 74.
mínútu.
Bandaríkjamenn
voru betri aðilinn
í fyrri hálfleik
og náðu að loka
svæðum vel og
stoppa sóknarað-
gerðir Spánverja
með ágætum.
Í seinni hálf-
leik sóttu Spán-
verjar hins vegar stíft og voru
oft nálægt því að jafna leikinn
en seinna mark Dempsey gaf
Bandaríkjamönnum byr undir
báða vængi og þeir sigldu sigr-
inum í höfn.
Bandaríkjamenn bundu með
sigrinum enda á ótrúlega sig-
urgöngu Spánverja sem höfðu
unnið fimmtán leiki í röð
og ekki tapað í 35 leikj-
um í röð eða síðan í nóv-
ember árið 2007.
Í kvöld ræðst svo
hverjum Bandaríkja-
menn mæta í úrslita-
leiknum þegar Bras-
ilía í Suður-Afríka
mætast í seinni und-
anúrslitaleiknum. - óþ
Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum Álfukeppninnar:
Bandaríkjamenn
stöðvuðu Spánverja
FÓTBOLTI Lokaleikur níundu
umferðar Pepsi-deildar kvenna
í fótbolta lauk á Akureyri í gær-
kvöld þegar heimastúlkur í Þór/
KA unnu 2-1 sigur gegn KR.
Silvía Rán Sigurðardóttir og Mat-
eja Zver skoruðu fyrir Þór/KA
en Hrefna Huld Jóhannesdótt-
ir minnkaði muninn fyrir KR á
lokakafla leiksins.
Þór/KA skaust upp í fjórða sæti
deildarinnar með sigrinum og er
komið með sextán stig en KR er í
sjötta sætinu með tíu stig. - óþ
Pepsi-deild kvenna:
Þór/KA skaust í
fjórða sætið
GÓÐUR SIGUR Þór/KA vann KR á Akur-
eyri í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN