Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 6
6 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR
EVRÓPUSAMBANDIÐ OG EVRAN
SPARNAÐUR
Í ÞÍNA ÞÁGU
PAPPÍRSLAUS
VIÐSKIPTI
FRÁ 1. ÁGÚST 20
09
Frá og með 1. ágúst nk. verður allur hefðbundinn póstur
frá Byr sendur út rafrænt. Pósturinn er sendur beint í
heimabankann þinn.
Byr mun því ekki lengur senda út eftirfarandi:
• Reikningsyfirlit
• Kreditkortayfirlit
• Greiðsluseðla lána og kreditkorta
Engin breyting verður á útsendum pósti til ófjárráða
einstaklinga. Pappírslaus viðskipti fela í sér bæði einfaldari
og öruggari samskipti. Pósturinn skilar sér alltaf til þín í
heimabankann sem aðeins þú hefur aðgang að.
Hægt er að sækja um pappír og heimabanka Byrs á
www.byr.is, í næsta útibúi Byrs eða með því að hringja í
síma 575 4000.
Viðskiptavinir Byrs
geta sparað sér
þúsundir króna á ári!
Dæmi um sparnað Fjöldi á ári Sparnaður á ári
Yfirlit launareiknings 4 380 kr.
Kreditkortayfirlit og greiðsluseðill* 12 2.100 kr.
Greiðsluseðill lána í íslenskum krónum* 12 5.160 kr.
Greiðsluseðill lána í erlendri mynt* 12 3.600 kr.
Samtals sparnaður á ári: 11.240 kr.
*Miðað er við skuldfærslu og rafrænt yfirlit
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig
gengi evrunnar hefur þróast gagnvart
öðrum gjaldmiðlum frá því að evran
var tekin upp árið 1999.
Athuga ber að myndin sýnir
breytinguna á gengi evrunnar
gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gengi
allra gjaldmiðla er sett jafnt og
einn í upphafi. Ef gengi gjaldmiðils
hækkar þá táknar það styrkingu
evrunnar og ef það lækkar þá er
evran að veikjast. Ef við skoðum
gengi íslensku krónunnar þá má sjá
að fyrstu árin veiktist evran miðað
við krónuna og því fengu Íslendingar
fleiri krónur fyrir hverja evru. Líkt og
sjá má þá snerist sú þróun við og
frá upphafi árs 2006 hefur evran
verið að styrkjast gagnvart íslensku
krónunni. Íslenska krónan er þó ekki
eini gjaldmiðillinn sem veikst hefur í
samanburði við evruna. Af meðfylgj-
andi grafi má sjá að allir gjaldmiðl-
ar eru veikari nú en við upptöku
evrunnar nema japanska jenið. - bþa
Evran gagnvart öðrum gjaldmiðlum
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
1,5
1,0
0,5
íslensk króna
Bandaríkjadalur
norsk króna
japanskt jen
breskt pund
sænsk króna
HEIMILD: SEÐLABANKI EVRÓPU
Hefur niðurskurður hjá lög-
regluembættum landsins verið
of mikill?
JÁ 83,9%
NEI 16,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að hækka bílprófsaldurinn í
átján ár?
Segðu þína skoðun á visir.is
LÖGREGLUMÁL „Þjónusta lögregl-
unnar við borgarana má ekki vera
verri, okkar markmið er að þjón-
ustan skerðist ekki, og ég vona að
það takist,“ segir Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra. Unnið er að til-
lögum um niðurskurð hjá lögreglu-
embættum landsins hjá dómsmála-
ráðuneytinu, en óvíst er hvenær
þær verða kynntar.
Ragna segir að lengi hafi legið
fyrir að tíu prósenta hagræðingar-
krafa sé gerð til allra málaflokka
annarra en menntamála og velferð-
armála. Ekki hafi verið talið æski-
legt að fara í flatan niðurskurð hjá
lögregluembættum landsins, og
því sé nú leitað annarra leiða til að
mæta hagræðingarkröfunni.
Lögreglumenn hafa undanfar-
ið bent á slæmt ástand löggæslu í
landinu. Sú umræða hefur raunar
verið í gangi lengi. Ragna segir að
í dómsmálaráðuneytinu sé fylgst
grannt með þróun mála, en fjár-
veitingar hafi verið ákveðnar og
ekki komi til greina að sækjast
eftir aukafjárveitingu fyrir lög-
regluna.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, segist ítrek-
að hafa varað við frekari niður-
skurði hjá lögreglu. Fjárveitingar-
valdið sé hins vegar hjá Alþingi, og
þegar þaðan berist fyrirmæli um
niðurskurð verði að hlíta því.
