Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 46
34 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. fjármunir, 6. úr hófi, 8. blaður, 9. ot, 11. hljóta, 12. titill, 14. fótmál, 16. upphrópun, 17. frjó, 18. auð, 20. hreyfing, 21. svari. LÓÐRÉTT 1. tind, 3. org, 4. freðmýri, 5. forsögn, 7. fyrirhyggja, 10. tæfa, 13. hluti verkfæris, 15. ala, 16. pota, 19. sjúk- dómur. LAUSN LÁRÉTT: 2. góss, 6. of, 8. píp, 9. pot, 11. fá, 12. príor, 14. skref, 16. oj, 17. fræ, 18. tóm, 20. ið, 21. ansi. LÓÐRÉTT: 1. topp, 3. óp, 4. sífreri, 5. spá, 7. forsjón, 10. tík, 13. orf, 15. fæða, 16. ota, 19. ms. Forvitnileg frétt var í Mogga í gær um nýja plötu frá Sverri Stormsker en meðal þeirra sem koma við sögu eru þeir Pétur Kristjáns- son og Rúnar Júlíusson sem báðir eru fallnir frá. Helstu samstarfsmenn Sverris við gerð plötunnar eru svo Idolstjörnurnar Snorri Snorrason og Kalli Bjarni. Annar sem syngur á plötu Sverris Stormskers er Stefán Hilmarsson sem er athyglisvert í ljósi heiftarlegrar ritdeilu sem þeir áttu í fyrir um ári þar sem ásakanir flugu í grein- unum „Hver kom Stormsker á framfæri?“, „Bitur bögusmiður á skítadreifara“ og „Ambögusmiður í afneitun“. Sverrir líkti rödd Stefáns við Mikka mús og vildi að Stefán lærði bragfræði svo textagerðin væri ekki sem eftir hrímaðan fimm ára gamlan fæðingarhálfvita. Stefán sagði hroðvirkni alla tíð hafa einkennt verk Sverris. Það að Stefán Hilmarsson muni syngja á plötu Sverris verkast þó ekki þannig að Stefán mæti í stúdíóið til síns forna fjanda. Sjálfur mun Stefán, sem varð forviða við að heyra að hann ætti framlag á nýrri plötu Sverris, telja að þarna sé um að ræða hljóðupptökur þegar Sverrir tók upp lag sem hann gerði sjálfum sér til stuðnings þegar bústaður brann ofan af honum fyrir um fimm árum. Þá hóaði Sverrir í hina og þessa; Rúnar, Stefán og fleiri sungu „Hjálpum þeim“-lag en ágóð- inn rann til Sverris sjálfs. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Við sórum þess dýran eið, þegar bandið hætti og við 19 ára gamlir, að ef einhvern tíma yrði um „come- back“ að ræða yrði það ekki fyrr en við værum fertugir, digrir og sköllóttir, frekar daprir að sjá að rifja upp liðna tíma. Og viti menn! Það erum við nú og aldrei betri. Enda vorum við frekar lélegir,“ segir Björn Gunnlaugsson með- limur í hinni fornfrægu hljómsveit Mosi frændi. Mosi frændi er hljómsveit sem sló rækilega í gegn árið 1988 með laginu Katla kalda. Ekkert lag átti meiri vinsældum að fagna það árið nema ef vera skyldi Deus með Sykurmolunum. Mosi frændi er það sem heitir „one hit wonder“ því hljómsveitin hætti fljótlega eftir að hún sló í gegn en hún var skipuð sex nemendum við MH. Nú stendur til að koma saman rúmum tuttugu árum síðar á Grand Rokki 13. ágúst næstkomandi. Og stór- stjörnur heiðra Mosa frænda með nærveru sinni: Þorsteinn Joð fjöl- miðlastjarna kemur fram sem og þeir Felix Bergsson og Páll Óskar. „Pakkað stjörnum,“ segir Björn. Þorsteinn Joð tengist hljóm- sveitinni sterkum böndum og kom að málum þegar Katla kalda varð til. Hann var þáttagerðarmaður á Bylgjunni og blaðamaður á DV á þeim tíma. „Hann kom á tónleika með okkur, heillaðist mjög og sló okkur upp með heilsíðugrein um þetta stórmerka fyrirbæri sem Mosi frændi er; lærða úttekt og bókmenntalega greiningu á text- um. Svo varðandi tilurð þessa lags þá var hann í útvarpsþættinum að fjalla um það hvað dægurlaga- textagerð væri á lágu plani, sem hún var 1988, og fékk hlustend- ur til að semja með sér týpískan klisjupopptexta í beinni. Ég heyrði þetta, var að hlusta á þáttinn hans, tók upp símann, kynnti mig sem Bjössa í Mosa frænda og bauðst til að semja lag við sem hann tók fagnandi. Við komum svo í þátt- inn og spiluðum lagið. Það vakti mikla athygli og Páll Þorsteinsson [þá útvarpsstjóri Bylgjunnar] rétti okkur óútfylltan tékka, við fórum í stúdíó og gáfum þetta út á plötu. „Success“ saga sumarsins,“ segir Björn og lýgur engu um að varla mátti opna fyrir útvarpið þetta sumarið án þess að heyra þetta lag. Björn þvertekur ekki fyrir að í upphafi hafi laginu verið smyglað inn á vinsældalista en svo varð ekki aftur snúið. „Það byrjaði í fertugasta sæti en var viku síðar komið í 18. sæti og var á lista allt sumarið.“ Þegar hljómsveitin hætti héldu meðlimirnir hver í sína áttina. Og enginn þeirra hefur skráð nafn sitt feitu letri í poppsöguna. Á endur- komutónleikunum eru uppruna- legu félagarnir utan einn sem er bundinn við starf sitt sem háskóla- prófessor í Kanada. jakob@frettabladid.is BJÖRN GUNNLAUGSSON: KATLA KALDA RIFJUÐ UPP Á GRAND ROKKI Grár Mosi frændi gólar TUTTUGU ÁRUM SÍÐAR Katla kalda, lag Mosa frænda og Þorsteins Joð, átti skuggalegum vinsældum að fagna árið 1988. Hér eru þrír af fimm meðlimum sveitarinnar sem ætla að rifja upp gamla takta á Grand Rokki um miðjan næsta mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ef ég fer ekki á æfingu í morg- unsárið, þar sem próteinsjeik væri þá morgunmatur eftir æfingu, þá reyni ég yfirleitt að fá mér hafragraut með rúsínum, kanil og sojamjólk. Hann endist hrikalega vel. Kaffibolli myndi mjög líklega fylgja fast á eftir.“ Hrund Ósk Árnadóttir söngkona. „Ég rak útvarp á Selfossi á sínum tíma. Jólaútvarp. En ég veit ekki hvort það telst með. Sennilega ekki. En ég er með fólk með mér sem kann betur á þetta,“ segir sjálfur Einar Bárðarson athafna- maður. Hann er að fara að hleypa af stokkunum nýrri útvarps- stöð sem heitir Kaninn – stað- sett á Keflavíkurflugvelli, svæði sem fengið hefur nafnið Ásbrú. Hlustunarsvæðið verður suð- vesturhornið til að byrja með en Einar hefur komið höndum yfir tvö þúsund watta sendi. Kaninn vísar að sjálfsögðu til forverans, útvarps sem bandaríska setulið- ið rak og hafði svo mikil áhrif á poppsöguna íslensku. Að sögn Einars verður hin nýja útvarps- stöð í anda gamla Kanans en með íslenskum röddum. Þá standa yfir samningavið- ræður við Ríkisútvarpið um útsendingar á helstu fréttatímum og segir Einar sér mikinn heiður sýndan með því trausti, finnist flötur á því. „Það er gaman að prófa eitthvað ný t t . Nú hef ég rekið skemmti- staðinn Officera- klúbbinn í hálft ár og þetta liggur vel með þeim rekstri. Og ýmsar hugmyndir uppi um hvern- ig má skírskota til þess,“ segir Einar. Farið verður af stað með tilraunasend- ingar um miðjan ágúst en formleg dagskrá hefst 1. september. Tíðnisvið- ið og hverjir koma að málum, til dæmis dagskrárgerðarfólk, verð- ur kynnt eftir verslunarmanna- helgi. Einar er ófáanlegur til að gefa upp nöfn, segir þau stór en ekki sé hægt að gefa þau upp að svo stöddu. Þar er um að ræða fólk sem er í vinnu annars staðar sem stendur. Einar einn á stöðina, eng- inn annar kemur að fjármögnun. „Hver í ósköpunum ætti það svo sem að vera? Eru ekki allir í jafn miklu tjóni?“ hlær Einar ískr- andi hlátri. Og segir að með nýrri tækni sé nú ódýrara áður að koma upp einu stykki útvarpsstöð. „En þetta kostar,“ segir hann spurður hvað hann þurfi að punga út miklu fé til að koma heilum fjölmiðli á fót. - jbg Einar Bárðarson stofnar útvarpsstöð EINAR BÁRÐARSON Undirbýr nú stofnun nýrrar útvarpsstöðvar - Kanans, sem verður alfarið í eigu hans og staðsett á Keflavík- urflugvelli . Tónlistartvíeykið Riceboy Sleeps, Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi, og Alex Somers birtu nýlega matreiðsluþátt á heimasíð- unni, jonsiandalex.com. „Við erum alltaf eitthvað að grufla í mat og stanslaust að gera eitthvað. Okkur fannst það bara svolítið fyndið að gera þátt,“ segir Jónsi. Í þættinum kenna þeir áhorfendum að búa til „Macadamia Monster Mash“, mauk úr makadamíuhnetum, parsley, sítr- ónusafa, hvítlauk og vatni, með salti eftir smekk. Maukið er svo sett í tómata og chilipipar. Uppskriftin er tekin úr mat- reiðslubók þeirra félaga, The Good Heart, sem nú er birt á Net- inu á sömu síðu. Bókin var upp- haflega búin til í fimmtíu eintök- um sem jólagjöf handa vinum og vandamönnum árið 2007. Þar má finna uppskriftir að Góðan daginn, „super smoothie“, kókos- og karrí- rétt, „Regnboga“-núðlu- misosúpu og rjómaðri spínatídýfu svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru nokkrar eftirréttar- uppskriftir í bókinni, svo sem val- hnetu- og súkkulaðifudge, epla- og jarðarberjabökur og „besta súkku- laðimjólkin“. Áhugasamir geta hlað- ið niður bókinni í pdf-sniði. Þeir Alex eru miklir áhugamenn um mat. „Við erum „certified raw- food chefs“ (gjaldgengir hrámatar- kokkar), við erum með skírteini upp á það og allt. Við fórum á námskeið þegar við vorum á Havaí.“ Verða þá fleiri þættir? „Já, það eru fleiri á leiðinni. Við erum búnir að taka fjóra stutta búta núna. Það er bara gaman að hafa eitthvað annað en tónlist.“ - kbs Jónsi og Alex með kokkaþátt MARGT TIL LISTA LAGT Alex og Jónsi hafa sýnt landsmönnum gáfur sínar í tónlist og myndlist en nú bætist matargerðar- listin við. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Tólf. 2 Árið 1990. 3 Ómar Ragnarsson og Einar Vilhjálmsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.