Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 58
42 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR
FRJÁLSÍÞRÓTTIR Helga Margrét Þor-
steinsdóttir, Ármanni, gerði sér
lítið fyrir í gær og bætti eigið
Íslandsmet í sjöþraut kvenna um
157 stig á fjölþrautarmóti í Tékk-
landi. „Þetta er ótrúlegt og langt
framar mínum allra björtustu
vonum,“ sagði Helga Margét í sam-
tali við Fréttablaðið. Nýja Íslands-
metið er nú 5.878 stig en hana vant-
aði aðeins 22 stig til að tryggja sér
þátttökurétt á heimsmeistaramót-
inu í frjálsíþróttum í Berlín í ágúst.
Hún hlaut bronsverðlaun á mótinu
og bar yfirburðasigur úr býtum í
flokki nítján ára og yngri.
„Það er samt svekkjandi að hafa
ekki náð lágmarkinu. Ég get ekki
neitað því. Þetta eru því nokkuð
blendnar tilfinningar,“ sagði Helga
Margrét sem er ekki nema á átj-
ánda aldursári.
Hún fær þó annað tækifæri til
að vinna sér þátttökurétt á HM en
það verður á Evrópumeistaramóti
unglinga sem fer fram í Serbíu í
lok næsta mánaðar. Með árangrin-
um í gær náði hún besta árangri
ársins í flokki nítján ára og yngri
og er því í efsta sæti heimslistans
í þeim flokki.
Helga Margrét vildi lítið segja
um markmið sín fyrir EM ungl-
inga í næsta mánuði. „Ég ætla ekki
að gefa út neinar yfirlýsingar. Ég
mun bara einbeita mér að hverri
grein fyrir sig og sjá hvað það
færir mér,“ sagði hún hógvær.
Árangur hennar er enn merki-
legri í ljósi þess að hún meiddist
nokkuð illa í janúar síðastliðnum
og var frá í nokkurn tíma vegna
meiðslanna. „Ég hef bætt mig um
300 stig í sumar sem ég átti alls
ekki von á,“ sagði hún. „Meiðslin
gáfu mér samt tækifæri að ein-
beita mér að tæknilegum atriðum
sem er að koma mér vel nú. Það
hefur samt verið fínn kraftur í
mér líka.“
Hún segir engan vafa leika á því
hvað hafi „klikkað“ í þrautinni í
gær. „Það var spjótkastið. Ég var
búin að bæta mig um fimm metra í
greininni fyrir mótið en mér gekk
bara ekki nógu vel í því að þessu
sinni.“
Helga Margrét bætti fyrir það
með því að koma fyrst í mark í 800
metra hlaupinu. „Það var gaman,
sérstaklega þar sem að Ólympíu-
meistarinn var að keppa á mót-
inu. Þetta er án vafa stærsta mót
sem ég hef tekið þátt í enda mörg
þekktustu nöfn heimsins að keppa,
sérstaklega í karlaflokki. Þetta er
því búin að vera mjög skemmtileg
reynsla.“
Ólympíumeistarinn Nataliya
Dobrynska frá Úkraínu vann gull
á mótinu en hún hlaut alls 6.249
stig.
eirikur@frettabladid.is
Skemmtilegt en svekkjandi
Helga Margrét Þorsteinsdóttir bætti í gær eigið Íslandsmet í sjöþraut kvenna á
fjölþrautarmóti í Tékklandi um 157 stig. Alls hlaut hún 5.878 stig og vantaði að-
eins 22 stig til að komast inn á HM í fjölþrautum. Helga er aðeins 17 ára gömul.
HELGA MARGRÉT Setti nýtt Íslandsmet í sjöþraut kvenna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÍSLANDSMET HELGU
Í sjöþraut kvenna, 24. júní 2009
100 m grindahl. 14,19 sek. 952 stig
Hástökk 1,73 m 891
Kúluvarp 14,09 m 800
200 m hlaup 24,77 sek. 908
Langstökk 5,78 m 783
Spjótkast 40,17 m 671
800 m hlaup 2:16,42 mín. 873
Samtals 5.878 stig
FRJÁLSÍÞRÓTTIR „Það er enginn vafi
á því. Hún er einfaldlega langbest
í sínum flokki í heiminum í dag.“
Þetta segir Egill Eiðsson, frjáls-
íþróttaþjálfari og framkvæmda-
stjóri Frjálsíþróttasambands
Íslands, um árangur Helgu Mar-
grétar Þorsteinsdóttur sem í gær
setti nýtt og glæsilegt Íslands-
met í sjöþraut kvenna, 5.878 stig.
