Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 16
16 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Rökin með og á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa verið kembd í þaula. Þau eru ýmist af hagrænum eða pólitísk- um toga. Ég hef lengi verið þeirr- ar skoðunar, að Íslendingar hafi hag af inngöngu í ESB umfram þær hagsbætur, sem fylgdu inn- göngunni á Evrópska efnahags- svæðið 1994. Hagfræði og pólitík Hagurinn af inngöngu í ESB felst í aðgangi að ódýrari og betri mat og drykk, lægri vöxtum, einkum ef upptaka evrunnar fylgir með í kaupunum svo sem stendur til, minni verðbólgu, meiri sam- keppni, minna okri, meiri vald- dreifingu, minni sjálftöku, virk- ara aðhaldi og eftirliti. Jafnvel þótt þessar hagsbætur væru ekki fyrirsjáanlegar, væri ég fyrir mína parta hlynntur inngöngu í ESB af pólitískum ástæðum. Það stafar af því, að ESB er allsherj- arbandalag allra helztu vinaþjóða Íslands í Evrópu nema Norð- manna og Svisslendinga, og í þeim hópi eigum við heima, þótt ein- hver okkar kunni að öllu saman- lögðu að draga hagsbæturnar í efa. Við eigum ekki að spyrja að því einu, hvaða hag við getum haft af ESB. Við eigum einnig að hugsa til þess, sem við kunnum að hafa þar fram að færa. Rökin gegn aðild eru misjöfn að gæðum. Okrarar kæra sig ekki um aðild, því að þeir þurfa þá að láta af iðju sinni. Spilltir stjórn- málamenn munu einnig missa spón úr aski sínum, þar eð þeir munu eiga erfiðara uppdráttar í kröfuhörðum evrópskum félags- skap, og kallar ESB þó ekki allt ömmu sína. Bankarán um bjart- an dag verða einnig torveldari undir vökulum augum bankayf- irvalda og fjármálaeftirlits ESB. Václav Havel, forseti Tékklands, orðaði þessa hugsun skýrt um árið: Engum nema glæpamönn- um getur stafað ógn af inngöngu í ESB. Rök þjóðernissinna gegn fullveldisafsali hafa nú holan hljóm, svo illa sem stjórnvöldum hélzt á óskoruðu fullveldi Íslands. Stjórnmálamenn, embættismenn, bankamenn og stjórnendur stór- fyrirtækja keyrðu landið í kaf og bökuðu erlendum viðskiptavin- um bankanna svo stórfellt fjár- hagstjón, að þeim kann sumum að þykja eðlilegt, að Íslendingar deili framvegis fullveldi sínu með þeim og öðrum, svo að þeim stafi ekki frekari hætta af íslenzkum fjár- glæframönnum. Það er skiljanlegt viðhorf af erlendum sjónarhóli. Þjóðverjar kusu að binda hend- ur sínar innan ESB af tillitssemi við granna sína í ljósi sögunnar. Þetta var einnig hugsun sumra heiðvirðra Færeyinga í kreppunni þar um og eftir 1990: þeim fannst rétt að bjóðast til að segja sig úr ríkjasambandinu við Danmörku af virðingu fyrir Dönum, en af því varð þó ekki. Ríkidæmisröksemdin Norðmenn líta margir svo á, að þeir þurfi ekki á aðild að ESB að halda, þar eð þeim séu allir vegir færir á eigin spýtur í krafti olíu- auðsins, sem þeir hafa safnað í digran sjóð. Það kann að vera rétt, en þessi rök vitna ekki um mikið örlæti gagnvart fátækari þjóð- um innan ESB. Sumir Íslending- ar tóku í sama streng og bentu á, að lífeyrissjóðirnir íslenzku námu 100.000 Bandaríkjadölum á mann 2007 borið saman við 85.000 Bandaríkjadali á mann í olíusjóði Norðmanna. Það var þá. Gengi krónunnar hefur lækkað um rösk- an helming frá 2007, svo að lífeyr- issjóðirnir eru nú mælt í dollurum á mann kannski hálfdrættingar á við olíusjóð Norðmanna, sem þeir kalla nú lífeyrissjóð. Ríkidæm- isrökin gegn inngöngu Íslands í ESB eiga ekki lengur við. Þau voru falsrök. Ríkidæmið 2007 var tálsýn, sem var reist á ramm- fölsku gengi krónunnar og hluta- bréfa og einnig á uppsprengdu verði fasteigna. Að verðskulda traust Tildrög bankahrunsins verða ljósari með hverjum deginum sem líður. Eigendur og stjórnend- ur bankanna og nokkurra stór- fyrirtækja létu greipar sópa um bankana