Fréttablaðið - 25.06.2009, Page 34
25. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● blóm í bæ
Páfuglabekkur, áningarstað-
ur, kryddkista, þúfnahopp,
farfuglagarður og íverustaður
úr rammíslensku efni eru allt
tillögur sem valdar voru til
verðlauna í smágarðasam-
keppni landslagsarkitekta í
samvinnu við Hveragerðisbæ.
„Garðurinn er nýr valkostur fyrir
farfugla sem vilja geta dvalið
saman í þéttbýlinu,“ segir Birk-
ir Einarsson landslagsarkitekt
glaðlega þegar hann er beðinn
að lýsa tillögu sinni í smágarða-
samkeppninni. Að fuglarnir urðu
honum yrkisefni rekur hann til
ástandsins í landinu. „Við eigum
enga vini og það eina sem er ör-
uggt er koma farfuglanna. Þeim
er sama hvort hér er kreppa eða
ekki, þeir halda alltaf tryggð við
okkur.“
Smágarðarnir eru 5X5 metrar
að stærð og þeir verða til sýnis í
allt sumar. Alls bárust 27 tillögur
í samkeppnina. Sex voru valdar
til verðlauna og tvær sem áhuga-
verðar.
„Ég held að minn garður sé sá
eini sem ætlast er til að labbað sé í
kringum en ekki inn í,“ segir Birk-
ir og lýsir honum nánar. „Í garðin-
um eru 25 tréstaurar sem standa
fjóra metra upp úr grasinu og á
hverjum þeirra er fuglahús. Hefði
ég haft hálft ár til undirbúnings
hefði ég efnt til samkeppni um
smíði fuglahúsanna í grunnskól-
um landsins en þar sem við höfð-
um bara tvær vikur er niðurstað-
an sú að fá 25 eins hús frá Bykó og
jafnmarga sjálfboðaliða úr vinnu-
skólanum í Hveragerði til að mála
þau og skreyta. Þannig verða þau
að einhverju leyti ólík þó þau séu
eins í grunninn. Inn á milli spír-
anna verður plantað eins metra
birkitrjám. Þar tek ég upp hansk-
ann fyrir farfuglana því þeim
eru oft boðnar lélegar aðstæður
í okkar lágvaxna, íslenska skóg-
arkjarri.“
Birkir segir smágarða algengt
sýningarform erlendis og orðið
það þróað að búið sé að reisa
skjólveggi eða gróðurbelti kring-
um hvern garð og mynda þannig
sterkan ramma. „Hér er frumbýl-
ingsbragur á þessu og við þurftum
annaðhvort þurft að búa til þann
ramma sjálf eða sleppa honum,“
segir hann.
Á teikningu af sýningarsvæð-
inu hans sést í hálfa Dorrit Mouss-
aieff forsetafrú. Þegar Birkir er
krafinn skýringa á því svarar
hann glaðlega. „Dorrit er nú hálf-
gerður farfugl líka og ég vona að
hún vilji vera verndari farfugla-
garðsins en ég á eftir að spyrja
hana að því.“ - gun
Valkostur fyrir farfugla
„Það eina sem er öruggt er koma farfuglanna. Þeim er saman hvort hér er kreppa eða ekki,“ segir Birkir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Frumleg útfærsla á krydd-og matjurtagarði eftir Björn Axelsson.
Þúfnahopp Dagnýjar Bjarnadóttur lands-
lagsarkitekts höfðar til leikja barna.
Börn á öllum aldri fá tækifæri til að blómstra á
Blóm í bæ um helgina en á skólalóð grunnskólans í
Hveragerði, sem er ríkulega búin leiktækjum, verð-
ur sérstakur barnaheimur.
Íþróttafélögin í Hveragerði og fimleikadeildin
á Selfossi bjóða upp á andlitsmálningu gegn vægu
gjaldi og börnin geta hoppað og skoppað í hoppu-
köstulum. Þá sýna Víkingur Kristjánsson og Hall-
dóra Rut Bjarnadóttir þrjár barnaleiksýningar á
dag bæði á laugardag og sunnudag, auk þess sem
Harasystur slá upp laukaballi milli þrjú og fjögur á
laugardag.
Vitanlega verður mikil áhersla á blóm og plöntur
eins og annars staðar í bænum og gefst börnunum
kostur á að gróðursetja lítil blóm í potta til að taka
með sér heim. - ve
Ýmislegt verður um að vera fyrir yngstu kynslóðina.
MYND/365 LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Börn á öllum aldri blómstra
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
4
20
40
0
4.
20
08