Ekki vantaði nema 22 stig til að
hún tryggði sér þátttökurétt á
heimsmeistaramóti fullorðinna í
Berlín í ágúst en hún þykir sigur-
strangleg á EM unglinga í Serbíu
í næsta mánuði.
Með þrautinni í gær náði hún
besta árangri ársins í heimin-
um í flokki kvenna nítján ára og
yngri. „Sú sem kemur næst er frá
Brasilíu og er meira en hundrað
stigum á eftir henni. Hún er líka
árinu eldri,“ sagði Egill en Helga
Margrét verður átján ára í haust.
Hún getur því keppt á HM ungl-
inga 19 ára og yngri á næsta ári.
Egill segir enn fremur að
árangur Helgu Margrétar komi
meira að segja þeim sem fylgst
hafa náið með henni á óvart.
„Vissulega. Sérstaklega þar
sem hún lenti í erfiðum meiðslum
í lok janúar. Hún gat þá hvorki
æft né beitt sér aftur fyrr en í
apríl.“
Egill segir að Helga Margrét sé
mesta efni sem fram hafi komið í
íslensku frjálsíþróttalífi síðan að
Jón Arnar Magnússon tugþraut-
arkappi hóf keppni. „Árangur
hennar er mjög sambærilegur
því sem Jón Arnar gerði á sínum
tíma. Hún er þó enginn nýgræð-
ingur í þessu þrátt fyrir ungan
aldur. Hún er bara það góð.“
- esá
Egill Eiðsson um Helgu Margréti Þorsteinsdóttur:
Hún er langbest í
heiminum í dag
UNG OG EFNILEG Helga Margrét Þorsteinsdóttir á fullu.
MYND/ALEKSANDAR DJOROVIC
FÓTBOLTI Grindvíkingurinn Marko
Valdimar Stefánsson verður frá
æfingum og keppni í sex til átta
vikur eftir að hann lenti í hræði-
legu vinnuslysi í gær.
„Ég hef það bara ágætt og er
að jafna mig. Staðan á löppinni er
ekkert svo góð núna en þetta mun
jafna sig. Þetta hefði getað farið
mun verr,“ sagði Marko en hvern-
ig átti atvikið sér stað?
„Ég var að vinna með sláttu-
vél og var að slá niður brekku.
Svo renn ég í miðri brekkunni og
fór undir vélina. Ég var því bæði
heppinn og óheppinn. Ég hefði
getað misst allar tærnar en þær
eru þarna allar enn þá. Þetta var
svakalega sárt og ég fór í mikið
sjokk. Skórinn er handónýtur,“
sagði Marko þar sem hann lá á
sjúkrahúsinu í Fossvogi.
„Það þurfti að sauma mikið, ég
man ekki hversu mikið. Svo brotn-
uðu tvær tær. Aðalsárið kom rétt
fyrir neðan tærnar á ilinni. Það
svæði opnaðist bara og það kom
mikið blóð,“ sagði Marko.
Það var eðlilega hringt beint á
sjúkrabíl og var Marko í fyrstu
fluttur á heilsugæsluna í Grinda-
vík þar sem hann fékk verkjalyf.
Þaðan var svo farið með hann á
Landspítalann í Fossvogi.
Þaðan var varnarmaðurinn efni-
legi síðan útskrifaður seinni part-
inn í gær en hann mun þurfa að
fara sér afar hægt næstu daga og
vikur. - hbg
Marko Valdimar Stefánsson slapp vel er hann missti fótinn undir sláttuvél:
Hefði getað misst allar tærnar
Í GIFSI Fóturinn á Marko er illa farinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Á HEIMLEIÐ Marko Valdimar er hér nýútskrifaður af Landspítalanum og á leið heim
til Grindavíkur ásamt foreldrum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bílahreinsivörur
Þú sparar
3.746.-
TILBOÐ
2.990.-PAKKI 1Verð áður 6.736.-