og fyrirtækin, til dæmis Sjóvá. Ránsmennirnir keyptu sér frið til að braska með innstæður og sjóði bankanna og fjöregg þjóð- arinnar með því að raða í kringum sig vinveittum virðingarmönnum úr stjórnmálaflokkunum, eink- um Sjálfstæðisflokknum. Aðild Íslands að ESB myndi greiða fyrir nauðsynlegu uppgjöri, þar eð margir íbúar ESB-landa hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum íslenzkra banka. Þetta fólk á ekki síður en Íslendingar heimtingu á, að ábyrgðarmenn hrunsins, eigendur og stjórnendur banka og stórfyrirtækja og aðrir, sem brutu af sér, verði dregnir til ábyrgðar að lögum. Aðeins með undanbragðalausu uppgjöri við hrunið og alla helztu ábyrgðar- menn þess munu Íslendingar geta endurheimt sjálfsvirðingu sína og samheldni og einnig það trúnað- artraust, sem ríkti áður í landinu og í samskiptum Íslands við önnur lönd, annars varla. Ísland og ESB Gömul rök og ný Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Björn Bjarnason svara forystugrein Jóns Kaldal. Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, rit-stjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dóms- málaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lög- reglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðs- ins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr rík- issjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við örygg- isgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld lög- gæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúm- lega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launa- vísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti“ eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmála- ráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undir- manna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunn- ar og tryggja endurnýjun hans auk ann- ars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni“. Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flók- inna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lög- reglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Lögreglan er traustsins verð BJÖRN BJARNASON Skamm skamm Heyrst hefur að óánægja sé innan Sjálfstæðisflokksins með ummæli Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Ekki er það vegna þess að hún kaus með þingsályktunartillögu um ESB heldur um orð sem hún lét falla á RÚV. Þar sagði hún að sér mislíkaði sú orða- notkun sem þingmaður Sjálfstæðis- flokksins viðhafði, að verið væri að nauðga lýðræðinu. Óánægjan er sérstaklega vegna þess að orðnotkunin, um að „nauðga“ einhverju, hefur oft verið viðhöfð á Alþingi og þykir mörgum þetta tepruháttur hjá Ragnheiði. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti vor, sagði að verið væri að nauðga lýðræðinu í ræðu árið 1994. Árið 1992 sagðist hann síðan ekki vilja nauðga þingsköpum. Aðrir sem notað hafa orðið „nauðga“ á þingi eru til dæmis Kolbrún Hall- dórsdóttir, Sverrir Hermannsson og Steingrímur J. Sigfússon. Súpersöbb Ole Gunnar Solskjer er öllum að góðu kunnur. Hann fékk fljótt viður- nefnið súpersöbb, þar sem hann lagði það í vana sinn að skora þegar hann kom inn á hjá Manchester United. Nú hefur nýr súpersöbb litið dagsins ljós, Bjarkey Gunnars- dóttir. Í síðustu viku samþykkti hún ESB-tillögu ríkisstjórnar- innar, í fjarveru Björgvins Vals Leifssonar, og í gær nefndarálit í fjarveru Lilju Mósesdóttur. Skiptumst á Nú er tími bæjarhátíðanna og margar skemmtilegar stundir fram undan og að baki. Um helgina fer hátíðin Á góðri stund fram í Grundarfirði og er þar vegleg dagskrá í boði. Eins og vandi er á slíkum hátíðum er boðið upp á brekkusöng og honum stýrir tengdasonur Grundarfjarðar, Róbert Marshall. Róbert er þaulvanur í bransan- um og hefur áður stýrt brekkusöng í Grundarfirði. Þá hljóp hann í skarðið og stýrði brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum eitt árið fyrir Árna Johnsen, en Árni dvaldi þá einmitt í nágrenni Grundar- fjarðar – reyndar ekki við brekkusöng. kolbeinn@frettabladid.is vidirp@frettabladid.is F rumvarpið um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum virðist ætla að verða stærri biti en ríkisstjórnin ræður við að gleypa. