Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. júlí 2009 11 F í t o n / S Í A F I 0 3 0 1 2 3 45 MILLJÓNIR Í ÚTILEGUNA? Lottópotturinn er sexfaldur og stefnir beinustu leið í 45 milljónir. Ekki gefa milljónunum frí. Leyfðu þér smá Lottó! VIÐSKIPTI „Við erum að stefna að því að opna einhvers staðar frá 15. ágúst til 1. september,“ segir Jón Gerald Sullenberger athafnamað- ur spurður hvenær hann hyggist opna nýja lágvöru- verðsverslun sína Smart- kaup. Sem stendur er hann staddur á Flórída að skipu- leggja verslunina sem verður til húsa á Dalvegi 10-14, þar sem InnX er sem stendur. Jón segir verslunina verða ágætis mótvægi við þær sem fyrir eru en eigendur þeirra eru „búnir að setja þjóðina á hliðina og halda enn lífi í sínum búðum“. Nokkur vinna er fram undan til þess að hægt sé að opna verslunina, að sögn Jóns. Skipta þarf um hurðir og breyta versluninni að innan. Búið er að auglýsa eftir verslunarstjóra og fjármála- stjóra en enn á eftir að auglýsa eftir almennu starfsfólki, afgreiðslufólki og lagerstarfsmönn- um. Jón Gerald segir marga hafa sótt um stöð- ur verslunar- og fjármálastjóra. „Það er alveg „non-stop“,“ segir Jón. Stór auglýsingaborði á húsinu, sem sést þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni í átt að Garða- bæ, hefur vakið athygli en á honum stendur stórum stöfum: „Hér opnar ný lágvöruverðs- verslun.“ Fyrir neðan stendur: „Spörum og njót- um lífsins – Jón Gerald Sullenberger“. - vsp Jón Gerald Sullenberger stofnar lágvöruverðsverslunina Smartkaup: Stefna að því að opna fyrir september JÓN GERALD SUL- LENBERGER SPÖRUM OG NJÓTUM LÍFSINS Hér opnar nýja lágvöru- verðsverslunin Smartkaup sem Jón Gerald Sullenberger stendur fyrir. „Spörum og njótum lífsins.“ KÍNA Kínverskt rútufyrirtæki hefur tekið í notkun sérstaka neyðarmúrsteina sem farþegum er ætlað að nota til að brjóta sér leið út í neyðartilvikum. Múrsteinarnir leysa hamra sem flestir rútufarþegar kannast við af hólmi. Talsmaður Harbin- rútufyrirtækisins segir farþega hafa verið sólgna í hamrana, og þeim því reglulega stolið úr rút- unum, að því er fram kemur á vefnum Transport News. Múrsteinarnir eru málaðir gulir, og á þá er skrifað „fyrir neyðartilvik“. Einn er geymdur undir sæti bílstjórans og annar undir aftasta sætinu. - bj Neyðarmúrsteinar í strætó: Í neyð, hendið múrsteininum SAMKEPPNI Iceland Express undir- býr nú málshöfðun á hendur Ice- landair vegna Netsmella-tilboða Icelandair. Dómkveðja á mats- menn af héraðsdómi í dag til að meta meint tjón Iceland Express vegna þessa. Í kjölfarið verð- ur svo ákveðið hvort mál verði höfðað. Málið má rekja til ársins 2003 þegar Iceland Express kvartaði til samkeppnisyfirvalda vegna Netsmellanna. Komist var að þeirri niðurstöðu að tilboð Ice- landair hafi falið í sér skaðlega undirverðlagningu. Árið 2004 hóf Icelandair að bjóða svipuð tilboð aftur og komist var að þeirri nið- urstöðu árið 2007 að fyrirtækið væri að misnota markaðsráðandi stöðu sína. - vsp Iceland Express höfðar mál: Mál vegna eldri brota Icelandair ICELANDAIR Samkeppnisyfirvöld töldu Icelandair vera að misnota markaðsráð- andi stöðu sína með netsmellum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Uppsalasafn frestast Opnun safns á bæ Gísla á Uppsölum í Selárdal hefur verið frestað. Stefnt hafði verið að því að opna safnið í sumar. Tilkynnt verður síðar hvenær safnið verður opnað. Það er Upp- salafélagið, með þá Árna Johnsen og Ómar Ragnarsson fremsta í flokki, sem sér um gerð safnsins. VESTFIRÐIR VIÐSKIPTI Hagnaður Apple jókst um fimmtán prósent á síðasta ársfjórðungi samkvæmt upp- gjöri fyrirtækisins sem kynnt var á þriðjudag. Hagnaður Apple var nokkuð meiri en greinendur höfðu gert ráð fyrir og hækkuðu hlutabréf fyrirtækisins um 4,5 prósent strax í kjölfarið. Helstu ástæður góðs árangurs er mikil sala á iPhone-símanum. Alls hafa selst 5,3 milljónir síma. Þá jókst sala á tölvum fyrirtækis- ins þrátt fyrir að eftirspurn eftir tölvum almennt sé á niðurleið í heiminum. Eini veiki punkturinn í uppgjörinu er minni sala á Ipod- spilurum. - bþa Hafa selt 5,2 milljónir iPhone: Gott uppgjör hjá Apple FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.