Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 10
undanfarin ár og málað í þessu augna- miði, enda eru málverk á sýningunni víða að, t. d. frá Hafnarfirði, austan af Héraði, að ógleymdum myndun- um, sem málaðar eru í Hlíðinni og austur undir Eyjafjöllum. ALLT frá Jrví að Ólafur Túbals hélt fyrstu sýninguna á verkum sínum, hefur listunnendum verið ljóst, að hér er á ferð mikill hæfileikamað- ur. Einar skáld Benediktsson mun hafa verið fyrstur til að vekja athygli á verkum Ólafs. Gerði hann það f dómi um allsherjarsýningu, sem Ól- afur og margir fremstu listamenn okk- ar tóku þátt í. Minnist Ólafur þess með lilýrri ánægju, að Einar hafi farið mjög vinsamlegum orðum um sýninguna. /ÁLAFUR TÚBALS er fæddur og uppalinn í Múlakoti í Fljótshlíð, og J^ar býr hann nú myndarlegu búi, rekur gistihús og málar eftir því sem tími vinnst til. Allt fram til ársins 1934, að faðir Ólafs, Túbal K. M. Magnússon, veikt- ist, hafði Ólafur verið ákveðinn í að verða málari. En skyldan kallaði hann til búsins fyrir sextán árum og síð- an liefur hann búið á föðurleifð sinni og unað vel hagi sínum í sambýli við móður sína, Guðbjörgu A. Þorleifs- dóttur. Hugur Ólafs hefur allt frá bernsku hneigzt að listum. Hann hefur teikn- að frá því hann var barn að aldri og á yngri árum átti hann ekki heitari ósk en Jxi, að fá að helga sig listinni einvörðungu. Móðurbróðir hans, Eyjólfur Þor- leifsson, mun liafa verið fyrstur til að glæða listaáhuga hans, en Eyjólfur var mjög listhneigður maður, gerði mikið af því að teikna, skar út og smíðaði mikið. Þá var Jiað og mikil hvatning hinum verðandi málara, að Ásgrímur Jónsson dvaldi mörg sumur á heimili hans í Hlíðinni og fékk Ólafur [ná oft að fylgjast með honum og naut nokkurra leiðbeininga hjá honum. Sama er að segja um Jón Stefánsson, sem dvaldi sumarlangt í Múlakoti og málaði, á yngri árum Olafs. Fimmtán ára gamall réðist Ólafur til Einars Jónssonar, húsamálara í Bóndinn, gestgjafinn og málarinn ÓLAFUR TÚBALS jNÓVEMBERMÁNUÐI síðast liðn- I um opnaði sérstæður íslenzkur lista- maður málverkasýningu í sýningar- sal Málarans í Reykjavík. Maðurinn er Ólafur Túbals, bóndi, gestgjafi og listmálari í Múlakoti í Fljótshlíð. Á sýningu Jæssari voru 53 stórar olíu- og vatnslitamyndir og um 20 smærri vatnslitamyndir. Einkennd- ust myndirnar flestar af skærum og björtum litum og í mótívinu virtist leitazt við að túlka sannleikann í fegurð náttúrunnar. Ólafur, bóndi í Múlakoti, hefur ekki haldið málverkasýningu síðast- liðin sextán ár. Á tímabilinu 1922— 1934 hélt liann liins vegar oft sýn- ingar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Búsannirnar undanfarin sextán ár hafa valdið því, að Ólafur hefur ekki málað meira en það, sem hann hefur selt jöfnum höndurn. Fyrir tæpum Jjrem árum ákvað hann liins vegar að selja ekkert af myndum, en safna {:>eim saman og koma upp sýningu. Hefur hann ferðast mikið um landið 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.