Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 42
30 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Lið 12. umferðar Pepsi-deildar karla
Eftirtaldir leikmenn eru í liði umferðarinnar hjá Frétta-
blaðinu fyrir 12. umferð Pepsi-deildar karla.
Markvörður: Fjalar Þorgeirsson (Fylki). Varnarmenn:
Andrés Már Jóhannesson (Fylki), Zoran Stamenic
(Grindavík), Dennis Danry (Þrótti),
Andrew Mwesigwa (ÍBV). Miðju-
menn: Óli Baldur Bjarnason (Grinda-
vík), Davíð Þór Viðarsson (FH), Rafn
Andri Haraldsson (Þrótti), Haukur
Páll Sigurðsson (Þrótti). Fram-
herjar: Simun Samuelsen
(Keflavík), Gunnar Örn
Jónsson (KR).
FÓTBOLTI Fram mætir Sigma
Olomouc frá Tékklandi öðru sinni
í kvöld í Evrópudeild UEFA. Leik-
urinn hefst klukkan 19 á Laugar-
dalsvelli en Safamýrarliðið er
í fínni stöðu eftir 1-1 jafntefli í
Tékklandi.
„Við þurfum að eiga algjöran
toppleik til að komast áfram,“
segir Auðun Helgason, fyrirliði
Fram. „Það er algjört lykilatriði
í þessum seinni leik að við verð-
um með öflugan varnarleik. Leik-
urinn verður líklega þannig að
Sigma verður með knöttinn lung-
ann af leiknum og við verðum að
koma í veg fyrir að þeir komist í
skotfæri.“
Auðun hefur verið í leikbanni
í Evrópuleikjum Fram hingað til
en hefur nú afplánað það og verð-
ur með í kvöld. „Það var náttúru-
lega frábært að sjá hve vel liðið
spilaði í Tékklandi. Það er eng-
inn sem gerir kröfu á okkur að
komast í næstu umferð svo menn
ættu að mæta nokkuð afslapp-
aðir í þennan leik,“ segir Auðun
Helgason. - egm
Fram mætir Sigma í kvöld:
Öflugur varnar-
leikur lykillinn
KOMINN ÚR BANNI Auðun Helgason er
með í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIGOLF Við stefnum á að halda flott-
asta Íslandsmót sem haldið hefur
verið. Það er því mikil spenna í
loftinu,“ segir Margeir Vilhjálms-
son, mótsstjóri Íslandsmótsins í
höggleik sem hefst í dag. Mótið fer
fram á Grafarholtsvelli og fyrstu
kylfingarnir verða ræstir út kl. 8
í dag en leiknar verða 72 holur á
fjórum dögum og Íslandsmeist-
arar í karla- og kvennaflokki svo
krýndir á sunnudag.
„Hér eru samankomnir allir
bestu kylfingar landsins að Birgi
Leif Hafþórssyni undanskildum
en hann verður að keppa í Svíþjóð.
Það er hins vegar enginn skortur
á góðum kylfingum hér á landi og
sjaldan eins og nú eigum við jafn
stóran hóp góðra kylfinga. Þetta
verður því golfsýning og það er
búið að reyna að setja völlinn upp
þannig að hann sé mjög sanngjarn
og við í mótsnefndinni búumst við
að sjá mjög góð skor. Ég á mér
líka þá ósk heitasta að slegin verði
vallarmet hér um helgina,“ segir
Margeir.
Stefnt á áhorfendamet
Margeir segir sérstaka áherslu
vera lagða á að fá áhorfendur til
þess að fjölmenna í Grafarholtið.
„Hugmyndin er að fólk geti
komið og horft á mótið og gert líka
eitthvað meira og við verðum með
ýmsar uppákomur á meðan mótið
stendur yfir. Við verðum með „lítið
Íslandsmót“ á 6 holu golfvellinum
auk þess sem áhorfendum býðst að
slá fría bolta í Básum til þess að
æfa sig á meðan á keppni stend-
ur á laugardag og sunnudag. Þá
munum við koma fyrir risaskjá og
einnig sérstökum áhorfendastúk-
um á vellinum, við teig á 1. holu
og við grínið á 18. holu, þannig að
fólk geti upplifað stemningu eins
og menn sjá á mótum erlendis. Við
vonumst því til þess að fá í kring-
um 10 þúsund manns í Grafarholt-
ið á þessum fjóru dögum og þó svo
að einhverjir telji okkur eflaust
vera bilaða þá held ég að þetta sé
raunhæft markmið. Það yrði líka
frábært fyrir keppendurna ef fólk
myndi fjölmenna og mesta við-
urkenning sem Íslandsmeistari
getur fengið ef þúsundir manna
fagna honum þegar hann setur
niður lokapúttið,“ segir Margeir
að lokum. omar@frettabladid.is
Þetta verður golfsýning
Golfklúbbur Reykjavíkur fagnar 75 ára afmæli sínu með stæl og í tilefni af af-
mælinu verður Íslandsmótið í höggleik haldið á Grafarholtsvelli um helgina.
SIGURLAUNIN EFTIRSÓTTU Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki verða krýndir á
sunnudag og fram undan er hörð keppni bestu kylfinga landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
46
57
1
06
/0
9
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
ROSS WORLDWIDE flugustangir voru valdar
Bestu Kaupin í Fly Fish America Magazine
og besta stöngin í Fish & Fly Magazine 2008.
Kaststangir frá hinum þekkta framleiðanda
SHIMANO í mörgum verðflokkum.
Gott tækifæri til að gera góð kaup.
