Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 28
23. JÚLÍ 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● farsímar
„Sala farsíma hefur auðvitað eitt-
hvað minnkað en samt sem áður er
hún stanslaus allan mánuðinn þó
það sé ekkert í líkingu við árið í
fyrra,“ segir Atli Rafn Viðarsson,
yfirmaður verslunarsviðs hjá Tali.
„Ótrúlegt en satt er engin kreppa
hérna. Fólk kaupir ódýrari síma
og er ekkert endilega að hugsa um
alla aukatæknina sem fylgir með
farsímunum heldur vill hafa þetta
einfalt.“
Atli segir að nýr LG-sími með
snertiskjá sé mjög vinsæll um
þessar mundir hjá Tali. „Hann
kom í síðasta mánuði og er vandað-
ur en ódýr. Í samanburði við aðra
síma með snertiskjá er hann jafn-
vel á þrefalt lægra verði.“
Í farsímaþjónustu er Tal með
nýtt tilboð sem hófst í sumar. „Þá
erum við að tala um sex eða þrjá
vini óháð kerfi. Það hefur gengið
mjög vel og fólk er að skipta yfir
til okkar og nýta sér þetta tilboð,“
segir Atli. - mmf
Kreppan ekki á Tali
Suðurkóreska fyrirtækið Samsung
Electronics segist ætla að verja
yfir fjórum billjörðum Banda-
ríkjadala í að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda frá verksmiðj-
um sínum.
Vonast forsvarsmenn Samsung
Electronics að með þessu móti
verði hægt að minnka losun skað-
legra efna úr framleiðslustöðv-
um þess um 50 prósent. Þess utan
ætlar fyrirtækið að þróa og fram-
leiða orkunýtnari vörur en það
hefur gert hingað til, þar á meðal
kæliskápa og loftræstibúnað.
Frumkvæði fyrirtækisins má
rekja til áætlana stjórnvalda í
Suður-Kóreu um að leggja aukna
áherslu á umhverfismál. Suður-
Kórea er nú í tíunda sæti yfir þau
lönd í heiminum sem menga mest
og hefur stjórnin heitið því að
verja 84 billjörðum Bandaríkja-
dala í að gera landið umhverfis-
vænna á næstu fimm árum.
Sérfræðingar álíta að samstillt
átak hins opinbera og fyrirtækja í
þessum efnum muni efla hagvöxt
og draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda. - ng
Fjárfestir í
grænni framtíð
Samsung ætlar sér að draga úr mengun
frá verksmiðjum sínum. NORDICPHOTOS/AFP
Í Bandaríkjunum er nú deilt um hvort
hringitónar flokkist undir opinberan
tónlistarflutning sem eigi að greiða
stefgjöld af. NORDICPHOTOS/GETTY
Samtök bandarískra tónskálda, höf-
unda og útgefenda í New York hafa
höfðað mál gegn fyrirtækjunum
AT&T og Verizon fyrir að dreifa
hringitónum í farsíma. Þau vilja að
úrskurðað verði hvort hægt sé að
flokka hringitóna sem farsímanot-
endur geta halað niður í síma sína
undir opinberan tónlistarflutning.
Ógerningur þykir að lögsækja
alla þá sem hlaða niður lögum á far-
síma, enda eru þeir milljónir talsins.
Deilan snýst því um lögmæti sjálfr-
ar tækninnar sem býr þar að baki
og hugsanleg stefgjöld af hringitón-
um, en fyrirtæki sem dreifa þeim
til farsímanotenda greiða nú þegar
skatt af dreifingunni.
Forsvarsmenn fyrrnefndra sam-
taka halda því fram að ekki verði
deilt um hvort hringitónar flokkist
undir opinberan flutning á tónlist á
meðan hringitónar standa farsíma-
eigendum til boða. Gildi einu hvort
hringingin heyrist eða ekki. And-
stæðingar þeirra segja málsóknina
hins vegar tefla rétti neytenda í tví-
sýnu. - ng
Tónlistariðnað-
ur fer í hart
Atli Rafn segir að hjá Tali sé boðið upp á þrjá eða sex vini óháð kerfi án aukagjalds.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
38
55
0
Það er
Þú ge
tur
talað
fyrir
12.00
0 kr.
1.000
kr. in
neign
á mán
uði í e
itt ár
fylgir
síma
num.
LG Viewty
34.900 kr.
Nokia 5800 XpressMusic
69.900 kr.
Samsung S5600
54.900 kr.