Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Qupperneq 23

Samvinnan - 01.12.1950, Qupperneq 23
ÓLAFUR TÚBALS. Frá Capri. Teikning ejtir H. C. Anciersen. ESSAR teikningar hans allar standa í nánu sambandi við ljóð Iians og sögur, ekki beinlínis að vísu, með því að þær eru ekki tengdar efni þeirra, en þær eru sprottnar a£ sömu sköpunarþránni og gáfunni, sem fékk byr undir báða vængi, er útsýni til hins stóra heims opnaðist honum. Þótt Andersen teiknaði margt um dagana, er nafn hans þó ekki geymt f huga milljóna manna í flestum þjóð- félögum þess vegna. Það eru hin snilldarlegu og djúphugsuðu ævin- týri, sem varðveita nafn hans. Þau hafa verið þýdd á flestar þjóðtungur og þau eru orðin hluti af lífsþroska og uppeldi hvers ungmennis í menn- ingarlöndunum. En teikningarnar eru samt merkilegar. Þær varpa ljósi á hæfileika þessa merkilega skálds, sýna þátt í fari þess og skapgerð, sem ekki er eins kunnur. Fyrir því Iiafa allir sem lært liafa að meta snilligáfu H. C. Andersen, gaman af að skoða mynd- ir lians og læra þannig nokkuð nýtt um manninn. Af þessum ástæðum eru sýnishorn teikninganna birt hér. Villa Borghesa i Róm. Þar b]ó H. C. Andersen, meðan hann dvaldist í Rótn. (Framhald af bls. 11) enda þótt úr rættist síðar. Vikurmagn- ið var svo mikið þar austurfrá, að á einum degi fluttu sjálfboðaliðar úr Reykjavík 200 bílhlöss af vikursandi í burtu og var það bara af hlaðinu og úr trjágarðinum í Múlakoti. A þessuni þrengingartímum eitrað- ist allt vatn þar austurfrá og minnist Ólafur þess, að einn daginn hafi hann sótt 1100 lítra af vatni um hálfs ann- ars kílómetra leið lianda mönnum og skepnum á bænum. Varð hann að fella mest allan bústofn sinn eða selja í burtu í framhaldi af þessum ham- förum náttúrunnar árið 1947. En eins og náttúran sjálf skóp þessa erfiðleika svo tók hún líka þátt í að leysa þá. Laugardag fyrir páska gerði ofsarok með snjókomu og fauk þá mest af öskunni í burtu. Jarðvegur- inn náði sér ótrúlega fljótt og var næsta sumar sæmilegt. Nú hefur Ólaf- ur að mestu komið bústofni sínum upp að nýju og hefur nú tíu kýr, fimmtíu fjár, sex hross. Auk þessa á hann og jeppa. Ólafur hefur, ekki síður en aðrir bændur, lagt kapp á að slétta og rækta jörð sína. Þegar hann tók við búinu árið 1934 voru um fjórar dagsláttur sléttar í Múlakoti. Nú er hver blettur sléttur og allt girt. Auk þess hefur Ólafur byggt upp öll útihús í Múla- koti á búskaparárum sínum svo og reist nýtt gistihús. AÐ MÁ með sanni segja, að Ól- afur Túbals hafi afkastað þre- földu starfi. Hann hefur verið dug- mikill bóndi um sextán ára skeið, at- hafnasamur gestgjafi og afkastamikill listmálari, þrátt fyrir miklar annir. Málverkasýning Ólafs í sýningar- sal Málarans gefur til kynna, að hér er á ferð fast mótaður og listfengur málari, sem hefur náð meiri árangri í list sinni heldur en ytri aðstæður — hans þrefalda ævistarf — gefa tilefni til. Þess vegna þótti Samvinnunni til- hlýðilegt að gefa lesendum sínum tækifæri til þess að sjá prentmyndir af nokkrum myndum lians og birtast þær hér að framan. 23

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.