Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 8
8 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðuneyt-
ið birti í gær álit nefndar um hæfi
umsækjenda um stöðu seðlabanka-
stjóra og aðstoðarseðlabankastjóra.
Alls voru átta einstaklingar tald-
ir uppfylla menntunarskilyrði og
hæfir til starfsins. Mjög vel hæfir
voru Arnór Sighvatsson og Már
Guðmundsson.
Arnór lauk doktorsprófi í hag-
fræði í North Illinois-háskóla.
Arnór hefur starfað hjá Seðla-
banka Íslands frá árinu 1990.
Hann er núverandi aðstoðarseðla-
bankastjóri auk þess sem hann var
áður aðalhagfræðingur og fram-
kvæmdastjóri hagfræðisviðs bank-
ans. Már Guðmundsson lauk M-phil
gráðu í hagfræði frá háskólanum
í Cambridge. Hann starfaði hjá
Seðlabanka Íslands um árabil og
var meðal annars aðalhagfræðing-
ur bankans um skeið. Már starfar
nú sem aðstoðarframkvæmdastjóri
peningamála- og hagfræðisviðs
Alþjóðabankans í Basel (BIS).
Í stöðu aðstoðarseðlabankastjóra
uppfylltu sextán aðilar menntun-
arskilyrði og voru fjórtán metnir
hæfir. Mjög vel hæfir voru taldir
Arnór Sighvatsson, Tryggvi Páls-
son og Yngvi Örn Kristinsson.
Tryggvi er framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Seðlabanka Íslands
en Yngvi Örn hefur starfað sem
yfirmaður hagfræðideildar Lands-
banka Íslands.
Fjölmargir umsækjendur um
stöðurnar tvær gerðu athugasemd-
ir við mat nefndarinnar á hæfi
þeirra. Nefndin sá ekki tilefni til
að breyta mati sínu á einstökum
umsækjendum. Nefndina skipuðu
Jónas H. Haralz, Guðmundur K.
Magnússon og Lára V. Júlíusdótt-
ir. - bþa
HEIMUR
LEIKJA
OPNUNART
ÍMAR
GRAFARVO
GUR
KÓPAVOGU
R
MÁNUDA
GA-FÖST
UDAGA
11 - 19
LAUGARD
AGA 10 -
18
SUNNUD
AGA
12 - 18
OPNUNARTÍMARAKUREYRIMÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 10 - 18.30LAUGARDAGA 10 - 17SUNNUDAGA 13 - 17
600 sm
450 sm
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l o
g
m
eð
0
1.
07
.2
00
9.
Í
ve
rð
un
um
e
r i
nn
ifa
lin
n
vi
rð
is
au
ka
sk
at
tu
r.
Þa
ð
er
t
ek
in
n
fy
ri
rv
ar
i á
p
re
nt
vi
llu
m
o
g
u
p
p
se
ld
um
v
ö
ru
m
.
Kópavogur Smáratorg 3 sími 550 0800 Grafarvogur Blikastaðarvegur 2-8 sími 585 0600 Akureyri Glerártorg sími 461 4500
470603
WATER RANGERS BLAZER
470598
WATER RANGERS INVINCIBLE VATNSBYSSA
Vatnsbyssa með rafrænum þrýstingsmæli.
Hægt er að stilla bunustyrkinn í 3 stillingar.
Skýtur meira en 10 m og tekur 1.500 ml af vatni.
57 sm. Þarf 2 C-rafhlöður.
Verð 5.999
201547
AQUA FUN VATNSRENNIBRAUT
Keppnisbrautarhönnun svo hægt sé að renna sér
hlið við hlið. Verð 7.499
201557
AQUA FUN VATNSRENNIBRAUT
Verð 7.499
3.249
1/2
VERÐ
SPARIÐ 3.250
2.999
1/2
VERÐ
SPARIÐ 3.000
4.499
SPARIÐ 3.000
2.499
SPARIÐ 2.500
NORÐUR-KÓREA, AP Yfirvöld í Norð-
ur-Kóreu hafa sakað stjórnvöld í
Bandaríkjunum um að reyna að
koma af stað nýju Kóreustríði.
Norður-Kórumenn undirbjuggu
í gær heræfingar á austurströnd
landsins.
Bandaríkin og ríki nálægt N-
Kóreu fylgjast nú grannt með
merkjum um eldflaugaskot.
Bann hefur verið sett við sigl-
ingum frá og með deginum í dag
og til 10. júlí. Skip frá Norður-
Kóreu siglir nú við strendur Kína
og bandarískt skip veitir því eft-
irför. Talið er að skipið sé á leið
til Myanmar og gæti verið að
flytja ólögleg vopn.
