Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 20
20 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Væri það ofrausn? UMRÆÐAN Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um málefni hælisleitenda Málefni hælisleitenda hafa verið í mikl-um ólestri á Íslandi. Það kvað þó við nýjan tón þegar Ragna Árnadóttir tók við embætti dómsmálaráðherra og eftir því var tekið þegar hún stöðvaði brottvísun sex flóttamanna til Grikklands á dögunum og í framhaldinu fengu flóttamennirnir réttlát- ari meðferð. Það voru því vonbrigði þegar dómsmála- ráðuneytið sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem mælt var með því að þeir sem það á við og komu hingað í gegnum Grikkland verði sendir þangað aftur. Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur síðan í apríl 2008 hvatt til þess að flóttamenn yrðu ekki sendir þangað vegna þess að í Grikklandi sé hlut- fall þeirra sem fá hæli mjög lágt, langur meðferðar- tími og óvönduð málsmeðferð og aðbúnaður víða svo slæmur að margir hælisleitendur lendi á götunni og neyðist til athafna sem skaði málstað þeirra. Í málefnaskrá ríkisstjórnarinnar er kveð- ið á um að málefni hælisleitenda verði end- urskoðuð með það að markmiði að færa þau í mannúðlegra horf. Nú er að störfum nefnd sem vinnur að tillögugerð sem ríkisstjórnin getur nýtt sér til breytinga á lögum og reglu- gerðum. Vonandi munum við þá fá að upplifa það að tekið verði á málefnum hælisleitenda á þann hátt sem við vildum sjálf reyna, ef við lentum í sömu stöðu. Á meðan beðið er eftir þessu er mál 6 hælisleitenda sem komu frá Grikklandi í uppnámi. Þau hafa beðið hér í 9 til 13 mánuði í daglegri óvissu um niðurstöðu yfirvalda. Þau hafa myndað tengsl, eignast vini og efnt til til- finningasambanda og þau óska eftir því að fá að vera hér áfram. Tveir eru frá Írak og tveir frá Afganistan. Frá löndum sem Ísland hefur herjað á Er það ofrausn af hálfu vinstri stjórnarinnar að veita hæli, örfáum einstaklingum sem beðið hafa hér alltof lengi og hrakist hafa frá heimalöndum sínum vegna hernaðar sem Ísland ber sína ábyrgð á? Höfundur er borgarfulltrúi VG. ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Öreigar allra landa „Lofum hinum drottnandi stéttum að skjálfa fyrir kommúnistabyltingu. Þar hafa öreigarnir engu að týna nema hlekkjunum. Þeir eiga heilan heim að vinna. Öreigar allra landa, sameinizt!“ Þetta textabrot er birt á baksíðu Kommúnistaávarpsins eftir Friedrich Engels og Karl Marx, einu áhrifa- mesta riti seinni tíma, sem var endurútgef- ið á vegum Lærdómsrita bókmenntafé- lagsins í árslok 2008. Í boði Landsbankans Athygli vekur að á titilsíðunni má sjá kennimerki Landsbankans, en hann var um skeið sérstakur bakhjarl Lærdómsritanna. Eftir hrunið þegar Landsbankinn fór í ríkiseigu fór samningurinn við Lærdómsritin út um þúfur. Fyrir kaldhæðni örlaganna reyndist svanasöngur gamla Lands- bankans á sviði bókaútgáfu því vera sjálft Kommúnista- ávarpið. Þangað leitar klárinn ... Mótmælendur hafa mótmælt Icesave- samningunum á Austurvelli undanfarna daga. Í hópi þeirra sem veifuðu mótmælaspjöldum og steyttu hnefa að Alþingi á mánudag mátti meðal annars sjá tvo kunna róttæklinga, þá Véstein Valgarðsson og Þorvald Þor- valdsson, oft nefndur Albaníu-Valdi. Athugulir menn veittu því athygli að þegar Vésteinn og Þorvaldur höfðu mótmælt fylli sína skunduðu þeir með skiltin inn á skrifstofur Vinstri grænna. Það er forvitnilegt í ljósi þess að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, hefur borið hitann og þungann af Icesave-samning- unum. bergsteinn@frettabladid.is Lárus Blöndal hæstaréttarlög-maður og Stefán Már Stef- ánsson prófessor hafa í nokkrum greinum í Morgunblaðinu fært rök að því, að Íslendingum beri ekki lagaskylda til að axla IceSa- ve-ábyrgðirnar og að Alþingi eigi því að hafna samningi fjármála- ráðherra við Breta og Hollend- inga um greiðslur vegna ábyrgð- anna. Þeir Lárus og Stefán Már hafa lýst eftir rökstuðningi fyrir því, að íslenzka ríkinu beri að lögum að efla Tryggingasjóð inn- lána umfram lögbundið lágmark og greiða ábyrgðirnar, en þau rök hafa ekki komið fram, segja þeir, hvorki innan þings né utan. