Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 36
24 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR Nígeríski trommarinn Tony Allen á að baki langan og litríkan feril meðal annars sem lykilmaður í hljómsveit Fela Kuti og sem meðlimur í The Good The Bad and the Queen við hlið Damons Albarn. Hann var að senda frá sér nýja plötu, Secret Agent. Trausti Júlíusson tékkaði á Tony. „Án Tony Allen væri ekki til neitt afrobeat,“ sagði Fela Kuti um trommuleikarann sem spilaði með honum á öllum hans helstu plötum frá 1964 til 1980. Tony hefur víða komið við í tónlistinni síðan hann kvaddi Fela, en á nýju plötunni hans Secret Agent, sem kom út fyrir nokkrum vikum, heldur hann sig við afrobeat-ið. Lærði af Roach og Art Blakey Tony Allen fæddist í Lagos árið 1940. Hann lærði á trommur með því að hlusta á plötur bandarískra djasstrommara á borð við Art Blakey og Max Roach. Hann hóf ferilinn snemma á sjöunda ára- tugnum með því að spila djass og highlife meðal annars með hljóm- sveitunum Cool Cats og The Nig- eria Messengers. Foreldrar Tonys voru mótfallnir því að hann færi út í tónlistina, enda voru tónlistar- menn yfirleitt flokkaðir sem „betl- arar eða eitthvað enn verra“ í Lagos á þessum tíma að sögn Tonys. Árið 1964 var Fela Kuti að leita sér að trommuleikara og var búinn að prófa marga sem ekki stóðust væntingar hans þegar einhver mælti með Tony. Þeir byrjuðu á að spila djass í Fela Ransom Kuti Jazz Quartet, en stofnuðu Koola Lobit- os árið 1965 og fóru þá að blanda djassinum við highlife. Upp úr þeirri blöndu þróaðist afrobeatið, en eftir að þeir fóru til Bandaríkj- anna árið 1969 urðu áhrif fönk og soul-tónlistar áberandi í afrobeat- inu. Besti trommari allra tíma? Brian Eno sagði einhvern tímann um Tony Allen að hann væri „lík- lega besti trommuleikari sögunn- ar“. Um það má auðvitað deila, en trommuleikur Tonys var lykilat- riði í því að móta afrobeat-ið og hann hafði mikil áhrif á marga trommuleikara sem á eftir komu. Mikilvægust voru flókin bassa- trommumynstur sem voru nýjung hjá Tony. Þegar James Brown spil- aði í Lagos árið 1970 var útsetjar- inn hans látinn fylgjast sérstak- lega með trommuleik Tony Allen. Tony spilaði inn á flestar lykilplöt- ur Fela Kuti, en leiðir þeirra skildu árið 1980. Tony gerði sjálfur fjórar frábærar plötur á áttunda áratugn- um með hljómsveit Fela, Afrika 70. Jealousy kom út 1975, Prog- ress 1977, No Accommodation For Lagos 1978 og No Discrimin ation 1979. Plötuútgáfan Vampisoul end- urútgaf þær saman á tvöföldum geisladiski nýlega undir nafninu Afro Disco Beat. Tilbrigði við sígilt afrobeat Á níunda áratugnum flutti Tony Allen til Parísar þar sem hann býr enn. Hann hefur haldið áfram að gefa út plötur undir eigin nafni, en líka leikið með fjölmörgum tónlist- armönnum, m.a. Manu Dibango, Grace Jones, Groove Armada, Air og Charlotte Gainsbourg. Hann var stofnmeðlimur í The Good The Bad and The Queen ásamt Damon Albarn, Paul Simenon og Simon Tong og spilaði inn á samnefnda plötu sveitarinnar 2007. Hann heldur úti Africa Express ásamt Damon, en það er samstarfsverk- efni afrískra og evrópskra tónlist- armanna. Tony Allen stjórnaði sjálfur