Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 16
16 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
Þjóðvegur eitt er stærsti og lengsti
vegur landsins og oft langt á milli
staða er keyrt er á landsbyggðinni.
Fátt getur þá verið jafnkærkomið
og að sjá bensínstöð eða sjoppu í
fjarska eftir langan akstur þegar
menn eru orðnir svangir og salern-
isþörfin stór.
Fréttablaðið tók hringinn og
athugaði verð á nokkrum vel völd-
um sjoppum við þjóðveginn.
Athugað var með verð á pylsu
og gosi fyrir fjögurra manna
fjölskyldu, ásamt einu hreinu
Nizza-súkkulaðistykki og einum
kaffibolla. Ekki var þó athugað
sérstaklega með aðstöðu eða aðra
þjónustu.
Það voru ekki allir staðirnir með
sérstakt tilboð á pylsum og gosi
saman og því töluverður munur á
hæsta og lægsta verði. Ódýrast er
að versla í Arnbergi, söluskála Olís
á Selfossi, þar sem sérstakt tilboð
er í gangi, en dýrast hjá Seli - Hótel
Mývatni en þar er ekki tilboð.
Dýrasta Nizza-súkkulaðistykk-
ið er hjá Shell á Egilsstöðum á
192 krónur en ódýrast hjá Kaup-
félagi Skagamanna í Varmahlíð á
145 krónur. Á helmingnum af þeim
stöðum sem skoðaðir voru kostar
súkkulaðistykkið þó 159 krónur.
Langódýrasti kaffibollinn var
í Arnbergi enda var hann frír en
dýrastur var hann á Egilsstöðum
á 250 krónur. Oftast var þó verðið
á bollanum milli 195 til 200 krón-
ur en einnig er frí áfylling í boði á
mörgum stöðum.
heidur@frettabladid.is
2500
2000
1500
1000
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
1.276 kr.
1.684 kr.
2.599 kr.
kr
ón
ur
ár
Útgjöldin
> Klipping barna
Ein með öllu og gos
ódýrast á Selfossi
ÞJÓÐVEGUR 1 Þeir eru ófáir sem ferðast um hringveginn á sumrin og allflestir koma einhvers staðar við í sjoppu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
■ Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs
Háskóla Íslands, er úrræðagóð og ákvað að leita
ráða netsins til þess að finna sem best húsráð fyrir
lesendur Fréttablaðsins.
„Hvernig læturðu tengdó halda að þú
hafir bakað köku sem þú raun-
verulega keyptir?“ var húsráðið
sem varð fyrir valinu. Svarið
er einfalt. „Til þess að láta
heimilið ilma eins og þar sé
nýbakað góðgæti á boð-
stólum er nóg að bræða
smjörlíki á pönnu og strá
kanil yfir. Þá veit fólk, þar
með talin tengdamóðirin,
ekki betur en að kakan
sé heimabökuð og verður
agalega ánægð með
myndarlegheitin.“
GOTT HÚSRÁÐ
ILMUR AF NÝBÖKUÐU
VERÐMUNUR Í VEGASJOPPUM VIÐ ÞJÓÐVEGINN
Vegasjoppur pylsa + gos fyrir 4 Nizza fyrir 1 Kaffi fyrir 1
Shell Borgarnesi 1.520 161 195
Staðarskáli 1.760 159 195
N1 Blönduósi 1.516 159 195
N1 Varmahlíð 1640 145 200
Sel - Hótel Mývatn 2.120 - 200
Shell Egilsstöðum 1.800 192 250
N1 Höfn í Hornafirði 1.680 159 195
Víkurskáli 1.760 180 200
Hlíðarendi Hvolsvelli 1.680 159 195
Arnberg Selfossi 1.480 159 frítt
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is
Kakan þín er komin
í Einkabankann
Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu.
Kynntu þér málið á landsbankinn.is.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
7
6
7
5
N
B
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-2
0
8
0
.
EINKABANKINN | SJÁLFVIRKT HEIMILISBÓKHALD
Drepur fótsveppinn
- þarf aðeins að bera á einu sinni
Njóttu góðrar máltíðar
með vinum og vanda-
mönnum með SS grill-
kjöti.
Ljúffengur krydd-
lögurinn dregur fram
það besta í kjötinu og
vel grillað kjöt laðar
fram brosið á fólkinu
þínu.
Grillkjötið frá SS –
fyrir sérstakar
stundir.
Endurfundir
við grillið
www.ss.is