Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 26
HÁRSKRAUT og fatnaður eftir hönnuðinn Andre Lima voru meðal annars til sýnis á tískuvikunni í Sao Paulo sem er nýafstaðin. Þess má geta að vikan þykir einn merkasti viðburður í tískuheimi Suður-Ameríku. „Ég seldi hringina heiman frá mér til að byrja með en svo var ég farin að fá það margar fyrirspurn- ir að ég ákvað að reyna að koma þeim í sölu annars staðar frá,“ segir Steinunn sem margir kann- ast einnig við frá því að hún sinnti stigavörslu í Gettu betur. Steinunn Vala er í leyfi frá arki- tektastofunni Batteríið en hún á von á sér eftir fimm vikur. Í vetur ákvað hún að sækja Prisma-nám í Listaháskólanum og segir að námið hafi kveikt í henni og brotið niður múra þannig að hún ákvað að prófa að skapa eitthvað sem henni hafði aldrei dottið í hug að hún myndi gera. „Ég vann hringa fyrir verk- efni í skólanum til að byrja með og valdi plastleirinn Femo sem efni- við, sem margir kannast við að hafa föndrað með þegar þeir voru litlir. Svo spurðist þetta út – einhver sá mig með minn hring – og ég ákvað að búa til hringa handa þeim sem sýndu áhuga.“ Eitt leiddi af öðru og Steinunn Vala opnaði heimasíðuna www.hringeftirhring.is með úrvali skartgripa sinna. Undanfarið hafa Nakti apinn og sveitabúðin Sóley, rétt utan við Selfoss, tekið við sölu hringanna og nú síðast bættist Epal á listann. „Jú, ég er voða montin af því að Epal vildi taka þá til sölu, þeir hafa verið mjög viljugir að leggja Íslendingum lið í að koma hönnun sinni á framfæri.“ Hringarnir eru afar sérstak- ir útlits, rómantískir og fágaðir í senn og koma í ýmsum litum. „Vin- sælustu litirnir eru þeir sem ég byrjaði upphaflega með, svartur og ljósbleikur. Nýjasti liturinn er svo ljósgrár sem mér finnst afskap- lega fallegur og fer vel við silfur- muni. Með sumrinu bætti ég svo við mörgum litum svo sem grænu, kopar, fjólubláum, gulum, appels- ínugulum og rauðum. Í upphafi var ég líka bara með eitt munst- ur en mynstrin eru fjögur núna,“ segir Steinunn en hún er einnig með hálsmen í þróun. Umbúðirnar eru gerðar úr endurnýttum bókum og ódýrum pappaöskjum og öllum kostnaði er haldið í lágmarki. juliam@frettabladid.is Byggingaverkfræðingur selur skartgripi sína í Epal Steinunn Vala Sigfúsdóttir byggingaverkfræðingur byrjaði í vor að hanna skartgripi sem urðu til sem verk- efni í Prisma-námi í Listaháskólanum. Hringirnir spurðust fljótt út og nú fyrir helgi tók Epal þá í sölu. Hringirnir eru nú fáanlegir í öllum mögulegum litum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Steinunn Vala byrjaði að hanna skartgripi sína í vetur í fríi frá arktitektastofu sem hún vinnur á. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 VIÐ STÆKKUM OG FLYTJUM Í FÁKAFEN 9 w w w .g a b o r.is St: 35.5 - 41 St: 35 - 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.