Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Page 17

Samvinnan - 01.12.1957, Page 17
verið til kostað. Erfitt hefur verið að selja folaldakjötið undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni voru 5.085 hross í Skaga- firði sl. ár, eða nálægt 10 hross á bónda. Fullvíst er að sú tala er röng, og að hrossin eru sennilega nær því að vera helmingi fleiri. MÁTTUR SAMTAKANNA. Eins og annarsstaðar á landinu standa framfarir í búnaði Skagfirð- inga í sambandi við þróunina í sam- vinnusamtökum héraðsins. Kaupfé- lag Skagfirðinga er með myndarleg- ustu kaupfélögum landsins og í örum vexti. Félagssvæðið fer eftir sýslu- takmörkum Skagafjarðarsýslu og nær að austanverðu í Hjaltadal, en þar fyrir norðan tekur við félagssvæði Kf. Austur-Skagfirðinga. I kaupfélaginu eru 1143 félags- menn, en félagið skiptist í 11 deildir í 10 hreppum og Sauðárkrókskaup- stað. Að meðtöldum þeim, sem félags- menn hafa á framfæri, má segja, að talan sé 2690. Ibúatala á öllu félags- svæðinu er hinsvegar 2900. Félags- menn skiptast þannig eftir atvinnu- greinum: Bændur (af 514 alls) 437 verkafólk í sveitum 217 verkafólk á Sauðárkróki 328 verzlunar- og skrifstofufólk 23 embættis- og sýslunarmenn 41 aðrir 23 Aðalfélagar samtals 1069 + aukafélagar, sem flestir eru aðalfélagar á Hofsósi 74 1143 REKSTUR KAUPFELAGSINS. Kaupfélag Skagfirðinga hefur með höndum margvíslegan og umfangs- mikinn rekstur. Velta félagsins sl. ár var 43,5 milljónir króna. Kaupfélag- ið rekur 6 sölubúðir: Mat-, nýlendu- vöru- og búsáhaldabúð, í annari eru vefnaðarvörur, fatnaður og skór. í þeirri þriðju eru bygginga- og raf- magnsvörur og svo er kjötbúð, mjólk- urbúð og varahlutabúð. K. S. hefur margvíslega starfsemi í stórbyggingu (4000 ferm.),sem nýlega Blóminn úr kvenþjóð Sauðárkróksbcejar við fisk- vinnu í hraðfrystihúsinu. P befur verið endurbætt. Byrjað var á þeirri byggingu 1950 og þrem árum seinna var hún tekin í notkun. Þar er sláturhús fyrir félagssvæðið. Þar hefur verið hægt að farga 1200 fjár á dag, en eftir stækkun, sem nú er verið að gera á húsinu, er gert ráð fyrir, að afkastagetan aukist upp í 1600 á dag. Á sama stað er kjötfrystihús fyr- ir tilsvarandi slátrunarafköst og geymslupláss fyrir 30 þúsund kindar- skrokka. I kjötfrystihúsinu eru á fimmta hundrað frystihólf, sem fé- lagsmenn eiga. I stórhýsi þessu er hraðfrystideild, sem eingöngu er notuð fyrir fisk. Fiskverkunaraðstaðan þar er leigð (Framh. á bls. 29). Tobías Sigurjónsson, bóndi í Geldingaholti, og for- maður Kaupfélags Skagfirðinga. Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Síðast liðið ár voru innvegnir 2.550.000 lítrar af mjólk, en 80% af því fara í vinnslu. SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.