Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 20
Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& VEFVERSLUNINA WWW.ASOS.COM ætti engin tískudrós að láta fram hjá sér fara en þar er að finna hafsjó af tískufatnaði. Þar má meðal annars finna eftirlíkingar af fötum sem stjórstjörnur hafa skartað ásamt alls kyns merkjavöru. Peysurnar eru síðari að aftan svo börnunum verði ekki kalt þegar þau beygja sig. MYND/BERGLJÓT ÞORSTEINSDÓTTIR Fötin eru litrík og falleg með krúttleg- um smáatriðum. MYND/BERGLJÓT ÞORSTEINSDÓTTIR Flest fötin eru úr flísefni sem er vinsælt hjá börnunum. MYND/BERGLJÓT ÞORSTEINSDÓTTIR „Mig langaði til að gera eitthvað meira skapandi og hringdi í Helgu til Kaupmannahafnar og spurði hvort hún væri til í að hanna með mér barnafatalínu“, segir Lov- ísa, um aðdragandann að fyrstu barnafatalínu þeirra Helgu, sem kallast Ígló og hefur nú litið dags- ins ljós. „Þetta var frábær tímasetning fyrir okkur báðar þegar Lovísa hringdi; það er eins og að þessu hafi verið ætlað að verða“, segir Helga sem er fatahönnuður og bætir við að hana hafi skort þekk- ingu á sjálfstæðum rekstri en svo heppilega hafi viljað til að Lovísa er viðskiptafræðingur að mennt. „Mig vantaði líka einhvern sem kynni að hanna föt, búa til snið, finna efni og þess háttar, þannig að við vegum hvor aðra upp,“ útskýr- ir Lovísa, en nú þegar fást jakkar, buxur, vettl ingar og húfur í línunni í verslunum hérlendis. „Við lögðum mikla áherslu á að línan væri klæðileg, hlý og höfð- aði til barna. Föt sem þau myndu sjálf velja sér á morgnana“, segir Lovísa, en fötin eru hönnuð með notagildi í huga. „Peysurnar eru til dæmis síðari að aftan þannig að þegar börnin beygja sig þá verður þeim ekki kalt á milli laga. Það er stroff á buxunum og ermunum, svo að fötin geti stækkað með börnun- um. Þá eru fötin litrík með krútt- legum smáatriðum eins og krakkar vilja. Okkur langaði að gera þægi- leg föt sem eru samt falleg,“ segir Helga, en þær Lovísa eiga báðar börn og sóttu innblástur í þau. „Grunnurinn í línunni núna er flísefni, sem er bæði praktískt efni og mjög vinsælt hjá krökk- um, en fatalínan okkar er fyrir börn á aldrinum eins árs og upp í átta ára,“ segir Helga og fræðir blaðamann um að þegar flísefni er þvegið eigi hvorki að nota mýking- arefni né þvo það með bómullar- flíkum því þá verði efnið snjáð. Ígló vörurnar fást í 3 Smár- um á Laugaveginum, Snúðum og snældum á Selfossi og Sirka á Akureyri. Einnig á netversluninni www.iglo.is. heidur@frettabladid.is Sóttu innblástur í börnin Ígló er ný barnafatalína þeirra Lovísu og Helgu sem báðar eru Ólafsdætur en þó ekki systur. Fötin voru hönnuð með notagildi í huga og barnvæn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.