Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Qupperneq 29

Samvinnan - 01.02.1950, Qupperneq 29
FRELSISHETJUR (Frarnhald af bls. 6) í ÞESSUM SVIFUM var landlínunni frá Baulu kastað upp á bryggjuna, og ekki fataðist honum Bjössa í Klettakoti. Þarna greip hann línuna með traustu handtaki og brá henni um „pollann", og skipið smá mjak- aðist nær bryggjunni, unz það lagðist þétt að henni. Þá var landganginum rennt niður á bryggjuna, og fjöldi sparibúinna karla og kvenna þusti samstundis í land, og loks nokkrir einkennisklæddir skipsmenn. Það fór titringur um kvenfólkið af Eyr- inni, þegar allt þetta ókunnuga fólk bland- aðist því á bryggjunni. Og raunar vissu sum- ar stúlkumar ekki lengur af sér — störðu aðeins í orðlausri forundran á allt þetta fólk, sem þakti bryggjuna. Og aðkomufólk- ið var eitthvað svo undur hýrt í viðmóti og alþýðlegt Það heilsaði jafnvel með handa- bandi heimatilbúnum Eyrarmönnum, sem aldrei höfðu út fyrir þorpið komið, hvað þá komist í kynni yið þetta fólk fyrr. Já, það vantaði ekki alúðina og kurteisina í að- komufólkið. Eyrarmenn urðu svo vinglaðir og utan við sig, að þeir voru næstum búnir að gleyma að fara um borð til þess að spyrja eftir sending- unum, sem þeir áttu von á að sunnan. Það var Bjössi í Klettakoti, sem fyrstur áttaði sig; hann ætlaði ekki að láta neitt glepja fyrir sér eða hindra sig í, að ná í sinn skammt, og hann stímaði upp landgöngu- brúna og sveif beint að einum hásetanum; kvaðst vera Björn Lárusson í Klettakoti, og eiga von á sendingu að sunnan. Hásetinn greiddi fljótt og vel fyrir erindi hans, og eft- ir stundarkorn kom Bjössi aftur niður á bryggjuna, kvikur í spori, með húfuna skekkta út á hlið, og hélt á aflöngum pakka undir hendinni. Nú var sem aðrir Eyrarmenn vöknuðu af dvala, og þeir þyrptust um borð. Fyrstur gekk Jóakim á Stapa, þá Asmundur bryggju- vörður, og síðan hver af öðrum, en loks rak lestina Eiður Alfonsson, formaður skemmti- nefndarinnar. En það var enginn smápinkill, sem hann kom með frá borði, heldur heill kassi. Fólkið rölti fram og aftur um bryggjuna og vissi augsýnilega ekki, hvað það átti af sér að gera, en allt í einu kvað við þrumu- rödd skipstjórans ofan af stjórnpallinum. Hann talaði í stóran lúður, skipstjórinn, og orð hans glumdu um alla bryggjuna: „Halló! Halló!“ sagði hann. „Eg vil láta heimamenn vita af því, að uppskipunin verður að hefjast nú þegar, og okkur er nauðsyn að fá sem flesta menn til verksins, því að skipið er orðið á eftir áætlun, og þyrfti að komast af stað héðan í síðasta lagi um hádegisbilið á morgun. En nú var Dósó- þeus Jónasson að segja mér áðan, að unga fólkið langaði til að létta sér upp, og að far- þegamir væru velkomnir á dansleikinn, og þetta tilkynni eg hér með hlutaðeigendum. Hitt vil eg samt sem áður vona, að nægur mannskapur gefi sig fram við uppskipunina, því — eins og eg sagði áðan — er nauðsyn- legt, að henni verði lokið í fyrramálið.“ Þama kom babb í bátinn, og Eyrarfólkinu varð heldur en ekki hverft við. Þetta var eins og þungur örlagadómur, og karlmenn- irnir líkt og sigu saman í herðunum. Það var ekki svo mikið um atvinnu á Grafareyri, að almenningur gæti slegið hendinni á móti uppskipunarvinnu. Endilega í nótt! Andskotinn sjálfur! Og nú voru allir spariklæddir. Það var þokki, að þurfa að klæðast lörfunum á ný og fara að burðast með mélvöru og byggingar- efni. Verst af öllu var þó að verða af gleð- skapnum. En ekki dugði víst að deila við dómarann, eða. . . .? AÐ VARÐ MIKILL KURR á bryggj- unni, og andlitin, sem áður höfðu ljóm- að af ánægju og glettni, voru nú mörkuð þjáningardráttur, og svipurinn seyrðist. Eiður Alfonsson, formaður skemmtinefnd- arinnar, starði með opinn munn og útstæð augu upp í trektina, sem skipstjórinn hafði þrumað í, og það var eins og andlit hans væri höggvið í stein. „Það skal enginn koma mér til að vinna í nótt; það væri mátulegt að kjöldraga skip- stjórann," tautaði Eiður gremjulega. „Já, fari það í logandi, að eg vinni hand- tak,“ sagði Bjössi í Klettakoti, og hagræddi pinklinum undir hendi sér. „Eg held hann megi fara til andskotans með vörumar fyrir mér, ef hann þorir!