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- ardómari og Sigurður Líndal próf- essor hafa líkt og Lárus og Stefán Már lýst þeirri skoðun í fjölmiðl- um, að rétt væri að vísa málinu til dómstóla. Hvers vegna telja þjóðir Evr- ópu, að Íslendingum beri að greiða þessar ábyrgðir? Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrum utanríkis- ráðherra, hefur svarað spurning- unni skýrt í DV: „... meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að inni- stæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutrygg- ingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakk- landi eða annars staðar fengið til- efni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttar- óvissa er óhugsandi.“ Þetta sjón- armið er skiljanlegt af sjónarhóli Evrópuþjóðanna og verður ekki vefengt. Orð skulu standa Í skýrslu sinni handa utanríkis- ráðuneytinu bendir Jakob Möller hæstaréttarlögmaður einnig á, að ítrekaðar yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda um, að staðið yrði við skuldbindingar íslenzku bank- anna samkvæmt tilskipunum Evr- ópusambandsins um trygginga- sjóði, bindi hendur stjórnvalda og samningar séu því nauðsynlegir og dómstólaleiðin komi af þeim sökum ekki til álita. Þetta sjónar- mið verður ekki heldur vefengt. Hver vill vitandi vits eiga við- skipti við mann, sem er þekktur að því að víkja sér undan að efna gefin loforð með þeim rökum, að honum beri ekki lagaskylda til þess? Sjónarmið Breta Hugsum okkur, að úr því feng- ist skorið fyrir rétti, að Íslend- ingum bæri ekki lagaskylda til að greiða IceSave-ábyrgðirnar. Myndu Bretar þá með fulltingi annarra Evrópuþjóða falla frá kröfum sínum á hendur Íslending- um? Svarið er nei, ekki endilega. Krafa Breta væri þá siðferðileg frekar en lagaleg. Skoðum ábyrgð Íslendinga á málefnum Landsbankans af sjón- arhóli Breta. Ríkisstjórn Íslands seldi fyrir fáeinum árum ráð- andi hlut í Landsbankanum í hendur feðgum tveim við þriðja mann. Faðirinn, Björgólfur Guðmundsson, gerðist formað- ur bankastjórnarinnar og gerði framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins að varaformanni sínum. Björgólfur eldri hafði þá sér- stöðu meðal hugsanlegra kaup- enda Landsbankans, að hann hafði fengið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir bókhaldsbrot. Virt erlend dagblöð, þar á meðal Financial Times og Guardian á Bretlandi og Welt am Sonntag í Þýzkalandi, hafa velt vöngum yfir umsvifum Björgólfs Thors Björ- gólfssonar í Búlgaríu og annars staðar og hugsanlegum tengslum hans og þá um leið Landsbankans við rússneska auðmenn. Þrálátur orðrómur um fjárböðun íslenzkra banka fyrir rússneska auðkýfinga horfir nú öðruvísi við en áður. Íslendingar og umheimurinn eiga heimtingu á að fá að vita, hvort orðrómurinn á við rök að styðjast. Aðrar þjóðir hljóta að þurfa að fá að læra af mistökum íslenzkra banka og stjórnvalda, enda hafa þær ákveðið að rétta Íslandi hjálparhönd í gegnum Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Rannsóknar- nefnd Alþingis og sérstakur sak- sóknari hljóta að taka þessa hlið málsins til vandlegrar skoðunar. Í góðri trú Bretar væru hirðulausir um eigin hag, ef þeir hefðu ekki kynnt sér sögu Landsbankans og feril eig- enda hans. Leyniþjónusta Hennar hátignar fer létt með slíkt. Rík- isstjórn Íslands vandaði ekki vel til einkavæðingar Landsbankans. Gögn, sem forsætisráðuneytið hefur nú birt, taka af öll tvímæli um það. Íslenzkir ráðamenn voru sumir í vel þekktu vinfengi við Landsbankafeðgana. Forsætisráð- herra sagðist reyna að hitta soninn í hvert sinn, sem