Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 23. júlí 2009 3 Þó Michaels Jackson verði líklega fyrst og fremst minnst fyrir tón-listina, breytingar á and- liti sínu og svo kannski hneyksl- ismál, þá hafði hann gríðarleg áhrif á tískuna og það þrátt fyrir að mörgum finnist hann hafa haft afar lélegan fatasmekk. Föt hans voru oft skrautleg og yfirhlaðin keðjum og pallíettum. Við þau notaði hann hvíta eða glitrandi sokka og hver man ekki eftir kvartbuxunum sem minntu helst á of stuttar buxur. Þrátt fyrir að hann hafi kannski ekki gjörbreytt tískunni er líkt og hönnuðir hafi að einhverju leyti tekið Jackson í sátt síðustu miss- eri, einkennileg tilviljun í ljósi síðustu atburða. Í október 2007 mátti sjá Michael Jackson á for- síðu ítalska Uomo Vogue klædd- an í föt eftir Roberto Cavalli, en Cavalli átti að hanna föt fyrir plötuumslag væntanlegrar plötu. Áhrif Michaels Jackson sjást lík- lega meira í kventísku enda var hann ekki sá karlmannlegasti í klæðaburði og stíl. Á sýningu tískuhúss Pierre Balmain fyrir sumarið sem nú er að líða mátti sjá hermanna- jakka að hætti yfirmanna, nán- ast eins og jakka sem Jackson notaði á einum af sínum fjöl- mörgu tónleikaferðalögum. Sjálfsagt hefur einhver góður viðskiptavinur Balmains tekið fram jakkann eftir að fréttir af dauða kóngsins bárust. Á tísku- sýningu fyrir komandi vetur sýndi Jean-Charles de Castelba- jac kjól með mynd af andliti Michaels frá yngri árum með líkt og svartri gæru í kringum andlitið sem minnir á afró-greiðslu. Castelbajac hefur reynd- ar áður gert svipaðan kjól með mynd af Barack Obama. Líklegt er að þessi kjóll eigi eftir að slá í gegn í vetur. Síð- asta vetur seldi tískuhús Mart- ins Margiela eftirlíkingu frægs jakka Thriller-myndbandsins sem nú hlýtur að öðlast aukið gildi og á jafnvel eftir að selj- ast dýrt á Netinu. Daginn eftir fráfall Michaels ráku margir upp stór augu á tískusýningu Givenchy í París og fannst sem þeir sæju drauga á sýn- ingarpallinum en frá því fyrir nokkrum mánuðum gekk Michael Jackson aðeins í fötum frá Givenchy, hönnuðum af Riccardo Tisci. Tisci hann- aði einmitt búninga sem átti að nota í tónleikaferð poppkóngs- ins sem átti að hefjast í júlí og sýningin bar þess merki. Svona geta örlögin breytt gangi mála og fötin, sem sum hver minntu á goðið, voru sýnd aðeins nokkrum tímum eftir að frétt- ir að bárust af dauða Jacksons. Ótrúleg tilviljun sem auðvitað setti drungalegan svip á sýn- inguna. Nú er að sjá hvort fleiri hönnuðir muni rjúka til og setja smá Jacksonsyfirbragð á hönn- un sína. Plöturnar rokseljast að nýju og því ekki líka fatnaður- inn? bergb75@free.fr Poppkóngurinn í tískunni ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Tískubylgjurnar hreyfa við sund- fötum eins og öðrum og nú eru það sundbolirnir sem blífa þótt þeir hleypi ekki sólargeislum að eins stórum hluta kroppsins og bikiní. Í verslunum með notaðan og nýjan fatnað er hægt að rekast á fal- lega sundboli og í Sigurboganum við Laugaveg fást vandaðir bolir fyrir kvenfólk á öllum aldri. Meira að segja flottir bolir fyrir þær sem hafa misst brjóst. Bolir með rykkingum skáhallt að framan forma kroppinn betur en þeir sem eru sléttir og hið sama gildir um tvöfalt efni á vissum stöðum. gun@frettabladid.is Flott á laugarbakkanum Sundbolir sækja í sig veðrið í vinsældum. Jafnvel efnismiklir bolir sem minna á tískuna um miðja síðustu öld. Tankiní kemur líka sterkt inn, með buxum og útsniðnum bol sem nær niður fyrir mitti. Gamaldags og efnismiklir bolir þykja ekki lengur gamaldags. MYND/GETTY IMAGES Spúútnik, Kringlunni 2.300 krónur. Sigurboginn, 19.900 krónur. Sigurboginn, 18.900 krónur. Sigurboginn, 19.900 krónur. Sigurboginn, 19.900 krónur. Útilíf, 9.990 krónur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.