Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 MÓTAR FYRIR LÍNUM Gegnsæ föt eru vinsæl í sumar enda margir sem vilja láta skína í sólbrúnt hold án þess þó að tjalda öllu til. Gegnsæir kjólar eða skyrtur við hlýraboli og undirpils hitta beint í mark. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri „Ég keypti þennan kjól á Net- inu fyrir tveimur árum. Þetta er dönsk hönnun sem íslensk stelpa í Danmörku var að selja,“ segir Erla María Markúsdóttir, sem kom nýlega til landsins eftir vel heppnaða ferð á alþjóðlega kóra- keppni í London með Graduale Nobili þar sem kórinn hlaut tvenn verðlaun. Spurð um fatakaup í kórferð- inni segir Erla María: „Ég komst í Top Shop í London sem er sú stærsta sem ég hef á ævi minni komið inn í. Búðin var á fimm hæðum með sérhæð fyrir skó. Ég held ég hafi næstum keypt heila hæð, ég verslaði svo mikið en það voru útsölur í gangi,“ segir Erla María, sem finnst skemmtilegast að fara til útlanda í verslunarleið- angra. Erla María segist hafa mikinn áhuga á tísku. „Ég er ekkert tísku- frík en fylgist með og les tísku- blogg á Netinu,“ upplýsir hún og segist ung hafa fengið áhuga á tísku. „Þetta gerðist þannig að ég hafði eiginlega áhuga á öllu því sem var blátt,“ segir hún og bætir við að enn þann dag í dag gangi hún alltaf í einhverju bláu. Þegar Erla María er beðin að lýsa þessum áhuga sínum á bláum lit betur segir hún: „Ég á þrjá bræður og gekk í fötum af þeim vegna þess að þau voru blá,“ segir Erla María og heldur áfram: „Þetta var samt ekkert planað hjá þeim. Þeir æfðu með Fram og voru þess vegna alltaf í bláu,“ upplýsir Erla María, sem segist aðallega hafa klæðst Fram-gall- anum bláa heima hjá sér. Þá segist hún hafa klætt dúkk- una sína í blá föt og að dúkkuvagn- inn hennar hafi verið blár. Marg- ir hafa veitt þessari bláu ástríðu hjá Erlu Maríu eftirtekt. „Sumir halda að þetta sé einhver geðveiki en öðrum finnst þetta fyndið. Ég er alltaf að reyna að kaupa eitt- hvað annað en blátt, en ef ég lít inn í fataskápinn minn þá er hann allur blár. Ég á einn bleikan kjól og eina fjólubláa peysu.“ martaf@frettabladid.is Fataskápurinn allur blár Erla María Markúsdóttir les tískublogg og segir áhuga á tísku hafa myndast snemma þegar hún upp- götvaði bláan lit á fötum og klæddist Fram-galla bræðra sinna heima við. Enn klæðist hún bláu daglega. Erla María segist klæðast þessum danska kjól dags daglega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.