Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 13
meðal Kaupfélag Hrútfirðinga, er stofnað var 1899, eða fyrir 61 ári. Náði það ekki miklum viðgangi framan af, enda erfiðan keppinaut við að eiga, þar sem Riis var. Fyrsti kaupfélags- stjóri félagsins var Kristján Gíslason á Prestbakka, og var hann jafnframt for- maður félagsstjórnar. Síðan hafa ver- ið kaupfélagsstjórar þeir Kristmund- ur Jónsson, Pétur Sigfússon, Kjartan Guðjónsson, Ingólfur Jónsson, Jón Gunnlaugsson og Jónas Einarsson, nú- verandi kaupfélagsstjóri. Hefur hann stýrt félaginu síðan 1951. Á þessu tímabili hefur félagið orðið fyrir ýmsurn áföllum, og er þess þá helzt að geta, að verzlunarhús þess hafa tvívegis brunnið til grunna, í síð- ara skiptið 1940. Síðan hefur félagið haft sölubúð í gömlu ltúsi, sem áður var íbúðarhús Riis. Var það að sjálf- sögðu algerlega ófullnægjandi, er mæta skyldi þeim kröfum, er gerðar eru til verzlunarhátta nú á tímum. Þar getur enn að líta minjar frá fyrri eiganda, höggkorða einn mikinn og fornlegan, er Riis hefur efalaust borið er hann gegndi þjónustu í her konungs síns. Blaðamaður frá Samvinnunni var meðal þeirra mörgu, er heimsótti Borðeyri um þessa helgi, og átti þá viðræður við ýmsa forráðamenn og starfsmenn kaupfélagsins um þann merka áfanga, sem náð er með bygg- ingu verzlunarhússins og önnur fram- faramál, sem Hrútfirðingar bera fyrir brjósti. Ákvörðun um byggingu Itúss- ins var tekin 1956, en framkvæmdir hófust í júlí 1958. Teikningar annaðist Teiknistofa SÍS. Húsið teiknaði Ingi- mar Oddsson, innréttingar Kjartan Kjartansson og miðstöðvarlögn Björg- vin Ólafsson. Byggingaframkvæmdum stjórnaði Isak . Árnason frá Sauðár- króki. Grunnflötur hússins er 450 fermetrar og rúmrnál 1830 rúmmetr- ar. Eru húsakynnin mjög glæsileg og í samræmi við kröfur tímans. Fremst er sölubúð, bókalager og skrifstofa, en fyrir aftan mikið og gott geymslurúm. Forráðamenn kaupfélagsins voru all- ir samdóma um, að með byggingu liins nýja verzlunarhúss væri mikill sig- ur unninn í framfarasókn héraðsins. Hinsvegar bera Hrútfirðingar fleiri mál fyrir brjósti, og eins og er, taka rafmagnsmálin þar öðrum fram. Sveit- irnar við Hrútafjörð eru enn að mestu rafmagnslausar, og verður naumast með orðum lýst því óhagræði, sem slíkt hefur í för með sér. Einnig vant- ar tilfinnanlega frystihús og hafnar- garð á Borðeyri, „en fyrst viljum við fá rafmagnið“, sagði Ólafur Þorsteins- son á Hlaðhamri, núverandi formað- ur kaupfélagsstjórnar. Auk sölubúðar rekur félagið slátur- hús og vélaverkstæði í félagi við Rækt- unarsamband Bæjar- og Óspakseyrar- hreppa. Auk þess á það hlut í Mjólkur- búinu á Hvammstanga á móti Kaup- félagi Vestur-Húnvetninga. Félags- svæðið er í tveimur deildum, sinni í hvorunr hrepp, Bæjarhreppi Stranda- sýslumegin og Staðarhreppi Húna- vatnssýslumegin. Opnunarhátíðin hófst klukkan þrjú á laugardag, og var þá mikill fjöldi manna samankominn á Borðeyri, bæði innan- og utanhéraðsmenn. Jónas Einarsson kaupfélagsstjóri, tók fyrstur til máls og bauð gesti velkomna. Lýsti hann aðdragandanum að byggingu verzlunarhússins, svo og framkvæmd- um. Erfiðlega hefði gengið að afla leyf- is til fjárfestingar, og var það rnjög að þakka fulltingi Helga Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Innflutningsdeild- ar SÍS, að það fékkst að lokum. Bygg- ingakostnaður liefði verið nálægt hálfri annarri millj. þar af voru 500 J}. kr. fengn- ar að láxri hjá Samvinnutrygg- ingum. Þakkaði Jónas Erlendi Einarssyni for- stjóra og öðrum forráðamönn- um Samvinnu- trygginga fyrir þessa aðstoð, svo og öllum þeim, sem á einhvern Skúli Gúðmundsson og Björn Guð- mundsson, Brautarholti, ræðast við. hátt liöfðu lagt hönd á plóginn í sambandi við byggingu hússins. Næstur tók til máls séra Jón Guðnason, fyrr- um prófastur á Prests- bakka og flutti mei'ka ræðu um sögu verzlunar á Boiðeyri. Er mikill hluti þess fi'óðleiks, er fram kemur um það efni í fyrrihluta þessai'ar gi'einar, sóttur í ræðu hans. Að lokinni ræðu Jóns söng kii'kjukór Prest- bakkakiikju nokkur lög undir stjórn Jónu Kristínar Bjarnadóttur frá Lyngholti, en því næst tók til máls Er- lendur Einarsson, foi'- stjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Kvað hann hið nýja verzlunar- hús merkan áraxrgur starfs félagsins undan- farna áratugi. Eiirnig drap lramr á sögu stað- ariirs og kaupfélagsiirs og sagði það æviirlega hafa verið traustair hlekk í Sambandi íslenzkra sam- vimrufélaga. Félagsmeinr ættu nú senr stofnsjóðs- inxrstæðu lrjá SÍS írálega lrálfa milljón króna. Þá ræddi Erleirdur um sögulega Jrróun kaupfé- laganna og þau atriði, sem koma fyrir á ferli þeirra flestra. Var þar einkum um sex atriði að ræða: Jónas Einarsson Jónas á Melum Erlendur Gamla verzlunarhúsið. Þar bjó forðum Riis kaupmaður. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.