Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 24
23. JÚLÍ 2009 FIMMTUDAGUR4
Viðbótarveruleiki, sem nefnist á
frummálinu augmented reality, er
ný tækni sem verið er að hanna fyrir
farsíma um þessar mundir.
GPS-staðsetningartæki og áttaviti
er innbyggt í farsímann sem hleður
niður alls kyns upplýsingum um það
sem ber fyrir linsuaugað. Með því að
beina símanum að tilteknum bygg-
ingum birtast þannig á skjánum upp-
lýsingar um veitingastaði, staðsetn-
ingu hraðbanka og jafnvel hvort þar
sé atvinnu að finna.
Tæknin er ekki fullþróuð en til-
raunaútgáfa hefur verið tekin í
Amsterdam í Hollandi. Meðal annars
geta þeir sem eiga síma sem keyra
á svokölluðu Androidstýrikerfi nýtt
sér þjónustuna ásamt því að nýta
forritið Layar frá Google. Stefnt er
að því að setja viðbótarveruleika á
markað í Bandaríkjunum, Þýska-
landi og Bretlandi innan árs. - ng
Þjónustan birtir upplýsingar um allt það helsta sem er í sjónmáli; hvar veitingastaði
og hraðbanka er að finna eða hvort atvinna sé í boði í nágrenni við notandann.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Sér í gegnum holt og hæðir
Snertiskjár, GPS-tækni, öflug
myndavél og tónlistarspilarar.
Allt rúmast þetta í einum og
sama símanum frá Nokia eins
og Þorsteinn Þorsteinsson hjá
Hátækni kann að lýsa.
„Fyrir nokkrum árum fórstu út
að hlaupa og þú varst með síma í
öðrum vasanum og mp3-spilara í
hinum. Þú skráðir hlaupið og því
varstu með GPS-tæki á handleggn-
um og jafnvel með myndavél í
fórum þínum ef þú skyldir rekast
á eitthvað athyglisvert. Ég og fleiri
erum með þetta allt í sama tæk-
inu,“ segir Þorsteinn. „Og ekki má
gleyma Facebook,“ bætir hann við.
Þorsteinn er staddur niðri á
Austur velli í síðdegissól þegar í
hann næst − að sjálfsögðu í síma.
„Hér eru örugglega um 800 manns
og ég er viss um að hluti af þeim
fjölda er einmitt á Facebook núna að
senda: „Sit niðri á Austurvelli með
einn kaldan,“ og vinirnir flykkjast
á staðinn,“ segir hann glaðlega. Svo
fer hann rólega yfir helstu nýjung-
ar í Nokiasímunum.
„Snertiskjáirnir eru að verða
æ algengari. Þeir flýta fyrir og
eru flottari en takkarnir. Tæknin
snýst jú líka um að upplifunin sé
skemmtileg. Nokia er líka komið
með GPS-staðsetningar- og leið-
sögukerfi í marga af sínum símum.
Nokia keypti Navteq, eitt stærsta
kortagrunnafyrirtæki í heiminum
á síðasta ári og kort af Íslandi er
að koma núna í september. Þeir sem
eru með hugbúnaðinn Nokia Maps í
símanum sínum geta bara hlaðið því
inn frítt. Það er stóri punkturinn að
þetta er allt ókeypis. Einn af kost-
unum við að vera með GPS í síman-
um er að þegar teknar eru myndir
á símann þá skráir hann sjálfkrafa
nákvæmlega á hvaða punkti hún er
tekin. Þannig að þegar myndirnar
eru skoðaðar er hægt að biðja um
þær upplýsingar og þá kemur upp
kort.“
Talandi um myndavélar upplýs-
ir Þorsteinn líka að myndavélarn-
ar í símunum séu alltaf að verða
öflugri. „Símamyndavélarnar eru
í raun að leysa þessar litlu vasavél-
ar af hólmi,“ tekur hann fram. „Þær
eru fáanlegar með 5-8 mega pixlum
þannig að það er stórt skref frá því
sem var. Sömuleiðis eru símarnir
að leysa af hólmi iPod því tónlistar-
spilarar í þeim eru það góðir. Minn-
ið er tengt því hversu stórt kortið
er en það getur verið allt upp í 32
gígabæt.“
Hátækni selur einnig síma af
gerðinni HTC. Þorsteinn segir þá
hingað til einkum hafa verið notaða
í fyrirtækjum en það sé að breytast
og telur Jón Jónsson farinn að þurfa
þeirra með. „HTC keyrir á Wind-
ows stýrikerfi, rétt eins og PC-tölv-
an. Því er hægt að samstilla tölv-
una og símann og vera með sömu
upplýsingar á báðum stöðum,“ segir
Þorsteinn og tekur dæmi: „Ef ég
skrái hjá mér nafnið þitt og síma-
númer í símann minn þá er það
komið eftir tvær sekúndur í tölv-
una mína og ef ég skrái það í tölv-
una þá er það komið eftir tvær sek-
úndur í símann, án þess að ég geri
nokkurn skapaðan hlut. Ég er með
öll tölvupósthólfin mín í einum og
sama símanum. Líka tíu gígabæti
af tónlist sem tekur svona fjórtán
daga að spila, góða vídeómyndavél,
útvarp og átta bíómyndir.“ - gun
Allt á einum stað
„Þú getur verið með öll tölvupóstföngin þín í einum og sama símanum. Líka tíu gígabæti af tónlist, góða vídeómyndavél og átta
bíómyndir,“ segir Þorsteinn sem er vörumerkjastjóri Hátækni. FRÉTTA/BLAÐIÐ/GVA