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur, ásamt fjölda málsmetandi fólks, ítrekað varað við afleið- ingum þess að Alþingi felli samningana. Rökin eru að með því værum við Íslendingar að senda út þau skilaboð til alþjóðasam- félagsins að við ætlum ekki að standa við ábyrgð á Icesave, eins og ráðamenn okkar lýstu þó yfir þegar í haust við ýmis tilefni. Afleiðingar væru að við fengjum ekki þau erlendu lán sem nauð- synleg eru til að endurræsa gangverk efnahagslífsins. Þetta mat Steingríms er hárrétt ef samningurinn verður felldur á þeim forsendum að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast Icesave og eigi því ekki að borga neitt. Þeirri vörn var fyrst stillt upp í byrjun október í fyrra en var skotin í kaf á öllum vígstöðvum og að lokum lögð til grafar í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) þar sem Davíð Oddsson og Árni Mathiesen skrifuðu undir að Íslendingar myndu virða skuldbindingar sínar varðandi þessa reikninga Landsbank- ans. Það kom því verulega á óvart þegar umræður um þessa hug- mynd hófust á nýjan leik í vor. Góðu heilli bendir allt til þess að sæmileg jarðtenging sé komin í flesta flokka og menn hafi áttað sig á því að það er ekki í boði að víkja sér undan þessari ábyrgð né skjóta deilum um hana til íslenskra dómstóla. Þverpólitísk sátt virðist vera að myndast um að samningaleiðin sé eini valkosturinn. Vandamálið er að efi ríkir í öllum flokkum um þá samninga sem liggja fyrir. Ef rétt er að vilji er fyrir því í öllum þingflokkum að semja skuli um málið, og sú afturganga að Tryggingarsjóður innstæðu- eigenda sé einn ábyrgur komin aftur í gröf sína, hefur hins vegar skapast ný staða sem ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eiga að geta náð sátt um. Lánin sem fjármálaráðherra óttast að fáist ekki afgreidd koma annars vegar frá vinaþjóðum í Póllandi og á Norðurlöndunum og hins vegar frá AGS. Þessi lán bíta hvert í annars skott. AGS afgreiðir ekki sinn hluta nema vinaþjóðirnar standi við sín fyrir- heit, og vinaþjóðirnar afgreiða ekki sín lán nema framkvæmda- stjórn AGS í Washington samþykki í ágúst næsta áfanga þess prógramms sem Ísland er í. Afdrif Icesave-málsins á Alþingi hefur úrslitaáhrif á afgreiðslu allra þessara lána. Grundvöllur þeirra er þó ekki ákveðin útfærsla á samningum um ábyrgð Íslands á Icesave. Full ástæða er því til að kanna hvort möguleiki sé á því að vinaþjóðir okkar, og jafnvel AGS, séu reiðubúnar til að afgreiða umsamin lán, ef allir flokkar á Alþingi lýsa því afdráttarlaust yfir að full samstaða sé um að ábyrgjast Icesave. Á þeim grund- velli pólitískrar sáttar væri hægt að halda áfram því gríðarlega mikilvæga uppbyggingarstarfi sem bíður. Eftir stæði tæknileg útfærsla á nýjum samningum við Hollendinga og Breta. Það er svo allt annað mál hvort hagkvæmari samningar yrðu uppskeran. Ísland er bæði ofar en Holland og Bretland á lista OECD yfir ríkustu þjóðir heims. Það stendur örugglega nokk- uð í ráðamönnum beggja þjóða að bjóða skattborgurum sínum upp á að blæða fyrir ævintýramennsku íslensks banka og klúður íslenskra eftirlitsstofnana. Reynir á vinaþjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lánin og Icesave JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.