Samvinnan - 01.02.1950, Qupperneq 9
HVENÆR KOMA ATÓMORKUVERIN?
FLESTAR uppgötvanir eiga í fyrstu
erfitt uppdráttar, og tæknilega
hagnýtingu þeirra ber fyrst og frernst
að þakka bjartsýni og óbilandi trú
fárra manna, sem rutt hafa öllum
hindrunum til hliðar og borið
uppgötvanirnar fram til sigurs og
tæknilegs raunveruleika. Þannig er
þessu varið enn í dag, einnig í hinum
tæknilega vel þróuðu ríkjum vest-
rænna þjóða. Þar er sæmilega vel
séð fyrir flestum þörfum, og engin
nýung, sem fram kemur, er án
samkeppni eldri aðferða. Um atóm-
orkuna skyldu menn ætla að gegni
öðru máli; hún hefur til þessa verið
með öllu ófáanleg, og ætti því eftir-
spurn eftir henni að vera mikil og án
samkeppni. Þessu er og þannig varið
með atomorkuna sjálfa og það, sem
hægt er að ná með henni einni. í
Bandaríkjunum og Bretlandi er auk
atómsprengjuframleiðslunnar þegar
farið að nota atómorkuna til þess að
framleiða geislavirk gervifrumefni,
sem hin mesta eftirspurn er eftir til
margvíslegra vísindalegra rannsókna
og aðgerða. Sem aukaframleiðsla við
þessa nýstárlegu efnavinnslu fæst mik-
il varmaorka, sem nota má til þess að
framleiða raforku á svipaðan hátt og
gert er með öðrum eldri varmagjöfum
svo sem kolum og olíu. Þó er hér sú að-
staða, að raforkan er unnin með hag-
nýtingu atómorkunnar sem nokkurs
konar aukageta til lækkunar á hinum
eiginlega reksturskostnaði.
Allt annað viðhorf skapast ef raf-
orkuvinnslan verður aðalmarkmið
hagnýtingar atómorkunnar. Þá er kol-
um, olíu og vatnsorku að mæta sem
keppinautum. Fróðlegur er hér sam-
anburður við vatnsorkuna, sem eink-
um kemur til greina hér á landi. Végna
þeirrar hringrásar vatnsins í náttúr-
unni sem sólarorkan veldur, liafa
vatnsorkuverin stöðugt ókeypis vatn
til rekstursins. Aðalkostnaðurinn fer í
að koma mannvirkjunum upp og
halda þeim við. Stofnkostnaður vatns-
orkuvera er því miður yfirleitt mun
hærri en við orkuver, sem knúin eru
með kolum eða olíu. í þess stað er
reksturskostnaðurinn mun minni, þar
f áframhaldi af greinum um
kjarnorkxma, sem birzt hafa í
Samvinnunni undanfarin ár, fer
hér á eftir grein um möguleika þá,
sem fyrir hendi eru nú til þess að ;
hagnýta kjamorkuna til friðsam- |
legra afnota. Dr. Sveinn Þórðar-
son hefur ritað greinina fyrir <
Samvinnuna. í
eð kostnaður vegna eldsneytis er eng-
inn. Þrátt fyrir þetta er þó jafnvel í vel
þróuðum iðnaðarlöndum tiltölulega
lítið um vatnsvirkjanir, vegna þess hve
hár stofnkostnaðurinn er jafnaðarlega.
Það er þó viðurkennt að stór vatns-
orkuver veita ódýrasta raforku.
Við atómorkuvinnslu eyðist hráefn-
ið svo hægt og orkuauðgi efnisins
milljónföld miðað við kol, að ,,elds-
neytis“-kostnaður virðist varla geta
orðið mjög hár. Hins vegar er stofn-
kostnaður atómorkuvers með ölluin
þeim útbúnaði, sem því fylgir, mun
hærri en við vatnsorkuver. Það myndi
þýða, að orkuvinnsla með atómorku
kæmi aðeins þar til greina, sem sérstök
skilyrði eru, svo sem þau, að aðrir
orkugjafar séu ekki til á staðnum og að
flutningskostnaður sé tiltakanlega
mikill. Þegar því er haldið fram, að
skammt sé þar til atómorkan verði
hagnýtt í orkuverum, þá er það bjart-
sýni, sem mun koma sér vel til þess að
sigrast á margháttuðum örðugleikum,
sem framundan eru, en sem þó mun
hjá mörgum stafa af vöntun á saman-
burði á rekstursgrundvelli þessarar
nýju orkuvinnsluaðferðar við þær,
sem fyrir eru. Sem samanburðar-
grundvöll mætti gera ráð fyrir, að
vinnslukostnaður úraníumsins og
Þatinig hugsa menn sér atomaflstöð.
9