Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 5
síðan tekur að skilgreina manninn, eðli hans og vitundarlíf, sýnist honum túlkun grísku trúspekinganna, sem kenndu sig við Orfeus, aðgengilegust: Maðurinn er barn jarðar og bjartra stjarna. Það skilur hann hins vegar þannig, að maðurinn sé í senn guð og drísill. Mannlegur hugur búi yfir birtu himins og myrkri heljar. — Bam bjartra stjarna er maðurinn í þekk- ingaleit sinni. Þó hefur hann á langri vegferð eignast enn undursamlegri hæfileika en vitið: fegurðarskyn og kærleiksþrá. Bertrand Russel er þar sama sinnis og annað Nobelsskáld, Indverjinn Rabindranath Tagore. í einu hinna órímuðu ljóða sinna lætur skáldið hugann reika að endalokum lífs á jörðu. Almættið gerir upp reikning og saknar einskis við eyðingu lífsins nema tveggja hugrenninga, sem veikbyggðar verur höfðu í brjóstum alið: Þín er fegurðin. Þinn er kærleikurinn. Lewis Mumford: Bandaríkjamaðurinn Lewis Mumford er þekktur heimspekingur, þó eink- um í heimalandi sínu. Hann telur heimspeki og trú hafa verið á villigöt- um síðan á 17. öld. Þá reyndu menn með kerfum og flokkaskiptingu að gera lífið einfalt og auðskilið og þeirri viðleitni hefur verið haldið áfram. En þannig er líf mannanna ekki, heldur margbrotið og samanslungið. Ekkert líf sem hægt er að nefna því heiti, er til án andstæðna og átaka. Maðurinn skynjar tilveru sína í senn sem öryggi og áhættu, frelsi og fjötra, óbreyt- anlega en þó síbreytilega. Hlutverk mannsins er hins vegar það að skapa sér jafnvægi persónuleikans í átökum og andstæðum. Það jafnvægi fæst ekki fyrirhafnalaust, heldur í sálarstríði og sjálfsafneitun. Öryggi mannsins og jafnvægi er þó að litlu leyti verk hans sjálfs, heldur þess máttar, er fer um lífsins æðar allar. Hættan mesta, sem að manninum steðjar, er sjálfsdýrkunin. Hann verður að afneita sjálfum sér, þá er hann fús að þreyja og bera með þolgæði þær byrðar sem lífið leggur á hann. En það er upphaf jafnvægis og sálarfriðar. Síðastur þeirra heimspekinga sem hér mun vikið að er Indverjinn Sarve- palli Radhakrishna. Hann var kosinn varaforseti Indlands 1952 eftir að hafa gegnt mikilsverðum embættum í utanríkisþjónustu lands síns og starfað á vegum alþjóðastofnana. Heimspeki Radhakrishna byggist að verulegu leyti á trúarbrögðum austrænum, lausn þeirra á gátum tilverunnar. Þekk- ingarleitin er honum fyrir öllu. Radhakrishna telur að þekkingin sé þrenns- konar: Sú sem skynjuð verði, sú er fengin verði við innlifun eða opinberun. Hin fyrsta þekking er svið skilningarvitanna, „fyrir neðan okkur“, eins og heimspekingurinn kemst að orði. Hin önnur er svið skilningsins, sem er lífssvið okkar, „hið innra með okkur“ á máli hans. Sv:ð opinberunarinnar er hið efra, þangað sem okkur er ætlað að stefna. Lífið birtist í eining og samstöðu. Dauðinn er sundrung og ósætti. Við erum mennirnir, hlutar af brahmánda, hinu mikla upphafi. Trúarbrögð eru okkur gefin að koma okkur að þræða lífsveginn. Á þeirri leið eru þrjú þroskastig. Nefnist hið fyrsta sravana, heyrnin, hið annað manana, um- hugsinin, hið þriðja nidid hyásana, innlifun æðri vitundar. Finnur Rad- hakrishna sömu eða sams konar þrískiptingu í öllum æðri trúarbrögðum. Á hinni miklu hátíð Ijóss og kœrleika, kristnum jól- um, er ekki óeðlilegt að hyggja að kenningum og hug- myndum heimspekinga. Augljóst er að til slíkra getum við sótt leiðbeiningar og leiðsögu. Markmiðið er þeim að líf hvers manns stefni frá myrkri til Ijóss. Lífið er bernska ódauðleikans. Það er œvintýr, skráð fingri Guðs. Gleðileg jól, Guðmundur Sveinsson Sarvepalli Radharkrishna: SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.