Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 26
23. JÚLÍ 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● farsímar
Síminn býður viðskipta-
vinum sínum upp á
ýmsar nýjungar í far-
símaþjónustu. M-síður og
ókeypis tónlist hafa mælst
vel fyrir.
„M-síðurnar hafa mælst mjög
vel fyrir meðal viðskiptavina
okkar og ekki að ástæðulausu þar
sem þær bjóða upp á svo marga
skemmtilega og ólíka mögu-
leika,“ segir Margrét Stefáns-
dóttir, upplýsingafulltrúi Sím-
ans, beðin um að nefna helstu
nýjungar í farsímaþjónustu
sem viðskiptavinum Símans
standa til boða.
„Með þessari þjónustu
geturðu horft á sjónvarp-
ið í gegnum símann, fréttir,
íþróttir og fleira, af RÚV, Stöð
2 og Skjá einum og horft á upptök-
ur frá erlendum sjónvarpsstöðv-
um,“ bendir Margrét á og bætir við
að einnig sé hægt að skoða tölvu-
póstinn, Flickr, uppfæra Facebook-
stöðuna, leita á Google, gera kaup
á eBay og Miða.is og margt fleira.
Þjónustan virki í alla farsíma en
komi best út í 3G-símum.
„Síminn hannaði og þróaði þessa
þjónustu sem var áður ekki að-
gengileg farsímanotendum á Ís-
landi,“ útskýrir hún enn fremur og
segir að allt innan M-síðna Símans
sé viðskiptavinunum algjörlega
að kostnaðarlausu. „En um leið
og farið er út fyrir M-svæðið er
gjaldfærsla hins vegar samkvæmt
gjaldskrá.“
Margrét nefnir aðra vinsæla
nýjung til sögunnar: „Síminn, í
samstarfi við tónlist.is, býður við-
skiptavinum sínum upp á tónlist í
farsímann í sumar. Þetta er þeim
að kostnaðarlausu í fyrsta sinn.
Notendur geta þá hlýtt á innlenda
tónlist án þess að greiða fyrir hana,
að því gefnu að þeir ætli sér ekki að
eignast hana. Þó er greitt fyrir nið-
urhal þegar um erlenda tónlist er
að ræða. Aðeins er hægt að hlusta
á tónlist í 3G-símum.“ Að hennar
sögn hefur þessi þjónusta sleg-
ið rækilega í gegn. „Til marks
um það vorum við með
ákveðinn kvóta
í upphafi,
en vegna
mikill-
ar eftirspurnar
urðum við að stækka hann.“
Þá segir hún símann með fjöl-
breytt úrval leiða í farsímaþjón-
ustu fyrir viðskiptavinina „Við
tökum auðvitað mið af hversu ólík-
ar þarfir hvers og eins geta verið;
með núllinu geta til dæmis skráð-
ir fjölskyldumeðlimir talað saman
innanlands án þess að greiða krónu
fyrir. Við bjóðum þeim sem eru
með frelsi ókeypis símtöl um helg-
ar innan kerfis og svo Netið í sím-
ann á núll krónur til fyrsta sept-
ember.“
Margrét bendir á að viðskipta-
vinir Símans geti snúið sér til þjón-
ustuversins með allar fyrirspurn-
ir en það er haft opið allan sólar-
hringinn. - rve
Tökum mið af ólíkum
þörfum hvers og eins
Margrét Stefánsdóttir segir sífellt fleiri nýta sér þá möguleika sem felast í M-síðum Símans, en þær má nálgast á Netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
M-síðurnar má nálgast á Netinu.
Fyrir þeirra tilstuðlan er hægt
að horfa frítt á sjónvarpið í far-
símanum, leita á Google, eBay
og margt fleira.
Forsvarsmenn Intel og Nokia hafa
lýst því yfir að fyrirtækin ætli í
samstarf. Vitað er að þau hyggj-
ast framleiða farsímatæki (mobile
device) með netaðgangi sem not-
ast við örgjörva frá Intel. Annað
er á huldu.
Samstarfið má rekja til þess að
Intel, sem framleiðir og selur ör-
gjörva í tölvur, hefur ekki tekist
að komast inn á farsímamarkað-
inn. Þá var Nokia, sem hefur notið
velgengni á snjallsímamarkaðn-
um, óviðbúið velgengni iPhone frá
Apple.
Er talið að Nokia og Intel hygg-
ist saxa á það forskot sem sumum
þykir Apple hafa náð með iPhone.
Það þyrfti að gerast á sviði hug-
búnaðar og í því samhengi hefur
mikið verið rætt um að fyrirtæk-
in muni nýta sér opinn hugbúnað
(open source) byggðan á Linux.
Þess má geta að samtvinning
farsíma og PC-tölva er á dagskrá
hjá flestum tölvu- og símafyrir-
tækjum.
Líkast til munu margar slíkar
vörur líta dagsins ljós en gróðinn
er ekki alltaf vís, þar sem markað-
urinn er fallvaltur.
- ng
Intel og Nokia í eina sæng
Forsvarsmenn Intel og Nokia hafa tekið
höndum saman. Er talið að fyrirtækin
hyggist ná forskoti á Apple.