upp- tökum á Secret Agent sem er ell- efta platan hans og sú fyrsta sem hann gerir fyrir World Circuit útgáfuna. Með honum leika meðlimir úr tónleikabandinu hans. Um söng- inn sjá nokkrir nígerískir söngv- arar og söngkonur, en Tony sjálf- ur syngur tvö lög, Secret Agent og Elewon Po. Textarnir eru sumir í pólitískari kantinum, eins og venj- an var hjá Fela Kuti. Tónlistin er í grunninn sígilt afrobeat, en þó með smá tilbrigðum, hljómborðs leikar- inn Fixi spilar t.d. á harmóníku í nokkrum lögum. Secret Agent er flott plata sem hægt er að mæla með við alla afrobeat- og fönkað- dáendur. tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Gogoyoko-tónlistarvefurinn var opnaður fyrir skömmu. Hann er í senn söluvefur fyrir tónlistarmenn og útgefendur og samfélag tónlist- aráhugamanna. Söluvefurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á að koma tónlist í sölu. Þeir ráða sjálfir söluverðinu á lögunum og plötun- um sem þeir bjóða og allur ágóði rennur til þeirra. Að auki fá tónlistarmenn 40 prósent af auglýsingatekjum vefsins og er sá hluti greiddur út miðað við fjölda spilaðra laga, en á Gogoyoko er bæði hægt að hala niður tónlist gegn greiðslu og hlusta á hana án greiðslu með þar til gerðum spilara. Hluti af auglýsingatekjum rennur til góðgerðarmála og tónlistarmenn geta látið 10 prósent af sínum tekj- um í góð málefni líka. Það eru mörg vefsvæði að selja tónlist, en hjá Gogoyoko hafa tónlist- armennirnir sjálfir meiri stjórn á sölunni og fá hærri hlut af tekjunum heldur en áður hefur þekkst. Bæði þessi atriði eru mjög mikilvæg. Að auki er þetta samfélag fyrir tónlistaráhugamenn. Það er hægt að safna vinum og setja inn statusa eins og á Facebook og Twitter og það sem er mikilvægara: Á Gogoyoko er hægt að hlusta á mikið af tónlist og uppgötva nýja hluti. Það er gaman að hanga þar. Gogoyoko er glænýr vefur. Hann á eftir að verða skilvirkari og öfl- ugri með tímanum. Möguleikarnir eru miklir. Það er líklegt að vægi plötufyrirtækja fari minnkandi í framtíðinni. Gogoyoko svarar því kalli. Vefurinn hefur líka meira aðdráttarafl heldur en vefir sem eru eingöngu söluvefir. Ef hann nær fótfestu utan Íslands sem er klárlega markmiðið (vefurinn er á ensku og verðið í evrum) þá verður hann mjög öflugur markaðs- og kynningar- vettvangur fyrir íslenska tónlist erlendis. Það er því mikið í húfi að vel takist til. Það vakti athygli mína og gleði að á Gogoyoko er hægt að nálgast þrenna áður óútgefna tónleika með Megasi og Senuþjófunum. Eitt af því sem styrkir vefsölu er að bjóða upp á efni sem ekki er fáanlegt annars staðar, t.d. tónleikaupptökur. Gogoyoko mætti hafa það í huga. Miklir möguleikar MEGAS Þrennir áður óútgefnir tónleikar með Megasi eru á meðal þess efnis sem hægt er að nálgast á Gogoyoko-vefsvæðinu. EINN SVALASTI TROMMARI SÖGUNNAR Tony Allen stjórnaði sjálfur upptökum á Secret Agent sem er hans ellefta sólóplata. Svalur bak við trommusettið > Plata vikunnar Hermigervill - Hermigervill leikur vinsæl íslenzk lög ★★★ „Hljóðgervlaútgáfur af íslenskum smellum, sumar vel heppnaðar.