Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 40
Kvöldfundir
með 3 þúsund konum
Höfundur þessarar greinar, Örlygur Hálfdanarson, fór í
sumar um landið og efndi til húsmœðrafunda á vegurn kaup-
féiaganna og frœðsludeildar SIS. Fyrsti fundurinn var hald-
inn í Ilveragerði mánudaginn 13. maí. Þann dag opnaði
Kaupfélag Arnesinga fyrstu kjörbúðina á staðnum. Bauð Eg-
ill Thorarenssen, kaupfélagsstjóri, öllum konum í Ölfus- og
Tlveragerðisdeild að koma og skoða búðina, en síðan sóttu
þœr fundinn, þar sem Egill rœddi við konumar um málefni
samvinnufélaganna í upphafi fundarins. Frá Ilveragerði lá
leiðin um aðra bœi Ámessýslu, Suðumes og Borgarfjörð og
þaðan allt norður til Raufarhafnar. Eftir það var gert nokk-
nrt hlé á fundunum, en í ágúst var aftur farið af stað og
fundir haldnir á svœðinu frá Homafirði að Þórshöfn, og síð-
an komið til Vestmannaeyja. Höfðu þá verið haldnir alls JfJf
fundir og yfir 3000 konur sótt þá. Ekki er ástœða til að fjöl-
yrða meira um fundina hér, en Örlygi gefið orðið.
GuSrún Knstinsdóttir, húsmæSrakennari, með
síldina og hníjinn á lofti.
Flogið á húsmœðrafund.
Húsmæður Suðursveit, húsmæður Suð-
ursveit:
Húsmæðrafundur verður haldinn að
Hrolllaugsstöðum í kvöld klukkan 9.
Sýndur verður tilbúningur síldarrétta,
notkun Butterick-sniða og kvikmynd
um matartilbúning. Afhentur verður
bæklingur með síldarréttauppskriftum.
Komið og bragðið Ijúffenga síldarrétti.
Allar konur velkomnar meðan húsrúm
leyfir.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga.
Þessari auglýsingu varpaði þulur út-
varpsins yfir landsbyggðina fimmtudag-
inn 8. ágúst síðastliðinn. Hann las þetta
með sínum vanalegu blæbrigðum og var
alveg eins og hann átti að sér að vera,
að því er bezt varð heyrt. Hann hafði
líka lesið samhljóða auglýsingu daginn
áður, og ekkert látið sér bregða. Það var
heldur engin ástæða til þess. Hjá honum
var hér aðeins um að ræða eina auglýs-
ingu af tugum annarra, sem um hendur
hans fara á degi hverjum. Nú hóf hann
að lesa ýmis konar dansauglýsingar og
ég bað flugmanninn að loka fyrir út-
varpið. Það var notalegt að halla sér aft-
ur a bak í mjúku sæti vélarinnar og láta
fara vel um sig. Hugurinn hvarflaði til
tveggja síðustu daga, ýmsar myndir
komu og fóru fyrir hugskotssjónum mín-
um; þokan hafði lagzt yfir allt landið á
þriðjudag og flug hafði þar af leiðandi
lagzt alveg niður. „Því miður, það verð-
ur ekki flogið í dag, en það verður athug-
að klukkan 9 í fyrramálið. Vilduð þér
gjöra svo vel og hringja þá.“ Rödd síma-
stúlku Flugfélagsins hljómaði enn fyrir
eyrum mínum. Þetta hafði hún sagt í
gær. „Hringdu í Björn Pálsson, hann hef-
ur oft flogið með mig hingað austur, þeg-
ar hinir hafa brugðizt. Það verður held-
ur ekkert dýrara. Hér bíður fólk eftir
flugfari og það myndi fegið taka vélina
aftur suður.“ Það var Asgrímur Halldórs-
son, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði,
sem mælti á þessa leið. Eg hafði hringt í
hann, þegar flugfélagsdaman hafði gefið
mér áðurgreint svar, og veðurfregnir lof-
að engu góðu um flugveður næsta dag.
„Nei, þokan liggur svo lágt, það er eng-
inn möguleiki á flugi í dag. Eg sé ekki
einu sinni turninn á Sjómannaskólanum
héðan, og er hann þó ekki langt í burtu.
Við skulum athuga málið strax og
morgnar og veðurfregnir hafa borizt að
austan. Þér liggur svona mikið á, hvað
þarftu að gera austur?“ Og Björn Páls-
son skildi mig vel, þegar ég sagði honum,
að við ættum að halda húsmæðrafund
að Hrolllaugsstöðum daginn eftir, og bú-
ið væri að auglýsa fundi um allt Austur-
land, sem allir myndu ruglast, ef ekki
yrði náð til Hornafjarðar í tæka tíð.
Strax klukkan níu morguninn eftir
hringdi ég á Flugfélagið, en fékk heldur
ömurlegt svar. Það yrði ekkert flogið fyr-
ir hádegi, en flugskilyrði athuguð aftur
klukkan 3. Þó virtist mér þokunni hafa
létt þó nokkuð. Vart var tólið komið
aftur á sinn stað, er síminn hringdi.
„Góðan daginn, þetta er Björn Pálsson.
Eg hef athugað flugskilyrði til Horna-
fjarðar, og þau eiga að vera all sæmileg.
Gætuð þið verið mætt um hálf-ellefu?“
Þvílíkar fregnir, þvílíkur maður! Það
átti þá svo að fara, að við kæmumst á
ákvörðunarstað í tæka tíð. „Já, já, við
verðum örugglega mætt, takk fyrir kær-
lega.“ Við mættum líka um hálf-ellefu,
jæja, kannski örfáar mínútur yfir. „Æ,
ég hef gleymt grænmetinu heima í ís-
skáp í öllu írafárinu. Hvað á ég að gera?“
spurði Guðrún. Já, svona byrja flest
ferðalög, þar sem konur eru með í för-
inni. Láttu mig um það, ég hef reynsluna.
A grænmetisins var ekkert hægt að fara
né gera. Það varð því að sækja það og
síðan var hægt að leggja af stað.
Allt í einu vaknaði ég upp úr þessum
hugleiðingum við það, að flugvélin tók
40 SAMVINNAN