Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 18
18 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
„Vignir Snær Vigfússon semur lagið, Örlygur Smári pródús-
eraði og svo gerði ég textann og syng,“ segir Arnar Þór Við-
arsson, sem flytur fyrsta opinbera Gay Pride-lagið á hátíð
samkynhneigðra í Kaupmannahöfn í Danmörku 1. ágúst
næstkomandi. „Lagið varð fyrst til árið 2005 og þá söng
ég það á Gay Pride heim á Íslandi. En mér fannst vanta
þemalag fyrir hátíðina hérna úti og átti lagið í pokahorn-
inu þannig að ég fór á skrifstofuna hjá Gay Pride hér í Dan-
mörku og bauðst til að syngja lagið,“ segir Arnar, sem hefur
verið búsettur í Danmörku í tæp fjögur ár.
„Í ár er Gay Pride stærra en verið hefur því hátíðin er
haldin í samvinnu við World Out Games, sem eru leikar
svipaðir Ólympíuleikunum nema eingöngu fyrir samkyn-
hneigða. Þeir byrja 25. júlí í Kaupmannahöfn og standa til
2. ágúst. Hin hefðbundna Gay Pride-ganga og -hátíð verð-
ur haldin 1. ágúst en hún mun einnig þjóna sem lokaathöfn
leikanna. Ég verð fyrstur á svið á Ráðhústorginu og opna
Gay Pride-hátíðina með laginu mínu Pride sem er í raun
endirinn á íþróttaleikunum,“ segir Arnar.
Búist er við 5.000 til 10.000 keppendum á World Out
Games og um 50.000 áhorfendum á Gay Pride. Arnar seg-
ist hins vegar lítið hafa velt fyrir sér hvort hann fá athygli
út á lagið. „Mörg dagblöðin hérna eru bara í sumarfríi eins
og stendur en það eiga að koma greinar þegar nær dregur.
Svo er ég búinn að vera í viðtölum á útvarpsstöðum. Þetta
er allt voða jákvætt.“
Arnar segist ekki hafa átt erfitt með að semja textann
fyrir lagið enda búi hann yfir ríkri jafnréttiskennd. „Ég
er með mjög einfaldan boðskap sem passar vel við tilefnið.
Ég vil bara segja mitt og koma mínum skoðunum á fram-
færi, en ekki of alvarlega. Ég vil bara vera í gleðinni og
segja þetta á skemmtilegan hátt,“ segir Arnar, sem situr
ekki auðum höndum í tónlistinni.
„Ég er líka í hljómsveit sem heitir Synergy Factory með
þremur öðrum Íslendingum og fjórum Dönum. Svo er ég í
dúett með Önnu Hansen, skólasystur minni, en hún syngur
einnig bakraddir í Pride og verður því á sviðinu með mér.
Svo er lagið Pride á plötunni Sumarstjörnur 2009 sem kom
út í gær en þar eru líka flytjendur eins og Jóhanna Guð-
rún, BMV, Haffi Haff og Hera Björk, svo það er ekki ama-
legt,“ segir Arnar.
Hægt er að hlusta á lagið á myspacesíðu Arnars www.
myspace.com/arnarmusic og á youtube. heidur@frettabladid.is
ARNAR ÞÓR VIÐARSSON: SYNGUR
FYRSTA GAY PRIDE-LAGIÐ Í DANMÖRKU
JÁKVÆÐUR
BOÐSKAPUR
STOLTUR Arnar Þór Viðarsson mun syngja fyrsta opinbera Gay Pride-
lagið í Danmörku. Hátíðin í ár er stærri en verið hefur vegna samvinnu
við World Out Games. MYND/HEIÐA DÍS BJARNADÓTTIR
DANIEL RADCLIFFE
ER TVÍTUGUR Í DAG.
„Ég og Harry erum ekki góðir
í kvennamálunum. Ég hef þó
skánað. En ég held að allir karl-
menn sem segjast aldrei hafa
átt vandræðalegt augnablik
með stelpu ljúgi.“
Daniel Radcliffe er breskur leikari
sem frægastur fyrir hlutverk sitt
sem galdrastrákurinn Harry Potter
í samnefndum bíómyndum.
timamot@frettabladid.is
Sarah Ferguson giftist Andrew
prins, næstelsta syni Elísabet-
ar II, þennan dag í Westminster
Abbey í London. Við giftinguna
fékk hún titilinn hertogaynja
af York en hún er einnig þekkt
undir gælunafninu Fergie.
Fergie og Andrew höfðu
þekkst frá unga aldri og hittust
oft á pólóleikjum sem börn en
það var Díana prinsessa sem
kom þeim saman árið 1985 og
trúlofuðu þau sig í janúar 1986.