VEIÐIDAGAR
Fimmtudag til sunnudags er
20% afsláttur
af öllum flugustöngum, hjólum,
kaststöngum og stangasettum.
Veiðideildin er í Glæsibæ!
Þróttarar fundu taktinn svo eftir var tekið gegn
Breiðabliki í Pepsi-deild karla á dögunum og unnu
4-0 stórsigur. Þetta var annar sigurleikur Þróttara í
deildinni í sumar og kom þeim upp úr botnsætinu.
Miðjumaðurinn snjalli, Rafn Andri Haraldsson,
átti frábæran leik með Þrótturum og hann vonast
til þess að liðið sé nú komið á beinu brautina eftir
heldur dapurt gengi framan af sumri í Pepsi-
deildinni.
„Þetta var bara frábær leikur hjá okkur og það
gekk nánast allt upp sem við gerðum, hvort
sem það var varnarlega eða sóknarlega. Það
voru líka nokkrir nýir leikmenn sem spiluðu vel
fyrir okkur í leiknum og koma sterkir inn í þetta. Við
vorum samt ekkert að spila fáránlega illa fram að þess-
um leik en við höfum samt verið að fá á okkur alltof
mikið af mörkum og ekki verið að skora nóg. Það breytt-
ist sem betur fer í þessum leik og við vörðumst mjög vel
sem lið, alveg frá fremsta manni til þess aftasta og náðum
að sækja hratt á þá og það er styrkur okkar. Við
erum með hraða stráka fram á við og við þurfum
að halda áfram og byggja á sigrinum,“ segir
Rafn Andri ákveðinn.
Þróttarar mæta Stjörnunni í Pepsi-deild-
inni í kvöld en þeir eiga ekki góðar minning-
ar úr fyrri leiknum gegn Garðbæingum í sumar
sem endaði með 0-6 rassskellingu á Valbjarnarvelli.
Rafn Andri segir Þróttara ætla að mæta ákveðna til
leiks í þetta skiptið, annað en þeir gerðu í fyrri leiknum.
„Við ætlum klárlega að hefna fyrir það sem gerðist í
fyrri leiknum. Við hefðum alveg eins getað sleppt því að
mæta í þann leik, við vorum svo lélegir. Við eigum erf-
iða leiki gegn Stjörnunni og KR í næstu leikjum en við
verðum bara að halda áfram. Það geta allir unnið alla
í þessari deild og þeir sem mæta betur stemmdir í
leikina, þeir vinna þá,“ segir Rafn Andri.
ÞRÓTTARINN RAFN ANDRI HARALDSSON: ER LEIKMAÐUR 12. UMFERÐAR PEPSI-DEILDAR KARLA HJÁ FRÉTTABLAÐINU
Þurfum að halda áfram og byggja á sigrinum
FÓTBOLTI Fyrirliðinn Davíð Þór
Viðarsson hjá FH segir að allt
annað hafi verið að sjá til Íslands-
meistaranna í seinni leik liðs-
ins gegn Aktobe í 2. umferð for-
keppni Meistaradeildarinnar í
gær, þrátt fyrir 2-0 tap. FH tap-
aði fyrri leiknum á Kaplakrika-
velli 4-0 og því samanlagt 6-0.
„Þeir skoruðu úr langskoti í fyrri
hálfleik og markið þeirra í síð-
ari hálfleik var greinilega ólög-
legt vegna rangstöðu. Þeir voru
vissulega meira með boltann en
náðu ekki að skapa sér mikið af
færum en við fengum ágætis
færi til þess að skora. Matti Guð-
munds átti til dæmis skalla í slá í
fyrri hálfleik en inn vildi boltinn
ekki og við erum kannski svekkt-
ir yfir því. Þetta var samt alla
vega skárra núna en slysið í fyrri
leiknum,“ segir Davíð Þór. - óþ
Davíð Þór Viðarsson, FH:
Skárra en slysið
í fyrri leiknum
DAVÍÐ ÞÓR Mun sáttari með leik FH
liðsins í seinni leiknum gegn Aktobe en
þeim fyrri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Pepsi-deild kvenna
Stjarnan-Breiðablik 1-2
0-1 Sandra Sif Magnúsdóttir (27.), 1-1 Ásgerður
S. Baldursdóttir (83.), 1-2 Sandra Sif (90.+2).
Valur-ÍR 8-0
1-0 Katrín Jónsdóttir (26.), 2-0 Krisín Ýr Bjarna-
dóttir (34.), 3-0 Kristín Ýr (41.), 4-0 Kristín Ýr
(46.), 5-0 Kristín Ýr (58.), 6-0 Sif Atladóttir (87.),
7-0 sjálfsm. (88.), 8-0 Margrét Magnúsdóttir(90.).
Fylkir-Afturelding/Fjölnir 2-2
1-0 Danka Podovac (34.), 1-1 Sigríður Þóra
Birgisdóttir (48.), 2-1 Ruth Þórðardóttir (70.), 2-2
Ásta Sigrún Friðriksdóttir (88.).
1. deild karla
Þór-KA 3-2
1-0 Matthías Örn Friðriksson (9.), 2-0 Einar
Sigþórsson (24.), 2-1 David Disztl (26.), 2-2 Dean
Martin (71.), 3-2 Ármann Pétur Ævarsson (89.).
Leiknir R.-ÍA 1-1
1-0 Gunnar Einarsson (60.), 1-1 Gísli Freyr
Brynjarsson (73.).
ÚRSLIT
BARÁTTA Það var mikið undir í topp-
baráttuleik Stjörnunnar og Breiðabliks í
gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN