Samvinnan - 01.02.1950, Síða 15
hringt eftir þernu og látið færa okkur
eitthvað upp eða farið niður í veit-
ingasal. Það er músík niðri og fullt af
fólki, skólakrakkar og — annars ræður
þú.“
Gunna hikar við og spyr, hvort ekki
séu allir svo fínir, hvort hún þurfi ekki
að hafa fataskipti, en ég bið hana í öll-
um bænum að hafa ekki áhyggjur út af
klæðaburði sínum. Það verði líklega
nóg glápt á hana, þar sem hún sé ó-
kunnug í bænum, þó að hún sé ekki
áberandi vel klædd.
„Þarna er lítill salur.“ Eg bendi í
áttina til Rotary-salarins. „Þar höldum
við stundum upp á afmæli bekkjar-
systkina okkar. Pöntum kaffi og
rjómatertur og fáum síðan að dansa.“
„Nei, Joji. Lærir þú á K. E. A„
drengur? Hvað lest þú? Skólabækur?“
Hann situr í sarna stól og Gaukur
áður.
„Laxness, góða. Hvað annað en
Laxness."
Ég hrekk frá og kippi Gunnu með
mér inn á sal. „Lánið eltir Jón.“ Þarna
standa stelpur upp frá borði innarlega
í, salnum til vinstri. Fyrirtaks staður.
Við skundum inn eftir gólfinu, og í
ákafanum eftir að komast sem fyrst að
borðinu gleymum við allri feimni og
um leið allri tilgerð.
„Eru blóm á borðinu um hávetur-
inn? Yndislegir túlípanar." Gunna er
undrandi.
Um salina hljómar hægur vals. Við
lítum hvor á aðra. Við þurfum ekki
að tala. Við vitum, að.við hugsum báð:
ar það sama. „Ef rnenn mættu dansa.“
En við skynjum jafnframt. „Nei, þá
missti staðurinn þennan heimilislega
og vistlega blæ, sem hann virðist hafa
í svo ríkunr mæli.“
„Gunna, ég vildi, að. eitthvað af
þessum gluggatjöldum væri komið
fyrir gluggann okkar Lillu. Finnst þér
þau ekki falleg?“
Jú, Gunna samsinnir það, og við
höldum áfram að virða fyrir okkur
gluggatjöld, hengi, og nú kemur F.lla
til þess að taka við pöntun okkar. —
„Kaffi og kökur handa tveimur."
Hún gengur um, hnarreist og örugg
í fasi, þó að hún sé með fullan bakk-
ann. Við dáumst að þessum laglegu
stúlkum, sem ganga hér um beina,
klæðaburði þeirra og viðkunnanlegri
framkomu. Þær hafa oft mikið að gera,
og ég skýt því að vinkonu minni, að
það sé ekki víst, að við fáum kaffið
okkar þegar í stað. Nokkrir ungir pilt-
ar ganga fram hjá okkur og skyggnast
um eftir borði. Þeir verða að sætta sig
við að setjast úti á miðju gólfi. Ég
brosi mínu blíðasta brosi til eins
þeirra, og annar kinkar kolli til mín.
Ég er hreykin. Þetta eru sjöttubekk-
ingar.
„Hvað er þetta? Þekkirðu alla?“
,,Já, þetta eru skólasystkini mín.
Þau fjölmenna hingað í kvöld sem
endranær. Drekkirðu hér eftirmiðdags-
kaffi á morgun, eru líkur til, að þú
fáir einnig að sjá eitthvað af kennur-
unum okkar, fulltrúum, forstjórum og
útgerðarmönnum. Þeir kunna vel við
sig hér, ekki síður en við, en eru lík-
lega kvöldsvæfari.“
Sjöttubekkingarnir eru komnir í all-
háværar umræður. Þeir ræða án efa
um stjórnmál. Vörður — Sjálfstæðið —
Sjálfstæðismenn.
„Sérðu parið þarna inni í horninu?“
hvísla ég til Gunnu. „Þetta er umsjón-
armaðurinn f minni deild og Adda.
Þú hlýtur að kannast við liana. Hún er
þarna að austan. Það virðist kært með
þeint.“
Ella kemur með kaffið og hellir því
rjúkandi í bollana. Ágætis kaffi. ,,Já,
það er alltaf sama góða bragðið af því.
Skyldu Jreir setja kúmen í það? Gjörðu
svo vel. Pönnukökur.“
Við lítum fram í sal. Hlátrasköll
heyrast. Það situr fernt saman.Reykj-
arsvæluna leggur frá borðinu. Stúlk-
urnar veltast um af hlátri. Hvað hlæg-
ir þær? Jú, öðrum piltinum hefir orð-
ið sú skyssa á að velta bjórflösku, sem
stóð á borðinu, um koll. Það fer hroll-
ur um Gunnu. Ég flýti mér að til-
kynna henni, að þetta fólk sé ekki í
skólanum. „Og ekki heldur Jressar við
næsta borð,“ bæti ég við. Mér finnst
önnur liafa teygt tugguna fulllangt út
úr sér og skýringin því ekki óþörf.
Gunna hnippir í mig. „Hver er
Jressi? Hún er ekki íslenzk, það er ég
viss um.“
Égandmæli Jt\ í, hún er sem sé hótel-
stýran hérna.
(Framhald, á bls. 25)
15