Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 25. júní 2009 21
UMRÆÐAN
Vigdís Hauksdóttir skrifar um
stöðu lífeyrissjóðanna
Stjórnvöld eru í afneitun um stöðu lífeyrissjóðanna í land-
inu. Er ég spurði fjármálaráðherra
í utandagskrárumræðu á Alþingi út
í stöðu lífeyrissjóðanna var greini-
legt hvaðan hann hafði sínar upp-
lýsingar. Beint frá lífeyrissjóðun-
um sjálfum og samtökum þeirra.
Steingrímur J. sannaði þarna að
hann er vinnuþjarkur auðvalds-
ins og spillingaraflanna – hann er
ekki fjármálaráðherra allra lands-
manna enda ráðherra í skuggarík-
isstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ég innti hann eftir því hvort sjóð-
urinn hafi farið fram á við íslensk
stjórnvöld að lífeyrissjóðir lands-
manna yrðu þjóðnýttir, en það er
vinnuregla hjá sjóðnum þegar
hann kemur ríkjum til aðstoðar,
þar sem á annað borð er einhver
vísir af lífeyrissjóðum. Ráðherr-
ann taldi það af og frá, af og frá,
honum bauð meira að segja „svo í
grun, að Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn meti einmitt styrk íslenska líf-
eyriskerfisins og sérstak-
lega vænt tekjustreymi
ríkis- og sveitarfélaga
með vaxandi útgreiðsl-
um séreignarsparnaðar á
komandi árum sem eina
okkar styrkustu stoð til að
ráða við efnahagsáfallið og
skuldirnar sem nú lenda
á ríkissjóði og sveitarfé-
lögum,“ Er Steingrímur
skyggn? Auðvitað hafa líf-
eyrissjóðirnir komið til tals á fund-
um landsstjórans og ráðherra hans.
Auðvitað sér Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn að nútíðar- og framtíðartekj-
ur eru stöðugar og innstreymi í líf-
eyrissjóðina gott og því upplagt að
líta ágirndaraugum til vænts tekju-
streymis með vaxandi útgreiðslum
séreignarsparnaðar með
tilheyrandi skatttekjum
sem renna í erlent skulda-
fen ríkisins.
Þessi sýn Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins breytir því
ekki að staða lífeyrissjóð-
anna er slæm og jafnvel
áttaði sjóðurinn sig á að
búið var að útrásarnýta líf-
eyrissjóðina í þágu þeirra
sem hreinsuðu bankana.
Gríp ég hér í viðtal við Björgólf
Thor Björgólfsson sem Kompás
átti við hann 27. október 2008. Þar
eru þeir Kristinn Hrafnsson að
ræða hugsanlega fyrirgreiðslu að
upphæð 500 milljónir evra, eða 90
milljarða íslenskra króna á geng-
inu 180, til Landsbankans til að
koma Icesave úr landi. Kristinn
spyr hann hvaða tryggingar að
upphæð 2.500 milljónir evra Lands-
bankamenn ætluðu að reiða fram
ef Seðlabankinn hefði lánað þeim.
Björgólfur segir: „Ríkisskuldabréf,
bæði íslensk, þýsk og erlend. Þetta
voru sterkustu tryggingar sem um
var að ræða. Þarna var um að ræða
greiðslur sem lífeyrissjóðir Íslands
áttu að láta af hendi upp á 500 millj-
ónir evrur, sem að sko launþegar
landsins voru ábyrgir að greiða,
þar var ekki hægt að hugsa sér það
betra.“ Þar höfum við það kæru
landsmenn – launþegar voru og eru
veðsettir lóðrétt og lárétt án þess
að hafa hugmynd um það.
Nú hefur verið boðað að um miðj-
an júlí verði nýju bankarnir stofn-
aðir. Krafa almennings er að upp-
gjöri lífeyrissjóðanna verði lokið
á sama tíma. Málefni bankanna
og lífeyrissjóðanna eru svo sam-
tvinnuð að ófært er að ljúka ekki
uppgjöri beggja á sama tíma. Ef
það verður ekki gert þá er augljóst
í hvað stefnir, nefnilega þá stað-
reynd að lífeyrissjóðirnir afskrifi
galnar áhættufjárfestingar sínar
á mörgum árum til að breiða yfir
gríðarlegt tjón sem sjóðsfélagar
hafa orðið fyrir. Lífeyrissjóðirnir
geta einfaldlega ekki komið að upp-
byggingarstarfi hér á landi fyrr en
fullnaðaruppgjöri þeirra er lokið.
Höfundur er lögfræðingur og
þingmaður Framsóknarflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi suður.
„... sko, launþegar landsins voru ábyrgir!“
VIGDÍS
HAUKSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Magnús Orri Schram skrifar
um umhverfis- og atvinnu-
mál
Verndun umhverfisins á að vera helsta baráttumál atvinnulífs-
ins á Íslandi. Sóknarfæri okkar í
atvinnumálum liggja flest á þeim
sviðum þar sem ímynd landsins
og náttúra gegn-
ir lykilhlutverki
í verðmæta-
sköpuninni. Þar
mætti nefna
ferðaþjónustu
eða útflutning á
sjávarafurðum.
Umhverfismál
eru því atvinnu-
mál í hinu nýja
Íslandi sem við
erum að móta. Slík nálgun gerir
hins vegar kröfur til þeirra sem
vilja frekar horfa til verndunar
umhverfis en virkjana eða annarra
stórframkvæmda. Umhverfissinn-
ar verða að tala tungumáli atvinnu-
lífsins og mæta virkjunarsinnum á
þeirra leikvelli en rætt er um störf,
afleidd störf eða arðsemi. Ef unn-
endur náttúrunnar vilja hafa betur
í orðræðunni verða þeir að hætta að
tala um tilfinningar eða varpa upp
mynd af fallegu landslagi og segja
fólki að „finna sér eitthvað að gera“.
Nú þurfa „mussuklæddir íbúar í
101“ (umhverfissinnar) að fara að
tala um arðsemi og vísa þá til fjár-
muna en ekki verndunar.
Ráðuneyti umhverfismála hefur
nú fengið frábært tæki til að taka
forystu í þessum málum. Nýlega
var kynnt viðamikil skýrsla sem
leggur fram margvíslegar tillög-
ur um hvernig hægt er að minnka
mengun hér á landi og þær tillögur
svo kostnaðargreindar. Kannað er
semsagt í hvaða geirum (til dæmis
fiskveiðum eða samgöngum) helst
eigi að bera niður til að minnka
mengun og hvað slíkar aðgerð-
ir hafa í för með sér í tekjum og
gjöldum.
Skýrsla þessi er lykilplagg og í
raun getur hún markað upphaf gríð-
arlegrar sóknar á sviði umhverfis-
mála. Vilji Ísland setja sér háleit
markmið í verndun umhverfis-
ins og skapa sér þannig sérstöðu
erlendis, er hér komið fram plagg
sem getur reynst grundvöllur
sóknar á sviði umhverfis- og um
leið atvinnumála. Nú er boltinn
hjá ráðuneyti umhverfis. Nú bíðum
við unnendur íslensks atvinnulífs
spenntir eftir aðgerðaplani sem
byggir á skýrslunni, sem nefna
ætti „sóknarskýrslu“ í íslensku
atvinnulífi.
Höfundur er alþingismaður.
Sóknar-
skýrsla
MAGNÚS ORRI
SCHRAM