Samvinnan - 01.02.1950, Page 17
„Villidýraveiðin," eftir Lorjou. „Fólk er þreytt á Picasso," segir þessi nýi sþámaður.
Nýja lislalízkan í París: PICASSO
HAUSTSÝNINGAR í listinni —
septembersýningar á íslandi —
eru upprunnar í París eins og flest
önnur tízka. Á þeim á hin svonefnda
nútíma-myndlist höfuðvígi sitt. Þar
hafa komið frain flestir þeir ,,ismar“
í myndlist, sem nokkuð hefur kveðið
að nú hin síðari ár. Á sl. hausti voru
sýnd nokkur einkennileg málverk í
Salon d’Automne í París, og birtist hér
að ofan mynd tveggja þeirra. Kunnur
amerískur gagnrýnandi lýsti þeim og
nýju lisatízkunni í París í skemmti-
legri grein í amerísku tímariti nú fyrir
skömmu. Verður hér á eftir stuðzt við
frásögn hans.
FORVITNIR listunnendur, segir
hann, sem leggja leið sína um
hægri bakka Signufljóts um þessar
mundir, staðnæmast venjulega lengst
við nokkur ný málverk, sem þar eru til
sýnis í Musée des Beaux Arts. Mynd-
irnar virðast vera frumstæðar og
klaufalega gerðar, eins og vanþroska
barn hafi verið að verki, en samt sem
áður hefur þessi tízka í myndlistinni
einhvern kraft fólginn í sér, því að
hún heldur áfram að vera til og jafnvel
sækja fram af eigin ramleik. í augum
sumra er þarna tilraun í þá átt, að losa
síðari helming aldarinnar úr viðjum
fyrri hluta hennar, og þeir líta á haust-
sýninguna síðustu sem fyrstu merki
vors í listinni.
En þetta er þó í rauninni allt gömul
saga. Síðan snemma á 19. öld, hefur
París lokkað myndlistarmenn til sín,
eins og segull. Þangað liafa sótt lista-
menn frá flestum löndum veraldar. í
París fullkomnuðu impressjónistarnir
listastefnu sína, litskrúð og kenningar,
og hér voru nöfn Monet, Renoir, Sisley
og Pisarro skráð á sögunnar spjöld. Og
sem óhjákvæmilegt mótvægi gegn bylt-
ingu þeirra birtist Cezanne, og áherzla
sú, sem hann lagði á formið. Mótvægið
gegn stefnu hans varð óhjákvæmilega
kúbisminn, og árið 1905 fæddist enn
litskrúðugra afbrigði, nefnilega „fauv-
ismi“ Matisse og lærisveina hans. Og
síðan hafa „ismarnir" komið hver á
er "gamall fal"
fætur öðrum, abstraktjónismi, fútúr-
ismi, púrismi, o. s. frv., listinn er lang-
ur og nöfnin torkennileg. En liver nýr
„ismi“ fæddi um síðir af sér annan og
svo koll af kolli.
ÞESSI FORSAGA öll er augljós í
listaverkum þeim, sem til sýnis
eru í dag og kölluð eru nútímalist. F.n
áhrif Picassos og Matisse hafa yfir-
skyggt áhrif allra annarra isma-höf-
unda og meistara. Og nú, þegar öldin
er hálfnuð, rísa upp tveir nýjir spá-
menn, sem líklegir eru til að skapa
nýjan „isma“, sem aftur fæðir af sér
mótvægi. Þessir tveir nrenn eru Bern-
ard Lorjou og André Minaux. Þeir eru
mest umtalaðir „september“-mann-
anna í París um þessar mundir.
Málverk Lorjous (sjá mynd að of-
an) heitir „Villidýraveiðin“. Það er
litskrúðugt risamálverk, sem óhjá-
kvæmilega vekur athygli, en ekki endi-
lega fögiruð í brjóstunr þeirra, sem
sjá. Listagagnrýnendur Parísarblað-
anna fóru yfirleitt ómjúkum lröndunr
Filistearnir fengu óvænta
bandamenn
„Composition nr. 69“ eftir André Mineux.
17