“ Og Jóakim á Stapa var öldungis sammála. Við þetta óx Eiði Alfonssyni kjarkur, og hann hrópaði skrækt og hvellt upp til skip- stjórans, og steitti hnefana um leið: „Það vinnur, sko, enginn af Eyrarmönn- um við uppskipun í nótt; það-i, það er ákveðinn dansleikur í fiskhúsinu!" „Heyr, heyr!“ kvað við á bryggjunni, og það færðist aftur gleðiblær á andlit manna. „Já, heyrir skipstjórinn það? Það-i, það verður ekki unnið!“ kallaði Eiður aftur. Skipstjórinn vaggaði sér hægt og silalega uppi í brúnni. Svo hvarf hann inn í herberg- ið inn af stjómklefanum án þess að segja nokkuð. En litlu síðar kom hann út undir brúarvænginn, og þá var Dósóþeus Jónasson í fylgd með honum. Og nú var það Dósóþe- us, sem bar lúðurinn upp að munninum og hrópaði: „Ef þið neitið að vinna við uppskipunina í nótt, piltar, þá verður ekki dansað í fisk- húsinu mínu!“ Nú stirðnuðu andlitsdrættir Eiðs Alfons- sonar að nýju, og það var sem einhver orð hefðu frosið á vörum hans. Hann var með hálfopinn munninn og tunguna út á milli tannanna, en það varð ekkert af því, að hann segði neitt. Aðkomufólkinu fór nú að leiðast, að vita ekkert hvað úr þessu yrði. Margur hefði allshugar feginn viljað viðra úr sér sjórið- una og fá sér dansspor í landi. En nú var helzt útlit fyrir að allt ætlaði að fara upp í loft, og sumir farþegarnir gengu aftur um borð. „Jæja, hvern kostinn veljið þið, Eyrar- menn?“ spurði Dósóþeus Jónasson. „Eins og þið sjáið, piltar, getur dansleikurinn vel orðið, þótt nokkrir af ykkur komi í upp- skipunarvinnu. Að vísu mun ekki veita af þeim verkfæru mönnum, sem hér em, til þess að skipið hafi lokið sér af í fyrramálið. En kvenfólkið, það getur þó alltaf létt sér upp •— já, og svo farþegamir, — auðvitað. Það er svo sem samkomufært, þó að upp- skipunin sé ekki tafin.“ 17" ARLMENNIRNIR á Grafareyri hnöpp- uðu sig saman og gengu afsíðis á bryggj- unni. Það var sannarlega alvarlegt vanda- mál, sem þeir urðu að taka afstöðu til, og nú var um að gera, að hafa samtök, því að ef einhverjir færu að vinna, þá var fjandinn laus — hinir gátu ekki með góðu móti látið svona vinnu fara út úr höndum sér. Nei, þeir urðu allir að standa saman, sem einn maður. Mennirnir töluðu hver upp í annan með miklu handapati og hnefasteytingum. „Við vinnum ekki hætishót, fari það í það neðsta,“ gall í Bjössa í Klettakoti. „Og ef drösullinn hann Dósóþeus ætlar að meina okkur fiskhúsið, þá getum við þó altént dmkkið þessar dreggjar, sem við fengum að sunnan, og gert okkur glaðan dag, — eða réttara sagt glaða nótt.“ „Alveg rétt, Bjössi! Við látum Dósóþeus Jónasson, þann erkiþrjót, ekki kúga okkur,“ sagði Jóakim á Stapa. „Þið heyrðuð líka, hvað eg sagði strax; eg stend við það,“ mælti Eiður Alfonsson, og var nú steingrár orðinn í framan, og það var eins og dálítill titringur í röddinni. „Gætið þið að ykkur, piltar. Það er ábyrgðarhluti, að neita að vinna. Hver veit nema skipið fari burtu með vörumar, og hvar stöndum við þá?“ Það var Ásmundur bryggjuvörður, maður í ábyrgðarstöðu, sem þetta mælti. Og orð hans urðu til þess, að margur varð hikandi að láta uppi álit sitt á málinu. „Það þýðir ekkert að vera að bollaleggja 29

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.