Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 22
23. JÚLÍ 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● farsímar
„Vodafone ákvað að lækka verð
fyrir aðgang að Netinu í Evrópu
um síðustu mánaðamót þegar ný
Evróputilskipun tók gildi,“ segir
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Vodafone. „Í tilskipuninni
er fjarskiptafyrirtækjum í löndum
Evrópusambandsins gert skylt að
virða reglur um hámarksverð á
þjónustunni til annarra símafyrir-
tækja, en lækkunin er allt að 85
prósent hjá viðskipta-
vinum okkar.“
Þá segir Hrann-
ar að 3G-nettengl-
arnir séu augljós-
lega sumarvaran
hjá Vodafone í ár.
„Salan hefur verið
meiri en nokkru
sinni áður. Risa-
frelsi hefur líka
fengið góðar við-
tök u r,“ s e g i r
Hrannar. - hds
Nýr farsími með snertiskjá
og farsímar með innbygðu
GPS-tæki eru meðal þess sem
heildsalan Tæknivörur hefur á
boðstólum.
Á golfvöllunum hafa farsímar með
innbyggðu GPS-staðsetningartæki
verið mjög vinsælir í sumar. „Á
síðunni www.mscorecard.com er
hægt að hlaða niður forriti fyrir
GPS-farsíma til að setja golfvelli á
Íslandi inn en það hentar vel í Sony
Ericsson-símana sem við flytjum
inn,“ segir Heiðrún Þráinsdótt-
ir markaðsstjóri Tæknivara sem
er heildsala og flytur meðal ann-
ars inn vörur frá Sony Ericsson og
Samsung.
Aðspurð segir Heiðrún að ekki
séu þó allir golfvellir á Íslandi inni
í forritinu en margir séu þar samt.
„Þegar búið er að ná í völlinn er
viðkomandi með allar upplýsing-
ar um hann og þá reiknar síminn
út vegalengdina frá kúlu að hol-
unni fyrir þig. Einnig heldur sím-
inn utan um skorið þitt og punkt-
ana,“ segir Heiðrún og bætir við að
þessi tækni komi vel út og sé vin-
sæl meðal golfáhugamanna.
Þegar Heiðrún er innt eftir nýj-
ungum hjá Tæknivörum segir hún
LG-farsíma nýlega hafa bæst í hóp
þeirra farsímamerkja sem fyrir-
tækið flytur inn. „Við tókum þá
inn í vor og ein gerð er komin á
markaðinn en fleiri koma seinna
í sumar,“ segir Heiðrún. Viðtök-
urnar hafa verið góðar og hafa
550 farsímar selst síðan í byrj-
un júlí. „Þetta er LG Viewty-sími
með snertiskjá á betra verði held-
ur en gengur og gerist með snerti-
skjássíma. Hann hefur rokið út og
er við það að verða uppseldur hjá
okkur.“
Heiðrún segir að vegna mikilla
vinsælda þessa fyrsta LG-farsíma
á markaðnum hafi verið ákveðið
að flytja inn fleiri gerðir. „Í byrj-
un ágúst kemur LG-Arena sem er
flaggskipið þeirra. Snertiskjárinn
er fullkomnari en í LG Viewty og
er fjölsnertiskjár þar sem hægt er
að nota fleiri en einn fingur í einu
á skjánum. Það er í rauninni ekki
beint hægt að bera þá saman því
Arena býður upp á meiri mögu-
leika og er eiginlega eins og lítil
tölva.“
Að sögn Heiðrúnar hafa LG-
símarnir ekki náð vinsældum hér
á landi fyrr. „Þeir eru samt mjög
vinsælir í Evrópu. Á Norðurlönd-
unum hefur LG ekki náð fótfestu
hingað til,“ segir Heiðrún og telur
ástæðuna liggja í því að innlendir
sölumenn hafi ekki verið á þessu
svæði fyrr. „Breytingin hefur
orðið sú að nú fer fram markaðs-
starf hér af innlendu fólki sem
þekkir inn á sinn markað.“
- mmf
Farsíminn reiknar út
fjarlægð á golfvellinum
Heiðrún Þráinsdóttir segir fyrsta LG-farsímann á markaðnum hafa rokið út.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í sumar hefur götulistahópur nokkur vakið töluverða athygli en hann hefur það verk
að ferðast um og vekja athygli á Vodafone. MYND/ÓLI HAUKUR3G-nettenglar eru
vinsælir.
Lægra verð til viðskiptavina