Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Page 11

Samvinnan - 01.02.1950, Page 11
notuð eru í vélar orkuversins, soga mjög í sig neutrónur og eru því óheppileg í vélar, senr knúðar eru frá atómofnum. Sú hætta, að geislavirk efni komist inn í gufutúrbínurnar vof- ir því yfir, og rísa út frá því marghátt- uð vandamál, sem að svo komnu ekki er ljóst hvernig leyst verði, eins og þau hverjar verkanir geislaverkunarinnar verði á kæli- og smumingsefni, ein- angrunarefni og önnur raffræðileg efni. Krafan verður þá sú, að efnið, sem notað verður í vélar allar, verði bæði að standast áhrif geislaverkan- anna og þau háu hitastig, sem notuð eru í nútírna gufuaflsstöðvum. y FYRSTU stöðvunum, sem starf- X ræktar voru í Bandaríkjunum til vinnslu plútoníums, hins nýja gerfi- frumefnis, sem unnið er úr úraníum 238 og sem getur gefið svipaðar, orku- þrungnar keðjuverkanir og úraníum 235, var ekki leitast við að hagnýta varmaorkuna. Var notað svo mikið kælivatn, að Columbía-stórfljótið sem kælivatnið er tekið úr, hitnaði um að- eins eina gráðu. Er talið að þar hafi um ein milljón kílóvattaorka farið for- görðum. Á öðrum stöðum var gufan ekki hituð nema upp í eitt hundrað gráður. Á þann hátt er þó ekki hægt að starfrækja gufuaflsstöð. Það minnsta sem komizt verður af með, er um þrjú Jiundruð stiga heit gufa, en æskilegast væri að gufan va^ri um sex hundruð stiga heit, því að orkunýting eldsneyt- isins vex þá mjög snögglega. Verður sem sé að taka fullt tillit til þeirra stór- stígu framfara, sem einnig hafa orðið á sviði hinna „venjulegu“ orkuvera. Hins vegar er tæpast hægt að búast við að unnt verði að hafa svo há hitastig fyrst urn sinn, þar sem allt er svo óljóst um það, hvernig vélabúnaðurinn muni þola hið tvöfalda álag hins háa liitastigs og geislaverkananna. I sann- leika sagt vita menn ekki um neitt smíðaefni, sem heppilegt sé í nútfma gufuaflstöð, er gangi fyrir atómorku. Draga því margir fræðimenn mjög í efa, að fyrst um sinn verði hægt að starfrækja atómorkuver þannig, að af- kpma og rekstraröryggi sé viðunandi. Telja þeir að slíkar stöðvar séu þá fyrst hugsanlegar, er öruggt smíðaefni og stóraukin rekstrarkunnátta hafi fengist. Keðjuverkanir þær, senr hefjast með sundrun úraníum-atómanna og mik- illi varmamyndun, var uppgötvuð í desember 1938 af Þjóðverjunum Hahn og Strassmann. Þó er það ekki nema eitt afbrigði ('ísótóp) úraníum- atómanna, svokallað úraníum 235, sem sundrast við það að elektrónur lenda í þeim. Við hverja atómsundrun koma, auk gammageisla, fram þrjár neutrónur, sem að sínu leyti geta vald- ið nýjum sundrunum og breiðist efna- breytingin þannig æ örar út. Þýðing- armikið atriði í þessu sambandi er að draga hæfilega úr hraða elektrónanna, þannig, að þær fái sem ákjósanlegust skilyrði til þess að sundra frekari úran- íum-atómum. í Þýzkalandi var notað til þess svokallað þungt vatn, sem á stríðsárunum var framleitt í Nore<>i, þar til vinnslustöðvarnar voru sprengdar í loft upp. Á miðju ári 1942 var lítill úraníum-ofn kominn í gang í Þýzkalandi. í honum var úraníum- málmi komið fyrir í kúlulöguðum lögum með þungu vatni á milli. Vegna styrjaldarástandsins var þó þar í landi ekki lögð rík áherzla á að