Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.02.1950, Qupperneq 5
FRELSISHETJUR St7iásaga eftir INGÓLF KRISTJÁNSSON AÐ VAR ALLTAF slegið upp dansleik á Grafareyri, þegar strandferðaskipin komu. Þetta var gamall siður. Og nú fannst fólkinu alveg sérstakt tilefni til að gleðjast, því að von var á nýju strandferðaskipi. Það var Baula, sem nú var í sinni fyrstu ferð vestur og norður um land. Þorpið var ákaflega fámennt og afskekkt, og íbúunum var það mikið tilhlökkunarefni, þegar von var á strandferðaskipi. Vissulega veitti fólkinu á Grafareyri heldur ekki af því, að létta sér ofurlítið upp úr fásinninu og hversdagsleikanum í þau fáu skipti, sem samkomufært gat talizt, en það var varla nema þegar svo stóð á, að farþegar strand- ferðaskipanna höfðu tóm til að dvelja þar eitthvað. Sjaldan var það, að strandferða- skip kæmu að Grafareyri oftar en þrisvar til fjórum sinnum á ári, en þar á milli voru það aðeins litlir mótorbátar, sem héldu uppi samgöngum við staðinn, og með þeim voru nær aldrei neinir farþegar, nema þá ef Eyr- armenn sjálfir höfðu brugðið sér að heiman um tíma. Og það var ekki einungis unga fólkið á Grafareyri, sem beið komu Baulu með eftir- væntingu; eldra fólkið vildi einnig taka þátt í gleðskapnum og lyfta sér upp. Miðaldra fólk — og jafnvel aldrað — var vant því að fara á dansleikinn, þegar strandferðaskip kom, og endurminningarnar voru því jafn- mikilsvirði og kjarnfóðrið kúnum. Oft hafði það meira að segja borið við, að kotin á Eyrinni væru mannlaus, meðan dansinn dunaði í fiskihúsinu hans Dósóþe- usar Jónassonar, en þar voru dansleikirnir alltaf haldnir — annar samkomustaður var ekki til í þorpinu. /~VG NÚ VAR von á nýja strandferðaskip- ” inu á hverri stundu. Það var að vísu orðið eitthvað á eftir áætlun, en ef marka mátti skipafréttirnar í útvarpinu, hlaut Baula að koma til Grafareyrar fyrir kvöldið. Strax upp úr hádeginu fóru þorpsbúar i sjaldhafnarfötin sín, spígsporuðu úti við með hendur í vösum, mösuðu saman og litu alltaf annað veifið út á fjörðinn. Nei, ennþá bólaði ekkert á skipinu! En hvort það yrði ekki líf í tuskunum, þegar það loksins kæmi! Nú hlutu að vera margir farþegar á norðurleið, bæði kaupa- fólk og svo þeir, sem fyrstir færu á síldveið- arnar. Já, vera mátti, að söltunarstúlkurnar væru lagðar af stað, þótt engin sild væri að yísu komin ennþá. Piltarnir fálmuðu upp í hnútinn á bind- inu sínu, ráku fram hökuna og lagfærðu hálsbindið, litu í spegil, þar sem þeir komu því við, eða bara niður í rigningarpolla, brugðu greiðu í hárið og reyndu að liða það, og dustuðu loks ryk af jakkahomunum og buxnaskálmunum. Já, hvort það skyldi ekki(»erða knall, þeg- ar síldarstúlkurnar kæmu! Strákarnir skelltu saman lófunum, stukku upp í loftið og hvíuðu eins og stóðhestar. Kvenfólkið á Eyrinni var út af fyrir sig ekki eins hávaðasamt, en þó var ekki laust við að einhver ókyrrð væri komin í blóð þess. Þær skvettust milli húsanna, ungar stúlkur og húsfreyjur, voru rjóðar og sælleg- ar, og mösuðu ósköpin öll, ýmist hvíslandi eða í háum, sönglandi róm. Þær voru eitt- hvað svo óvenju hláturmildar og glaðsinna þennan dag. Allar voru þær í sinu fínasta „pússi“; höfðu snyrt hár, andlit og hendur, og þær eins og dilluðu allar af innvortis óró — gátu aldrei setið kyrrar, en voru líkt og kría á steini eða steindepill, og hringsnerust hver í kringum aðra. Og augu þeirra voru hvarflandi og flöktu af einu á annað, og það voru einhverjir furðulegir glampar í þeim, líkt og brygði fyrir eldingu, og í vöngunum var frísklegur roði, sem bylgjaðist eins og norðurljósið á heiðum kvöldhimni. IT’IÐUR ALFONSSON, formaður skemmti- nefndarinnar, kallaði nefndina saman upp úr hádeginu, og síðan hélt hann með föruneyti sitt niður í fiskhús Dósóþeusar Jónassonar. Og nú voru margar hendur á lofti. Allir kepptust við að færa til ýmiss konar dót og umstafla fiskinum — færa hann út að veggj- um hússins, þannig, að miðhluti þess yrði auður. Og loks var gólfið skrúbbað og þveg- ið. Sjálfur stóð Dósóþeus útgerðarmaður út við dyr, meðan þessu fór fram, og hafði eft- irlit með verkinu. Hann reykti vindling sinn og kímdi góðlátlega að ákafanum og kapp- inu í unga fólkinu. Raunar hafði hann aldrei séð það taka svona rösklega til hendinni, hvorki hér inni í húsinu né úti á fiskreitnum. En hvað um það, hann fékk þó sönnun fyrir því, að það átti til ekki svo litla snerpu, og gott mundi að geta minnt á þetta siðar, þeg- ar mikið lægi við; reiturinn þakinn af fiski og væta í aðsigi. Hann gaf um það skýrar og röggsamar fyrirskipanir, hvernig öllu skyldi hagað, og engum leiðst að hnuðla fiskpakk- ana eða handleika þá óvægilega. Loks þegar búið var að ryðja gólfið í miðju húsinu, fékk Dósóþeus Jónasson Eiði Alfonssyni, formanni skemmtinefndarinnar, fánaslitur. (Sparifáninn var dreginn að hún á fiskhúsinu). Síðan sagði Dósóþeus Eiði að hengja fánann á gaflinn gegnt dyrum húss- ins; það væri virðulegra að hafa fána í sam- komusalnum. Það setti líka nokkum hátíða- svip á umhverfið! Og um þetta var Eiður Alfonsson útgerð- armanninum alveg sammála. Hann var næstum hrærður yfir greiðasemi Dósóþeus- ar, og hann handlék fánann af stakri var- færni og lotningu. Því næst klifraði Eiður upp á fiskstaflann innst í húsinu og breiddi úr fánanum á þilið. Þegar því var lokið, sneri Eiður Alfonsson sér við og leit þarna ofan úr hæðunum yfir handaverk sin og 5

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.