Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 5 Evrópuþingið í Strassbourg hefur samþykkt reglugerð um að síma- fyrirtæki í gjörvallri Evrópu skuli lækka taxta sína á svokölluðum reikisímtölum og tók hún gildi 1. júlí. Með reikisímtölum er átt við símtöl í farsíma milli landa. Reglu- gerðin tekur einnig mið af texta- skilaboðum og niðurhali í far- síma. Var reglugerðinni komið á meðal annars vegna tilfellis þar sem þýskur farsímanotandi fékk reikning upp á 46.000 evrur fyrir að hala niður sjónvarpsþætti í far- símann sinn. Viviane Reding, nefndarkona í fjarskiptanefnd ESB, hefur sagt að með þessu sé verið að binda enda á okur símafyrirtækja. „Þetta eru ráðstafanir sem ekkert land hefði getað gripið til eitt síns liðs,“ sagði hún. „Á tímum efnahagsþreng- inga verða stefnumótandi aðilar að rétta neytendum hjálparhönd svo þeir fái meira fyrir pening- ana sína og iðnaðurinn njóti góðs af vaxandi væntingavísitölu neyt- enda.“ Reglugerðin verður einnig inn- leidd hér á landi sem hluti EES- samningsins. - ng Verð fyrir móttöku reikisímtals mun lækka úr 22 evrusentum í 19 með nýrri reglugerð. Hringing lækkar hins vegar úr 46 evrusentum í 43 evrusent. Texta- skilaboð fara úr 28 í 11 evrusent. Ódýrari símtöl milli landa „Það er margt sem hefur breyst í farsímaþjónustu með tilkomu 3G- tækninnar og nýir notkunarmögu- leikar bæst við,“ segir Liv Berg- þórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, sem leggur áherslu á að gera Netið eins aðgengilegt fyrir sím- notendur sína og kostur er. „3G-pungarnir eru vinsælir hjá okkur en með þeim er hægt að tengja fartölvu við Netið hvar sem er, en svo eru líka til 3G-box þar sem hægt er að tengja fleiri e n e i n a tölvu við Netið. Það er mjög sniðugt ti l dæmis í sumarbú- staðinn og þá er bústaðn- um eiginlega breytt í heitan reit. Boxið er eins og ADSL-box nema þetta er þráð- laust,“ segir Liv. Eitt af því nýjasta hjá Nova er 3G-auga, myndavél sem gengur fyrir bæði rafhlöðum og rafmagni og því hægt að setja það hvar sem er. „Þú getur hringt myndsímtal í augað og fylgst með bústaðnum eða heimilinu í gegnum það ef þú ert í fríi,“ útskýrir Liv. - hds Bústaðnum breytt í heitan reit 3G-box er eins og þráðlaust ADSL- box. 3G- augað gengur hvar sem er. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir fyrirtækið leggja áherslu á að gera Netið sem aðgengilegast fyrir símnotendur sína. FRÉTTA BLA Ð IÐ /VA LLI Fyrsti bílasíminn var tekinn í notkun árið 1982, hann vó 9,8 kíló en tveim- ur árum síðar komu aðrir meðfæri- legri fram á sjónarsviðið sem voru ekki nema fimm kíló. Það var því mikið framfaraskref árið 1986 þegar símar sem vógu einungis 800 grömm komu á markað. Þeir voru þó tals- vert klunnalegir enda fylgdi þeim stór rafhlaða. Þetta voru svokall- aðir NMT-símar sem Íslendingar urðu strax hrifnir af og á fyrsta hálfa árinu urðu notendur þeirra hér á landi um 200 talsins. Árið 1992 var nýtt samevr- ópskt farsímakerfi kynnt til sögunnar. Það er hið svokallaða GSM sem stendur fyrir Global system for mobile Commun- ications. Það kerfi var tekið í notkun á Íslandi 16. ágúst árið 1994 og sló strax rækilega í gegn. - gun Saga farsíma Fljótlega mun hin eilífa leit að rétta hleðslutækinu fyrir farsíma heyra sögunni til, að minnsta kosti í Evrópu. Stærstu farsímafram- leiðendur hafa samþykkt að kynna nýtt alþjóðlegt hleðslutæki innan sex mánaða. Leiðandi framleiðendur á far- símamarkaði hafa komist að sam- komulagi við Evrópusambandið um að kynna til leiks eitt hleðslu- tæki sem gengur að öllum símum á þessu ári. Meðal þeirra fram- leiðenda sem stóðu að samkomu- laginu eru Apple, Motorola, Nokia og Sony Ericsson. „Fólk mun ekki þurfa að henda hleðslutækjunum sínum í hvert skipti sem það kaupir nýjan síma,“ sagði Günter Verheugen, iðnaðar- ráðherra Evrópusambandsins, um samkomulagið. Hann áætlaði að farsímaúrgangur í Evrópu væri mörg þúsund tonn á ári hverju. Gerður verður evrópskur stað- all fyrir farsímahleðslutæki þar sem notast er við staðlaðan, lítinn USB-enda sem gengur inn í sím- ann. Hleðslutækin verða þó ein- ungis framleidd fyrir flóknari síma en ekki þá sem geta einungis hringt og sent sms-skilaboð. Búist er við að slíkir símar verði helm- ingur allra keyptra síma í Evrópu árið 2010. - mmf Eitt hleðslutæki fyrir alla síma Fljótlega munu Evrópubúar ekki þurfa að leita lengi til að finna hleðslutæki fyrir símann sinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.