halda rann- sóknum þessum áfram þar eð ekki var talið mögulegt að framleiða atóm- sprengjur. Hálfu ári síðar, í desember 1942 var fyrsti úraníum-ofninn einnig kominn upp í Bandaríkjunum. Þar varð þróun þessara mála öll önnur og örari, þar eð stefnt var að því með öll- um ráðum að framleiða atómvopn, sem og leiddu til skjóts sigurs í viður- eigninni við Japani. Möguleikinn á atómvopnunum sem stórvirkum hern- aðartækjum varð þannig ástæðan fyrir hinni afar-öru þróun, sem þarna varð. Því miður er það enn svo, að megin- ástæða hins mikla stuðnings stórveld- anna við þessa vísindagrein er fyrst og fremst af hernaðarlegum rótum runn- in, vegna atómsprengjanna. Frekari „kostur“ við þær er, að hin geislavirku úrgangsefni liafa einnig reynzt notliæf í hernaði þar eð geislaverkanir þeirra eru svo miklar, að svæði, sem þeim er dreift yfir, verður að „dauðasvæði", sem öllum lífverum er stórhættulegt að vera á. Með ótta og skelfingu hugsa nú þjóðir heims til þess voða sem yrði, ef til atómstyrjaldar kæmi, og því mið- ur er sú skoðun almenn, að siðferði- legur þroski mannkynsins sé ekki þeim vanda vaxinn að liagnýta krafta þessa til blessunar fyrir alla. HAGNÝTING atómorkunnar til friðsamlegra nota stendur því langt að baki þróun atómvopnanna. Mjog fróðlegt er í þessu sambandi nefndarálit brezkra vísindamanna undir forystu Blackett prófessors. F.r þar greint frá því, að raunar sé mögu- leg hagnýting atómorkunnar til iðn- aðar jafnhliða framleiðslu atómvopn- anna, en að það myndi þýða, að þró- unin yrði á þann hátt hægari en ef rannsóknarvísindin fengju aukið frjálsræði. Nefndin benti á viðbúnað Bretlands undir atómstyrjöld og að þær þarfir myndu látnar sitja í fyrir- rúmi. Sömuleiðis fjallar síðasta skýrsla atómorkunefndar Bandaríkjanna til Bandaríkjaþings nær ein\örðungu um tilraunir með atómvopn. Viðleitnin til þess að koma á alþjóða eftirliti með atómorku fór út um þúfur í maí 1948. Fyrir skömmu varð kunnugt, að Rúss- land væri þegar farið að framleiða atómsprengjur og mun það varla verða til þess að draga úr því kappi, sem lagt er á smíði atómvopna. Að vissu leyti má segja, að hér sé fólginn vísirinn að svari þeirrar spurningar, sem grein þessi hefst á. Þegar svo verður komið, að með vissu verður talið, að þriðja heimsstyrjöldin sé orðin ógerleg vegna þeirrar áhættu, sem henni fylgir fyrir alla aðila, hlýtur hagnýting atomork- unnar í orkuverum að verða efst á baugi. Þá myndi umfangsmikil hem- aðar iðngrein verða að samlaga sig við- fangsefnum friðarins. Mætti jafnvel segja að tæknilega séð séu hernaðarnot atómorkunnar nauðsynlegur undan- fari hinna almennu friðartíma nota, því að kostnaðar- og útgjaldahliðin er ekkert aðalatriði þegar um svo stór- virkt vopn er að ræða, auk þess sem menn í hergagnaiðnaðinum sætta sig við meiri áhættu en almennt gerist og á það ekki sízt við um sprengiefnaiðn- aðinn. Sem stendur eru í Bandaríkjunum einum urn fimmtíu rannsóknarstöðv- ar, sem hafa útbúnað til þess að gera efnisagnir mjög hraðfleygar og eru þær notaðar sem skeyti til þess að sundra með þeim atómkjörnum. I öðrum löndum jarðar er vitað um tíu slíkar (Framhald á bls. 28) 11

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.