Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Side 17

Samvinnan - 01.12.1950, Side 17
Nýlega haía íornfræðingar fundið þann stað, þar sem álitið er, að Pétur postuli hafi verið greftraður, og með því sannað erfisögnina um, að hann hafi verið líflátinn í Rómaborg og grafinn þar. Gröfin fannst í neðanjarðarhellum undir Vatikaninu (pífa- garði) í Rómaborg. Fundur þessi hefur orðið til þess að endurvekja áhuga manna fyrir persónu og sögu þessa brautryðjanda frumkristninnar, sem er svo sér- stæður, „að enginn gæti fundið hann upp". Rubens, 1577—1640. Michelangelo, 1475—1515. &lztu myndirnar um Pétur eru svo keimlíkar hver ann- arri, að það eitt mælir með því að taka þær trúanlegar og sannar. Þær sýna sterklegan mann, ennisháan og andlits- drættina nokkuð grófa, svipurinn er bjartur og óskelfdur, hárið grátt og stuttklippt, skeggið stutt og þétt, silfurhvítt og hrokkið. Hann var sköllóttur á hvirflinum, en hárið var þykkt kringum skallann. Var það líkast krúnurakstri munka, enda mætti halda að krúnurakstur sá, sem gerðist tízka hjá munkum síðari alda, væri eftirlíking Péturs. Samkvæmt frásögnum samstofna guðspjallanna kallaði fesús Pétur fyrirvaralaust til fylgdar við sig, þegar Pétur var að fiska á Galileuvatninu. Jóhannes telur Pétur hafa verið lærisvein Jóhannesar skírara og Andrés bróðir hans hafi leitt hann til Jesú. Samkvæmt þessari sögn var það Andrés, sem færir Pétri fyrstur þessar fréttir: „Við höfum fundið Messías, það er útlagt: Smurður," og Jesús tekur á móti Pétri með orðunum: „Þú ert'Símon Jóhannesson; þú skalt heita Kefas, sem er útlagt: Klettur." ýjóh. I., 42). En í frá- sögn Lúkasar er köllun Péturs í sambandi við fiskidráttinn mikla; Jóhannes lætur hann ekki gerast fyrr en eftir upp- risuna. Merkasta atriðið í lífi Péturs, fyrir krossfestingu Jesú, er játning hans við Sesareu Filippi á guðdómi Krists. Játning þessi er ekki byggð á neinum innri skilningi. Þvert á móti, hann hafði rétt áður verið að neita spádómi Jesú um pínu hans og dauða, og hafði hlotið ávítur fyrir það hjá meistara sínum. En þegar Pétur lýsir yfir trú sinni á guðdóm Krists, segir Kristur við hann: „Sæll ert þú, Símon Jóhann- esson, því að hold og blóð hefur eigi opinberað þér það, heldur faðir minn í himnunum. En ég segi jrér: Þú ert Pétur, og á þessum kletti mun ég byggja söfnuð minn, og hlið Heljar skulu eigi verða hon- um yfirsterkari. Eg mun gefa þér lykla himnarík- Þessi bronce-tnynd af Pétri með lyklana blasir við augutn pílagrima, sem koma til Vatíkanborgarinnar. Hún er i basiliku Pét- urskirkjunnar. Hœgri fótur myndarinnar er orðinn máður og slitinn af kossum milljón- anna á liðnum öldum. Myndin er sögð gerð af Arnolfo di Cotnbio um árið 1300. 17

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.