Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
SULTUGERÐ brestur senn á. Það er því ekki seinna
vænna að fara að safna krukkum fyrir haustið. Þvoið og
geymið krukkur í stað þess að henda.
LAUGAVEG 54
SÍMI: 552 5201
20%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
VÖRUM
„Skólinn sem ég stundaði leiklist-
arnámið í stóð við litla, þrönga
listagötu, Tegärdsstræde, en búðin
sem ég keypti kjólinn í, Rodger,
var á horninu á henni og þar var
hægt að kaupa ný og notuð föt,“
segir Ingibjörg og bætir við að hún
hafi haft gaman af því að grúska
inni í þeirri búð því í eðli sínu sé
hún grúskari. „Ég kaupi yfirleitt
fötin mín þar sem ég ramba hrein-
lega inn, pæli ekkert í merkja-
vörum svona almennt séð og veit
sjaldnast hvað búðirnar heita.“
Kjóllinn hefur fylgt Ingibjörgu
æ síðan hún bjó úti í Danmörku en
hún segir hann henta einkar vel að
því leytinu að hún geti notað hann
í mjög fín boð sem og frjálslegri
partí og geti bæði virkað hvers-
dags og fínt. „Það er smá norna-
stemning í honum. Ég er dálítill
groddi sjálf, frekar lítil perlufesta-
týpa, og er því fyrir svolítið gróf
föt. Kjóllinn lýsir því algerlega
mínum karakter.“
Ingibjörg er oft klædd mjög lit-
ríkum fötum og leiðist að vera
svarta týpan þannig að svarti
liturinn segir lítið um restina af
litapallettunni í fataskápnum.
„Í gær var ég í gulum stígvélum
með rauðum blómum á og ég fer
ekki inn í búðir sem eru svartar
og gráar í gegn. Hvítt og svart er
ekki ég. Hins vegar á ég mjög auð-
velt með að nota fötin mín lengi
og svo fremi líkamsþyngdin rokk-
ar ekki og ég kemst í fötin, fer ég
yfirleitt í þau og er alltaf jafn
ánægð með þau.“
juliam@frettabladid.is
Eftirlætiskjóllinn hefur
verið notaður í ellefu ár
Leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir er allajafna litaglöð týpa en svarti kjóllinn sem hún keypti sér þegar
hún var í leiklistarnámi í Danmörku er þó notaður jafnt og þétt, jafnt hversdags sem við fínni tilefni.
Nornakjóllinn hennar Ingibjargar Reynisdóttur leikkonu, sem hún tók ástfóstri við í Danmörku, hentar karakter hennar vel að
eigin sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM