Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 42
framkvæmdum, sem flestum einstak- lingum hefðu verið um megn. Þá tók Jónas til meðferðar þann andróður, sem uppi hefði verið hafður gegn samvinnusamtökunum bæði fyrr og síðar. í upphafi liefðu andstæðing- ar þeirra nefnt þau fjárglæfrafyrirtæki, sem hlytu að bíða gjaldþrot og væri því hin mesta fásinna að hætta fjár- munum sínum í þvílíkt glæfraspil. Nú væru þau hinsvegar kölluð hættu- leg sökum ofurmagns auðs. „Nú finnst kannske einhverjum að ég sé kominn út á hálan ís. Þessi mál eigi ekki að ræða á vettvangi sem þessum. En þau eru verst hin þöglu svik. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að nú er sótt að samvinnuhreyfingunni harkalegar en oftast áður. Og þetta á ekki að vera okkur samvinnumönnum neitt feimn- ismál, við eigum ekki og megum ekki stinga höfðinu í sandinn og þykjast eigi sjáandi sjá eður heyrandi heyra. Þetta varðar okkur öll, hvert eitt og einasta innan þessara samtaka. Ef til vill segir einhver: Það er Sambandið sem gagnrýnt er. En hvað eru kaup- félögin og hvað er sambandið? Erum við ekki í kaupfélagi og kaupfélagið í Sambandinu? Erum við ekki sem ein grein á þeim meiði? Jú, vissulega. Það er ekkert til í þessum málum sem heitir hlutleysi. Annað hvort ertu með mér eða á móti mér. Þetta verðum við að gera okkur ljóst.“ 42 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.