Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 34
 25. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● blóm í bæ Páfuglabekkur, áningarstað- ur, kryddkista, þúfnahopp, farfuglagarður og íverustaður úr rammíslensku efni eru allt tillögur sem valdar voru til verðlauna í smágarðasam- keppni landslagsarkitekta í samvinnu við Hveragerðisbæ. „Garðurinn er nýr valkostur fyrir farfugla sem vilja geta dvalið saman í þéttbýlinu,“ segir Birk- ir Einarsson landslagsarkitekt glaðlega þegar hann er beðinn að lýsa tillögu sinni í smágarða- samkeppninni. Að fuglarnir urðu honum yrkisefni rekur hann til ástandsins í landinu. „Við eigum enga vini og það eina sem er ör- uggt er koma farfuglanna. Þeim er sama hvort hér er kreppa eða ekki, þeir halda alltaf tryggð við okkur.“ Smágarðarnir eru 5X5 metrar að stærð og þeir verða til sýnis í allt sumar. Alls bárust 27 tillögur í samkeppnina. Sex voru valdar til verðlauna og tvær sem áhuga- verðar. „Ég held að minn garður sé sá eini sem ætlast er til að labbað sé í kringum en ekki inn í,“ segir Birk- ir og lýsir honum nánar. „Í garðin- um eru 25 tréstaurar sem standa fjóra metra upp úr grasinu og á hverjum þeirra er fuglahús. Hefði ég haft hálft ár til undirbúnings hefði ég efnt til samkeppni um smíði fuglahúsanna í grunnskól- um landsins en þar sem við höfð- um bara tvær vikur er niðurstað- an sú að fá 25 eins hús frá Bykó og jafnmarga sjálfboðaliða úr vinnu- skólanum í Hveragerði til að mála þau og skreyta. Þannig verða þau að einhverju leyti ólík þó þau séu eins í grunninn. Inn á milli spír- anna verður plantað eins metra birkitrjám. Þar tek ég upp hansk- ann fyrir farfuglana því þeim eru oft boðnar lélegar aðstæður í okkar lágvaxna, íslenska skóg- arkjarri.“ Birkir segir smágarða algengt sýningarform erlendis og orðið það þróað að búið sé að reisa skjólveggi eða gróðurbelti kring- um hvern garð og mynda þannig sterkan ramma. „Hér er frumbýl- ingsbragur á þessu og við þurftum annaðhvort þurft að búa til þann ramma sjálf eða sleppa honum,“ segir hann. Á teikningu af sýningarsvæð- inu hans sést í hálfa Dorrit Mouss- aieff forsetafrú. Þegar Birkir er krafinn skýringa á því svarar hann glaðlega. „Dorrit er nú hálf- gerður farfugl líka og ég vona að hún vilji vera verndari farfugla- garðsins en ég á eftir að spyrja hana að því.“ - gun Valkostur fyrir farfugla „Það eina sem er öruggt er koma farfuglanna. Þeim er saman hvort hér er kreppa eða ekki,“ segir Birkir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Frumleg útfærsla á krydd-og matjurtagarði eftir Björn Axelsson. Þúfnahopp Dagnýjar Bjarnadóttur lands- lagsarkitekts höfðar til leikja barna. Börn á öllum aldri fá tækifæri til að blómstra á Blóm í bæ um helgina en á skólalóð grunnskólans í Hveragerði, sem er ríkulega búin leiktækjum, verð- ur sérstakur barnaheimur. Íþróttafélögin í Hveragerði og fimleikadeildin á Selfossi bjóða upp á andlitsmálningu gegn vægu gjaldi og börnin geta hoppað og skoppað í hoppu- köstulum. Þá sýna Víkingur Kristjánsson og Hall- dóra Rut Bjarnadóttir þrjár barnaleiksýningar á dag bæði á laugardag og sunnudag, auk þess sem Harasystur slá upp laukaballi milli þrjú og fjögur á laugardag. Vitanlega verður mikil áhersla á blóm og plöntur eins og annars staðar í bænum og gefst börnunum kostur á að gróðursetja lítil blóm í potta til að taka með sér heim. - ve Ýmislegt verður um að vera fyrir yngstu kynslóðina. MYND/365 LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Börn á öllum aldri blómstra ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.