Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 30
25. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● blóm í bæ
● ALLS KONAR SÓLBLÓM TIL SÝNIS
Íbúum Hveragerðis voru send sólblómafræ í vor
sem Hveragerðisbær gaf og var þeim tilmælum
beint til íbúa að rækta sólblóm og senda þau svo
í Sólblómakeppni í sumar.
Í dag var sólblómunum skilað í Íþróttahúsið
í Hveragerði þar sem þau verða til sýnis alla
helgina en síðan verða veittar viðurkenningar
á sunnudaginn. „Veittar verða viðurkenningar
fyrir hæsta sólblómið, fallegasta, kræklóttasta,
minnsta og skrítnasta þannig það eru ýmsir
möguleikar á viðurkenningum,“ segir Lilja
Jóna Halldórsdóttir, hjá umhverfisdeild
Hveragerðisbæjar.
Keppnin var hugsuð til að veita bæjarbúum
tækifæri til að taka þátt í hátíðinni og hafa und-
irtektirnar verið mjög góðar og því spennandi
að sjá fjölbreytta flóru sólblóma í íþróttahúsinu.
Það er okkur Hvergerðingum sérstakur heiður að bjóða lands-
mönnum til stórsýningarinnar Blóm í bæ sem haldin verður í
bæjarfélaginu um komandi helgi. Enginn áhugamaður um gróð-
ur, garðyrkju og góða skemmtun ætti að láta þessa sýningu
framhjá sér fara. Hér munu Hvergerðingar í samvinnu við öll
fagfélög græna geirans á Íslandi bjóða landsmönnum til veglegr-
ar veislu. Er þetta í fyrsta sinn sem
haldin er sameiginleg sýning allra
þessara aðila. Þrátt fyrir að um
frumraun hér á landi sé að ræða
eru slíkar sýningar vel þekktar er-
lendis og laða þær ævinlega að mik-
inn mannfjölda.
Áhugi á garðrækt og gróðri
hefur aukist mikið undanfarin ár
enda erum við Íslendingar sífellt
að verða meðvitaðri um þá gleði og
hugarró sem felst í því að rækta
garðinn sinn. Fátt veitir meiri
ánægju en að uppskera að hausti það sem til var sáð að vori og
hlúð að yfir sumarið. Hér á Íslandi er sumarið stutt og því enn
mikilvægara að nýta þessa fáu mánuði vel og njóta náttúrunn-
ar eins vel og hægt er. Hvort sem garðræktin fer fram í kassa á
svölunum, í skólagörðum eða í einkagarði þá er áhuginn sá sami
og metnaðurinn til að ná árangri. Því teljum við að sýning eins
og hér er blásið til sé löngu tímabær.
Afar góð samvinna hefur náðst milli Hveragerðisbæjar, fag-
félaganna og hinna fjölmörgu styrktaraðila, bæði fyrirtækja og
opinberra aðila sem með rausnarlegum hætti koma að sýning-
unni og fyrir það ber að þakka.
Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og metnaðarfull og ættu
gestir ekki að verða sviknir af því að gera sér ferð til Hveragerð-
is um helgina. Stutt og skemmtileg ráðstefna um íslenska garð-
list markar upphaf sýningarinnar föstudaginn 26. júní. Í kjöl-
farið er sýningarsvæðið opnað klukkan 16 og þar með hefst við-
burðarík helgi í blómabænum.
Fyrir hönd íbúa Hveragerðisbæjar vil ég hér með bjóða lands-
mönnum öllum að heimsækja Hveragerði um næstu helgi þar
sem tekið verður vel á móti gestum á sýningu sem ekki á sér for-
dæmi á Íslandi.
Aldís Hafsteinsdóttir
bæjarstjóri
Verið velkomin í
Blómabæinn Hveragerði
Á garðyrkju- og blómasýn-
ingunni Blóm í bæ í Hvera-
gerði um helgina verður
ýmislegt forvitnilegt til sýnis
á risa sölu- og sýningarsvæði.
Afskorin blóm, handverk,
matvæli, garðyrkjuvörur, ljós
og meira til.