hann kæmi til Íslands. Seta framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins við hlið Björ- gólfs eldra í bankaráðinu sendi sömu skilaboð. Bankastjórarnir sögðust hafa ríkisábyrgð. Stjórn- völd sögðust fram að hruni mundu styðja við bankana, ef á þyrfti að halda. Viðskiptavinir Landsbank- ans á Bretlandi voru því í góðri trú. Þess vegna kunna Bretar og aðrir að líta svo á, að Íslendingum beri siðferðileg skylda til að axla ábyrgð á Landsbankanum hvað sem lögunum líður. Löglegt? Siðlegt? Í DAG | Að borga eða borga ekki ÞORVALDUR GYLFASON Auglýsingasími – Mest lesið H run bankanna, og fjármálakerfisins alls, í haust sem leið var mikið áfall fyrir þjóðina alla. Hún brást við eins og þekkt er í kjölfar áfalla með nokkurs konar doða daga og vikur eftir að áfallið dundi yfir. Smám saman hefur þorra almennings svo tekist að hrista af sér þennan doða og leitast við að halda áfram sínu sýsli eftir föngum. Hins vegar eru ekki allir svo lánsamir að eiga þess kost því hrunið hefur svo sannar- lega snúið tilveru margra þannig á hvolf að fátt er nú sem áður var. Hrunið var einnig áfall fyrir stjórnvöldin í landinu. Þau báru ábyrgð á því lagaumhverfi sem gerðu ofvöxt bankanna mögulegan og höfðu misserum saman skellt skollaeyrum við viðvörunarbjöllum sem hljómuðu æ háværar og þéttar. Stýrimenn þjóðarinnar höfðu meira að segja gengið svo langt að reyna með markvissum hætti að þagga niður í þessum óþægilegu bjöllum. Áfalladoðinn setti mark sitt verulega á þá sem við stjórnvölinn stóðu þegar hrunið dundi yfir og olli aðgerðaleysi sem orðið hefur þjóðinni dýrkeypt og raunar sér ekki enn fyrir endann á því tjóni sem aðgerðaleysið fyrstu vikurnar eftir hrunið olli. Mats Josefsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins, segir í viðtali hér í blaðinu í dag að í hans augum sé það ráðgáta hvers vegna fjármálaráðherra vann ekki hraðar að lausnum eftir fall bankanna. Hann hafi verið ábyrgur fyrir kerfinu og þegar ríkið tók bankana yfir hafi hann orðið yfirmaður þeirra. „Því fylgir ábyrgð,“ segir Mats. „Ég hefði búist við að hann hefði þá gefið út leiðbeiningar eða áætlun um það hvernig bankarnir ættu að haga sér, breyta útlánastefnu þeirra, áhættustýringu og þess háttar. En stjórnvöld gerðu ekkert.“ Josefsson bendir á að varasamt sé að reka bankana í núverandi mynd. Þeir séu reknir með milljarða tapi í hverjum mánuði vegna misvægis á eignastöðu gömlu og nýju bankanna sem myndaðist við uppskiptingu þeirra. „Þetta verður að stöðva,“ segir hann og bendir á að verkefnið sé ekki flókið, annaðhvort verði að auka tekjur eða draga úr útgjöldum. Að hans mati hefði þurft að grípa til þessara ráðstafana strax og ríkið tók við bönkunum en staðan sé þannig að enn hafi ekkert verið aðhafst og ekki sé sé einu sinni búið að ákveða í þaula hvernig bankakerfi muni verða hér á landi í framtíðinni. Þarna kemur til kasta þingsins og þess að ríkisstjórnin hafi þingmeirihluta til þess að koma málum í gegn með sannfærandi hætti. Senn eru liðnir níu mánuðir frá hruni fjármálakerfisins. Áfalladoði gerði þá ríkisstjórn sem þá sat óstarfhæfa svo lengi að þolinmæði þjóðarinnar þraut. Sú stjórn sem nú situr hefur vissulega unnið að stefnumörkun í efnahagsmálum og lausnum flókinna viðfangsefna. Þetta hefur þó tekið of langan tíma. Það er stórt verkefni að stýra samfélagi sem hefur gengið í gegnum eitthvert mesta efnahagshrun í manna minn- um á heimsvísu. Því verður vitanlega að sýna skilning en jafnframt gera kröfu um að vinna þeirra sem kjörnir voru og tóku að sér verk- efnið verði markviss og stefnumörkun í efnahagsmálum og uppbygg- ingu samfélagsins líti dagsins ljós á allra næstu vikum þannig að þjóðin komist út úr þokunni og hafi eftir einhverjum siglingaljósum að fara. Þekkt viðbrögð við áfalli: Doði sem olli aðgerðaleysi STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.