Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 MÓTAR FYRIR LÍNUM Gegnsæ föt eru vinsæl í sumar enda margir sem vilja láta skína í sólbrúnt hold án þess þó að tjalda öllu til. Gegnsæir kjólar eða skyrtur við hlýraboli og undirpils hitta beint í mark. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viðurkenndar stuðningshlífarí úrvali www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri „Ég keypti þennan kjól á Net-inu fyrir tveimur árum. Þetta er dönsk hönnun sem íslensk stelpa í Danmörku var að selja,“ segir Erla María Markúsdóttikom ýl María, sem finnst skemmtilegast að fara til útlanda í verslunarleið-angra. Erla Ma í „Þetta var samt ekkert planaðhjá þeim Þeir æfð Fataskápurinn allur blár Erla María Markúsdóttir les tískublogg og segir áhuga á tísku hafa myndast snemma þegar hún upp- götvaði bláan lit á fötum og klæddist Fram-galla bræðra sinna heima við. Enn klæðist hún bláu daglega. Erla María segist klæðast þessum danska kjól dags daglega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... FIMMTUDAGUR 23. júlí 2009 — 173. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG FJÖLMIÐLAR Einar Bárðarson athafnamaður undirbýr nú nýja útvarpsstöð sem til stendur að hefji formlega útsendingar 1. sept- ember. Hún hefur hlotið nafnið Kaninn og er staðsett á Kefla- víkurflugvelli. Hlustunarsvæð- ið verður suð- vesturhornið til að byrja með. Að sögn Einars verður hin nýja útvarpsstöð í anda gamla Kanans sem setuliðið bandaríska á Miðnesheiði rak á sínum tíma – en með íslenskum röddum. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Nú hef ég rekið skemmtistaðinn Officeraklúbbinn í hálft ár og þetta liggur vel með þeim rekstri,“ segir Einar og lofar því að í loftinu verði „nöfn“ sem þó er ekki tíma- bært að greina frá hver eru. - jbg/ sjá síðu 34 Einar Bárðarson í útvarpið: Kaninn aftur kominn í loftið EINAR BÁRÐARSON Vildi ekki flytja frá Flúðum Noomi Rapace, stjarna Karla sem hata konur, ræðir um landið, rulluna og fleira. FÓLK 26 TÆKNI Farsímar með innbyggðu GPS hafa verið mjög vinsælir á golfvöllum í sumar en hægt er að hlaða niður forriti með mörgum golfvöllum Íslands í símann. „Á síðunni www.mscore card. com er hægt að hlaða niður for- riti fyrir GPS- farsíma með upplýsingum um golfvelli á Íslandi,“ segir Heiðrún Þráins- dóttir, markaðs- stjóri Tækni- vara, en forritið er ekki ókeypis og kostar tæpa tuttugu dollara þó einnig sé hægt að fá tilrauna- útgáfu. „Síminn reiknar út vegalengd- ina frá kúlu að holunni og heldur utan um skorið þitt og punktana þína.“ -mmf/sjá Farsímar Tækni í golfi: GPS vinsælt á golfvellinum HEIÐRÚN ÞRÁINSDÓTTIR ALÞINGI Stjórnarandstaðan býr sig undir málþóf verði frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave ekki frestað. Einn heimildarmanna blaðsins orðaði það þannig að ein- ingin „hjörl“ yrði úrelt; en hún er notuð yfir langar ræður í stíl Hjör- leifs Guttormssonar. Innan stjórnarmeirihlutans búa menn sig nú undir að frumvarpið verði fellt verði því ekki frestað. Það þurfi hins vegar ekki að fella stjórnina og vilji sé til áfram- haldandi samstarfs. Verði mál- inu frestað sé möguleiki á að þver- pólitísk samstaða náist um það. Utanríkismála- og efnahags- og skattanefnd afgreiddu sín álit í gær. Athygli vekur að þrír vara- menn sátu fund þeirrar síðar- nefndu. Lilja Mósesdóttir, sem kall- aði inn varamann, sagðist hafa gert það frekar en að fella álit meiri- hlutans. Ljóst er að Lilja mun ekki styðja frumvarp í svipuðum dúr og nefndarálitið. Lilja segir að hún hafi verið ósátt við álitið, það hafi gert of mikið úr hættunum af því að fella samning- inn og of lítið úr afleiðingum þess að samþykkja hann. „Ég fékk eitt- hvað af mínum breytingartillögum í gegn en ekki nóg,“ segir Lilja. Fjárlaganefnd fundaði í gær um málið, en óvíst er hvenær það verð- ur afgreitt þaðan. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið í Icesave- samningnum er ákvæði um ríkis- ábyrgð. Þar er kveðið á um að íslenska ríkið ábyrgist „óaftur- kræfilega og skilyrðislaust gagn- vart“ Bretum og Hollendingum að Tryggingarsjóður innstæðueigenda muni standa við Icesave-skuldbind- ingarnar. Fulltrúar Seðlabankans vísuðu í þetta ákvæði sem svar við þeirri spurningu hvort hægt væri að setja bindandi fyrirvara. Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki staðfesta að málþófs væri að vænta. „Við þurfum þó að ræða um málið,“ sagði hann. Hann segist ekki skilja asann í utanríkismála- nefnd, ekkert hafi legið á að klára málið, enda óvíst hvenær fjárlaga- nefnd tekur það fyrir. - kóp Málþóf ef Icesave verður ekki frestað Stjórnarandstaðan undirbýr málþóf verði Icesave-málinu ekki frestað fram á haust. Menn farnir að búa sig undir að frumvarp verði fellt en ríkisstjórnin lifi. ERLA MARÍA MARKÚSDÓTTIR Klæðist bláum fötum við hvert tækifæri • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS OPNUNARHÁTÍÐ Á SMÁRATORGI Á LAUGARDAGINN FARSÍMAR Nýjungar og bættir notkunarmöguleikar Sérblað um farsíma FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Fyrstur á svið í Danmörku Arnar Þór Viðarsson syngur fyrsta opinbera lag Gay Pride-hátíðarinn- ar í Danmörku. TÍMAMÓT 18 LÉTTIR VÍÐAST TIL Í dag verða norðvestan 3-8 m/s. Skúrir með morgninum norðvestan og austan til en víðast bjartviðri á landinu eftir hádegi, síst austast og við Húnaflóa. Hiti 6-16 stig hlýjast SA-lands. VEÐUR 4 6 12 11 1610 Gömul rök og ný „Aðeins með undanbragðalausu uppgjöri við hrunið og alla helztu ábyrgðarmenn þess munu Íslendingar geta endurheimt sjálfsvirðingu sína og samheldni“, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 16 Íslandsmótið í höggleik Bestu kylfingar landsins hefja keppni á Grafarholtsvelli í dag. ÍÞRÓTTIR 30 REY CUP Alþjóðlega knattspyrnuhátíðin Rey Cup var sett kl. 21 í gærkvöldi. Leikið verður á tíu völlum í Laugardal og eru fimm erlend lið meðal þátttakenda. Afturerlding er hins vegar ekki á meðal þeirra fimm liða heldur var greinilega einhver of viljugur að líma stafi á skiltið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.