Fergie og Andrew eignuðust
tvær dætur, Beatrice og Eug-
enie. Þau voru mikið í sviðsljós-
inu en Andrew var fjarri Fergie
löngum stundum sökum starfa
sinna innan hersins. Þau skildu
árið 1996.
ÞETTA GERÐIST: 23. JÚLÍ 1986
Fergie og Andrew giftast
AFMÆLI
Philip
Seymour
Hoffman
leikari er 42
ára.
Woody
Harrelson
leikari er 48
ára.
Slash, gítar-
leikari Guns
N‘ Roses,
er 44 ára í
dag.
Monica
Lewinsky,
fyrrverandi
lærling-
ur Hvíta
hússins, er
36 ára.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
Jón Hallgrímur Björnsson
landslagsarkitekt, kenndur við Alaska,
Ásgarði 125, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi miðviku-
daginn 15. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 24. júlí klukkan 13.00.
Elín Þorsteinsdóttir
Sigríður Lóa Jónsdóttir Sigurður Ingi Ásgeirsson
Gunnlaugur Björn Jónsson Kristrún Jónsdóttir
Ingibjörg Svala Jónsdóttir Ólafur Ingólfsson
Sigrún Jónsdóttir
Björn Þór Jónsson
Elísa Ólöf Guðmundsdóttir Vignir Kristjánsson
Þorsteinn Ágúst Ólafsson Sandra Shobha Kumari
Árni Björnsson
og barnabörn
Elsku sambýlismaður minn, faðir,
tengdafaðir, stjúpfaðir, uppeldisfaðir,
afi og langafi,
Svavar Ottesen
prentari og fyrrverandi bókaútgefandi,
Gránufélagsgötu 16, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn
18. júlí sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 24. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Jakobssjóð hjá KA.
Sóley Halldórsdóttir
Sölvi H. Matthíasson
Ásta Ottesen Páll H. Jónsson
Gunnlaug Ottesen Friðrik Diego
Þórhallur Ottesen Margrét Jóhannsdóttir
Kristín Ottesen Sigmundur Ásgeirsson
Vilhelm Ottesen
Jón Vilberg Harðarson Angkhana Sribang
Rannveig Harðardóttir Guðbjörn Guðjónsson
Ottó Hörður Guðmundsson Birna Jónsdóttir
Sóley Magnúsdóttir Sævar Örn Þorsteinsson
Halldór Magnússon
Ása Huldrún Magnúsdóttir Gunnar Arason
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
María Daníelsdóttir
Furugerði 1, Reykjavík,
áður til heimilis á Eskifirði, sem lést föstudaginn
17. júlí 2007, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 24. júlí kl. 15.00.
Daníel Jónasson Ásdís Jakobsdóttir
Árni Jónasson Anna Britta Vilhjálmsdóttir Warén
Örn Jónasson Helga Jóhannesdóttir
barnabörn og langömmubörn hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar föður
okkar, fósturföður, tengdaföður,
afa og langafa
Jóns Páls Péturssonar
frá Ísafirði
Sigríður Jónsdóttir Þórunn ísfeld Jónsdóttir
Jón Viðar Arnórsson Steinunn Karólína Arnórsd.
Bjarni A. Agnarsson Ragnar H. Kristjánsson
Sigrún Briem
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Elísabetar Hannesdóttur,
íþróttakennara
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunar-
heimilisins Sunnuhlíðar sem og þeim sem sýndu
henni natni í veikindum hennar.
Anna Björg Sveinsdóttir Ingólfur Sigmundsson
Ingveldur Sveinsdóttir
Þóra Sveinsdóttir
Sveinn Ingimar Sveinsson Linda Margrét Arnardóttir
ömmubörn og langömmubarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Anna Jónsdóttir
áður til heimilis Króki 2, Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi sunnu-
daginn 19. júlí. Útförin verður auglýst síðar.
Ólína Louise Lúðvíksdóttir
Ásdís Jóna Lúðvíksdóttir Helgi Leifsson
Hólmfríður Lúðvíksdóttir Björn Gísli Bragason
Kjartan Jón Lúðvíksson Anna Helga Sigurgeirsdóttir
Óli Pétur Lúðvíksson Sólveig Ingibergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ólafía Magnúsdóttir
lést fimmtudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 11.00.
Magnús Garðarsson, Ingibjörg P. Guðmundsdóttir
Sigríður Garðarsdóttir Þormóður Jónsson
Ólafur Halldór Garðarsson
Garðar Garðarsson
Guðrún Hulda Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.