„Þetta er gífurlegur fjöldi fyr-
irtækja og einstaklinga sem
mætir til leiks um helgina,“ segir
segir Elfa Dögg Þórðardóttir,
mannvirkja- og umhverfisfulltrúi
Hveragerðisbæjar. „Þarna verður
fólk eins og Kristbjörg Elí Krist-
mundsdóttir með blómadropana
sína, einn elsti grasalæknir lands-
ins, Gerður Benediktsdóttir, verð-
ur líka með vörur sínar, Grasa-
vinafélagið með túnþökur, Húsa-
smiðjan, Blómaval, ljósafyrirtæki,
girðingafyrirtæki, garðsláttuvél-
ar og svo mætti lengi telja.“
Félag íslenskra landslagsarki-
tekta verður einnig á svæðinu en
sýningunni er skipt niður í úti og
innisvæði og sérstök tjöld verða
meðal annars lögð undir þá sem
kynna matvæli og handverk. „Við
höfum reynt að hafa þemað ís-
lenskt þannig að innlendri fram-
leiðslu er gert hátt undir höfði
en annars verður mjög margt
skemmtilegt að sjá, svo sem sex
til átta þúsund afskorin blóm.“
Prodomo er eitt þeirra fyrir-
tækja sem verða með vörur sínar
til sölu, meðal annars ný íslensk
kubbaljós. Hreimur Heimisson
verslunarstjóri segir að þeir hafi
lagt mikið upp úr íslensku fram-
leiðslunni eftir hrun. „Við verðum
með þrjá sýningarpalla og sýnum
ljós sem fara ofan í jörð og pall
sem og frístandandi ljósastaura.
Við látum framleiða ljósin á Ís-
landi og höfum gert það lengi en
við erum að reyna að gera fram-
leiðsluna enn stærri þar sem er-
lendar vörur hafa auðvitað hækk-
að upp úr öllu valdi.“
Innisvæðið er staðsett í íþrótta-
húsinu í Hveragerði en markaðs-
svæðið verður við Skólamörk, þar
sem götunni verður lokað á meðan
á sýningu stendur. Útisvæðið er
svo staðsett í skrúðgarðinum. - jma
Allt frá túnþökum
til blómadropa
Blómadropar Kristbjargar Kristmunds-
dóttur verða kynntir á Blómum í bæ um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Mörg þúsund afskorin blóm verða til sýnis
í Hveragerði um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Ráðstefnan Íslensk garðlist verð-
ur haldin í sal Landbúnaðarhá-
skólans á Reykjum í tengslum við
Blóm í bæ. Ráðstefnan markar
upphaf sýningarinnar en hún hefst
á morgun klukkan 13.
„Okkur langar til að segja
frá því á ráðstefnunni hvað felst
í garðyrkju á Íslandi og garð-
rækt,“ segir Guðríður Helgadótt-
ir, forstöðumaður starfs- og endur-
menntunardeildar Landbúnaðar-
háskóla Íslands. „Við viljum segja
sögu garðræktar og hvernig garð-
ar hafa þróast og breyst í gegnum
tíðina því útlit garða er háð tísku-
sveiflum eins og allt annað í ís-
lensku þjóðlífi.“
Guðríður segir að garðurinn
hafi breyst frá því að vera eitthvað
sem fólk horfði á út um gluggann
eða notaði sér til lífsviðurvær-
is í að vera framlenging á heim-
ilinu. „Garðurinn er að verða eins
og eitt herbergi á heimilinu. Með
ráðstefnunni vildum við vekja fólk
til umhugsunar um hversu miklu
máli garðurinn skiptir okkur.“
- mmf
Saga og þróun garðræktar
13.00–13.10 Setning
13.10–13.35 Saga garðlistar á Íslandi - Samson B. Harðarson
13.35–14.00 Garðurinn hennar ömmu, mömmu, minn
– Ásta Camilla Gylfadóttir
14.00–14.20 Plöntuval í görðum – Guðríður Helgadóttir
14.20–14.40 Efnisval í görðum – Þorkell Gunnarsson,
skrúðgarðyrkjumeistari
14.40–15.00 Kaffihlé
15.00–15.30 Fjölbreyttir garðar á Íslandi – á mörkum hins ótrúlega.
Kristinn H. Þorsteinsson
15.30–16.00 Framtíð garðræktar á Íslandi – Vilhjálmur Lúðvíksson,
formaður GÍ
Blóm í bæ er sýning
helgarinnar í Hveragerði.
Útgefandi: Hveragerðisbær | Heimilisfang: Sunnumörk | Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Elfa Dögg Þórðardóttir | Netfang: elfa@hveragerdi.is | Vefsíða: www.hveragerdi.is
| Sími: 483 4000 | fax. 483 4801| Forsíða: Hveragerðisbær
DAGSKRÁ RÁÐSTEFNU
Guðríður segir að garðurinn hafi þróast
í það að vera framlenging á heimilinu.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
N
O
RD
IC
PH
O
TO
/G
ET
TY