Samvinnan - 01.02.1950, Síða 3
Hin nýja ullarþvottastöð á Gleráreyrum, sem tók til starfa um áramótin. Húsið er áfast við hina nýju Gefjun, sem er i smíðum, og sést
hið sérkennilega þak nýbyggingarinnar til hœgri á myndinni. — í baksýn Glerárþorp.
Ullarþvottur í bæjarlæknum lilheyrir forfíðinni
Nýtízku vélar þvo alla ullarframleiðslu landsins
í hinni nýju þvottastöð Gefjunar
ULLARÞVOTTUR í bæjarlæk og
ullarbreiður til þerris í túnjaðr-
inum er sýn, sem eftirkomendur okk-
ar geta lesið um í sögubókum en ekki
séð með eigin augum. Einnig á þess-
um vettvangi hefur nú orðið bylting
í framleiðsluháttum landsmanna. Nú
um sl. áramót tók til starfa hin nýja
ullarþvottastöð, sem Samband ísl.
samvinnufélaga hefur látið reisa við
Gefjun á Akureyri. Verksmiðja þessi
á að vinna verk, sem þúsundir bænda
og húsfreyja í sveit höfðu með hönd-
um allt fram á síðustu ár. Ein stór
vélasamstæða og nokkrir starfsmenn
geta nú leyst af hendi allan ullarþvott-
inn. Með framkvæmdum Sambands-
ins á Gleráreyrum er leyst úr aðkall-
andi þörf íslenzks landbúnaðar og
ullarvinnslunni í landinu búin betri
skilyrði en áður hafa þekkzt hér.
FÓLKINU í sveitum landsins hef-
ur fækkað mjög á síðustu árum.
Þessi fólksfækkun hefur eðlilega orðið
þess valdandi að ýmis störf, sem áður
voru unnin heima í sveitunum, hafa
ýmist lagzt niður, eða aukinn og bætt-
ur vélakostur hefur komið í stað
mannshandarinnar. Allt frá landnáms-
tíð og fram á síðustu ár, var ullin
þvegin og þurrkuð heima í sveitun-
um. En fólksfæðin nú hin síðari ár og
mörg ný störf, sem fylgja aukinni
ræktun og auknum athöfnum, hafa
leitt til þess, að það mátti heita und-
antekning, að bóndi afhenti ull sína
þvegna til sölumeðferðar. Augsýnilegt
var, að leysa þurfti þetta mál með nýj-
um aðferðum, og líklegast til árangurs
var að leysa það fyrir forgöngu sam-
vinnusamtakanna. Þegar fyrirsjáanlegt
var, hvert stefndi í þessum málum, á-
kvað Samband ísl. samvinnufélaga að
byggja ullarþvottastöð af fuilkomn-
ustu gerð um vélakost og fyrirkomu-
lag. Var ákveðið að byggja hana í
sambandi við Ullarverksmiðj. Gefjun
á Akureyri, sem nú er verið að stækka
og endurbyggja. Bygging ullarþvotta-
stöðvarinnar hófst í september 1947.
Og nú fyrir skömmu var húsið full-
gert, vélar uppsettar og verksmiðjan
gat tekið til starfa. Þar með eru upp-
3