“ TJ > Í SPILARANUM Björk - Voltaic Micachu - Jewellery Ruxpin - Where Do We Float From Here? We Were Promised Jetpacks - These Four Walls The Fiery Furnaces - I’m Going Away BJÖRK THE FIERY FURNACES Auglýst verður eftir upphitunarhljómsveit- um til að ferðast með íslenskum listamönn- un til Þýskalands á vegum Útflutnings- skrifstofu Íslands og Iceland Express. Sjö tónleikaferðir verða skipulagðar veturinn 2009 til 2010 og kallast tónleikarnir Norðrið. Kira Kira ríður á vaðið í september og síðan fylgir Gus Gus í október. Norðrið er verkefni sem hófst í mars og hefur að leiðarljósi að koma á framfæri íslenskri tónlist í Þýskalandi. Í þessari seinni atlögu hefur verið leitað til hljóm- sveita sem nú þegar hafa bókunarskrifstof- ur þar í landi. Tónleikastaðurinn Sódóma stendur fyrir tónleikum sem tengjast verkefninu í Reykja- vík. Þá verður Norðrið þema fyrstu helgina í september þegar von er á átta blaðamönnum frá Þýskalandi vegna þessa. Fyrsti liður íslenska Norðursins hefst í kvöld með tónleikum For a Minor Reflection, Rökkuró og Agent Fresco, en For a Minor Reflection tók þátt í Norðrinu í Þýskalandi í júní. Tónleikarnir hefjast klukkan níu og kostar 500 krónur inn. Norðrið á Sódómu ÍSLANDSANGINN For a Minor Reflection spilar á Norðrið-tónleikum á Sódómu. „Þetta er náttúrlega súpergrúppa. Safn úr Sykurmolunum, Utan- garðsmönnum og Brimkló. Það hét í gamla daga súpergrúppa,“ segir Þór Eldon, gítarleikari í hljóm- sveitinni Sigurlaug. Athyglisverð skipan tónlistar- manna er í Sigurlaugu sem skáld- konan Didda fer fyrir. Þór Eldon, Danny Pollock, Haraldur Þor- steinsson og Þórdís Claessen. Þetta lið vinnur nú að plötu sem vænta má að komi út í haust. Þegar rýnt er í liðskipanina má sjá að hún er að uppistöðu fólk sem var áberandi á pönktímanum. „Nei, það er ekk- ert slökknað í pönkglæðunum. En þetta er tímalaus tónlist sem við erum að vinna með,“ segir Þór – en Sigurlaug spilar blús, gamla stand- arda sem prjónað er við og samdir við íslenskir textar. Stór partur af blúsnum hafa verið löng og trega- blandin gítarsóló en ein af yfirlýs- ingum pönkaranna var að gefa skít fyrir gítarsóló. „Það er rétt. En þau eru frekar stutt hjá okkur þótt við séum tveir gítarleikararnir. Og við köllum þau ekki sóló. Ekkert lag hjá okkur er lengt um mínútu til að koma sólóum að. En við snörum að sjálfsögðu fram riffum þegar svo ber undir. Enda byggir hinn upp- runalegi blús ekki á sólóum heldur tregafullum sögum við undirleik. Við erum undirleikarar og Didda sér um sólóin,“ segir Þór sem legg- ur áherslu á að lögin séu flutt af ást og virðingu fyrir tónlistinni. Eins og þeir geta heyrt sem mæta á Rósenberg í kvöld. - jbg Súpergrúppa vinnur að plötu DANNI, DIDDA OG ÞÓR Í SIGURLAUGU Gömlu pönkararnir spila blús án gítar- sólóa eins og þeir geta heyrt sem fara á Rósenberg í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HARRY POTTERLEIKURINN ERKOMINN! 9. HVERVINNUR! Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með þátttöku ertu kominn í SMS klúbb. SENDU SMS EST HARRY Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR NÝIR OG GAMLIR HARRY POTTER LEIKIR AÐRIR TÖLVULEIKIR · BÍÓMIÐAR Á HARRY POTTER FULLT AF GOSI OG ÖÐRUM AUKAVINNINGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.