Lögregluembætti um allt land
þurfa að skera niður í rekstri á
síðari hluta ársins. Stefán segir að
gerð sé krafa um að skorið verði
niður um 57,1 milljón króna á
höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumenn fullyrða að við-
bragðstími lögreglu sé í mörgum
tilvikum óviðunandi. Stefán seg-
ist ekki hafa tölfræði um það fyrir
framan sig, en verkefnum sé aug-
ljóslega forgangsraðað. Forgangs-
verkefnum sé sinnt fyrst á kostnað
verkefna sem megi bíða. Það skili
sér óhjákvæmilega í því að lengri
tíma taki að leysa úr verkefnum
sem geti beðið.
Stefán hafnar því að fjárskortur
hafi valdið því að ekki hafi verið
til tómir diskar fyrir upptöku-
tæki lögreglu, eins og lögreglu-
menn fullyrða. Lögreglan endur-
nýti gamla diska og handvömm
hafi valdið því að ekki hafi verið
til tómir diskar. Úr því hafi nú
verið bætt.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri segir Reykjavíkur-
borg hafa átt mjög gott samstarf
við löggæsluyfirvöld á liðnum
árum. Ástandið sé þannig að
allir verði að skera niður, en hún
treysti því að lögregla og dóms-
málayfirvöld útfæri slíkan niður-
skurð með hagsmuni borgarbúa í
huga.
brjann@frettabladid.is
Vonar að þjónusta
lögreglu versni ekki
Þrátt fyrir kröfu um hagræðingu segist dómsmálaráðherra vonast til að þjón-
usta lögreglu við borgara skerðist ekki. Lögreglustjóri varar við frekari niður-
skurði. Spara á um 57,1 milljón á höfuðborgarsvæðinu á síðari hluta ársins.
Innbrotum sem skráð hafa verið hjá
lögregluembættum landsins fjölgaði um
78 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins
samanborið við sama tímabil í fyrra.
Alls voru 1.837 innbrot framin á tíma-
bilinu, sem jafngildir því að tíu innbrot
séu framin daglega. Þá hefur þjófnaðar-
tilvikum fjölgað um helming, úr 1.613 í
2.440, á fyrstu sex mánuðum ársins.
Á sama tímabili eru skráð umferðar-
lagabrot hjá lögreglu um tíu prósentum
færri samanborið við sama tímabil í
fyrra. Skráðum hraðakstursbrotum fækk-
ar um 4,6 prósent, akstri gegn rauðu
ljósi um þriðjung og ölvunarakstri um
tæplega 29 prósent.
„Fjölgun brota er auðvitað áhyggju-
efni,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra. Starfsmenn dómsmálaráðu-
neytisins hafa ekki greint hvers vegna
mikil aukning sé í sumum brotaflokkum
en skráðum tilvikum fækki í öðrum. Því
vilji hún ekki tjá sig um hvort þessar
tölur endurspegli áhrif niðurskurðar
undanfarið.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð-
borgarsvæðisins, segir að vissulega sé
hægt að túlka þessar tölur þannig að
almennt eftirlit lögreglu sé minna nú
en áður.
Tölurnar megi þó einnig túlka þannig
að áherslur lögreglu séu ekki endilega
þær að ná sem flestum brotlegum öku-
mönnum. Eðlilegra sé að mæla árangur
lögreglu af umferðareftirliti í til dæmis
slysatölum. - bj
FJÖLGUN BROTA ÁHYGGJUEFNI SEGIR DÓMSMÁLARÁÐHERRA
INNBROT Tíu innbrot eru framin
dag hvern miðað við fjölda
innbrota fyrstu sex mánuði ársins.
Myndin er sviðsett.
NIÐURSKURÐUR Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að skera niður um 57,1 millj-
ón króna á síðari helmingi ársins. Lögreglustjóri segist ítrekað hafa varað við frekari
niðurskurði, en fjárveitingarvaldið sé hjá Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
NÁTTÚRAN Búnaðarsamtök Vest-
urlands óskuðu eftir því nýlega
við öll sveitarfélög landsins að
þau gæfu upp framkvæmd á refa-
og minkaveiði í sveitarfélaginu.
Telja þau að gríðarlega mikil-
vægt sé að samræma veiðarnar á
milli sveitarfélaga.
Samtökin hafa átalið Borgar-
byggð fyrir niðurskurð vegna
þessara mála. Fjárveiting til
Borgarbyggðar kláraðist nýlega
vegna þessara mála og ekki hefur
verið farið að ósk ýmissa landeig-
enda um að eyða refa- og minka-
grenjum. Frestur sveitarfélaga
til að skila inn greinargerð er til
1. september. - vsp
Samtök átelja Borgarbyggð:
Vilja samræma
veiðar á ref
KJÖRKASSINN