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa
sagt að ef gripið verður inn í
ferðir skipsins verði litið á það
sem stríðsyfirlýsingu.
„Ef bandarísku heimsvalda-
sinnarnir hefja annað stríð munu
herir og almenningur í Kóreu
þurrka út árásarmenn heimsins
í eitt skipti fyrir öll,“ sagði í yfir-
lýsingu.
Í dag eru 59 ár liðin frá því að
Kóreustríðið braust út. Það stóð í
þrjú ár og endaði með vopnahléi.
Mikil spenna hefur verið milli
Kóreuríkjanna tveggja æ síðan.
Um 28.500 bandarískir her-
menn eru staðsettir í Suður-
Kóreu. - þeb
Yfirvöld í Norður-Kóreu harorð í garð Bandaríkjanna:
Koma af stað nýju Kóreustríði
LEIÐTOGAR KÓREURÍKJA Roh Moo-hyun
og Kim Jong Il, leiðtogar Kóreuríkjanna
tveggja, hittust á fundi árið 2007.
Kim Jong Il og stjórn hans hafa sakað
Bandaríkjamenn um að efna til annars
Kóreustríðs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1 Hvað heitir formaður bæjar-
ráðs í Kópavogi?
2 Hvaða fyrirtæki hefur fengið
leyfi til að rækta erfðabreytt
bygg utandyra?
3 Hvaða fyrrum þjóðarleiðtogi
hefur gefið út geisladiskinn
„Lög fyrir Raísu“?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 46
KÝPUR, AP Fornleifafræðing-
ar hafa fundið vatnsbrunn á
Kýpur sem þeir telja að sé á bil-
inu níu þúsund til tíu þúsund
ára gamall. Við botn brunnsins
var beinagrind af ungri konu,
sem talið er að sé frá svipuðum
tíma.
Ekki er vitað hvernig konan
dó eða hvenær og hvers vegna
beinagrind hennar er á botni
brunnsins. Brunnurinn er því
frá þeim tíma sem byggð hófst
á Kýpur. Hann er einn sá elsti
sem fundist hefur í heiminum
og þykir merki um þróaðra sam-
félag á eyjunni á þessum tíma
en áður var talið. - þeb
Fornleifafræðingar á Kýpur:
Fundu brunn
og beinagrind
SAMGÖNGUR Icelandair fær háa
einkunn í nýrri neytendaskýrslu
AEA, Sambands evóprskra flug-
félaga. Í skýrslunni eru kynntar
niðurstöður í fjórum þjónustu-
flokkum.
Icelandair er í fyrsta sæti í
fullnustu fluga, í öðru sæti í
stundvísi á lengri flugleiðum, í
þriðja sæti í stundvísi á styttri
og meðallöngum leiðum og í
sjötta sæti í skilvísi farangurs.
Könnunin nær til tímabilsins
frá nóvember á síðasta ári til
mars.
„Þetta er mjög ánægjuleg-
ur árangur,“ segir Birkir Hólm
Guðnason, framkvæmdastjóri
Icelandair. „Við vorum heppin í
vetur hvað varðar utanaðkom-
andi þætti sem hafa mikil áhrif,
eins og veður, aðra flugumferð
og bilanir,“ segir hann. - vsp
Icelandair fær góða einkunn:
Í fyrsta sæti í
fullnustu fluga
Álit nefndar um hæfi seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra gert opinbert:
Tveir metnir mjög vel hæfir í stöðuna
Staða seðlabankastjóra
Mjög vel hæfir:
Arnór Sighvatsson
Már Guðmundsson
Vel hæfir:
Yngvi Örn Kristinsson
Tryggvi Pálsson
Þorvaldur Gylfason
Hæfir:
Ásgeir Jónsson
Jóhann Rúnar Björgvinsson
Rannveig Sigurðardóttir
HÆFI UMSÆKJENDA
Staða aðstoðarseðlabankastjóra
Mjög vel hæfir:
Arnór Sighvatsson
Yngvi Örn Kristinsson
Tryggvi Pálsson
Vel hæfir:
Jóhann Rúnar Björgvinsson
Jón Þ. Sigurgeirsson
Rannveig Sigurðardóttir
Hæfir:
Baldur Pétursson
Daníel Svavarsson
Haukur Camillus Benediktsson
Jón G. Jónsson
Lilja Alfreðsdóttir
Lúðvík Elíasson
Tamara Lisa Roesel
Þorsteinn Þorgeirsson
VEISTU SVARIÐ?