Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 7 Farsímaframleiðendur fara ýsmar leiðir til að vekja athygli á vörum sínum eins og sann- aðist þegar Sony Ericsson tók höndum saman við japanska tískuhönnuði á dögunum. Hið japansk-sænska Sony Ericsson gætir þess að tolla í tískunni, eins og sannaðist á nýafstaðinni sýn- ingu í Tókýó í Japan þar sem fyr- irtækið kynnti nokkra flotta síma til sögunnar. Sony Ericsson hefur átt í nánu samstarfi við alls kyns hönnuði sem sérhæfa sig í götutísku og því eru föngulegar sýningarstúlk- ur algeng sjón á sýningum fyrir- tækisins. Þar spígspora þær með farsíma á sýningarpöllunum. Sýn- ingarstúlkunum er ætlað að sýna fram á að símarnir séu mikilvæg- ur hluti af ímynd hvers og eins. Farsímarnir, eins og þeir sem voru til sýnis í Tókýó, er yfirleitt aðeins á færi efnaðra að eignast. Til marks um það var þar hægt að fá demantsskreyttan farsíma á litla 25.000 bandaríska dollara eða sem samsvarar 3.164.500 ís- lenskum krónum. Í slíkum tilvik- um er útlit símans aðalatriði en ekki notagildi. Þess má geta að japanski tísku- iðnaðurinn veltir um 88 billjón- um dollara á ári hverju. Því getur verið eftir miklu að slægjast fyrir farsímaframleiðendur sem vilja koma sér á framfæri fyrir hans tilstuðlan. - ng farsímar ● fréttablaðið ● Engin útborgun og 12.000 kr. inneign fylgir Komdu strax í næstu verslun Vodafone eða á vodafone.is og kláraðu dæmið Lifðu núna Nokia 5130 XpressMusic Frábær sími með myndavél og tónlistarspilara 0 kr. út og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Staðgreitt: 23.900 F í t o n / S Í A F I 0 2 9 6 3 0 Sýningarstúlka með farsíma úr smiðju Sony Ericsson. Ekki hafa allir efni á símunum sem voru til sýnis í Japan, þar sem áhersla var lögð á flott útlit. AFP/NORDICPHOTOS Farsímarnir voru margir hverjir ótrúlega litskrúðugir eins og sést af þessum bleiku símum sem búnir er myndavélum. Tollað í tískunni í Tókýó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.