Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 32
Smásaga eftir Hórkonan hafði hlotið dóm sinn. Hún vissi að hún átti að deyja. Þeir, sem höfðu handsamað hana, staðið hana að synd hennar, liöfðu dregið liana til musterisins, leitt hana fyrir prestana og hina skriftlærðu, sem höfðu lýst því yfir, að hún skyldi grýtt samkvæmt lcgum Móse. Hórkonan var aum og vesöl vera. í sundurrifnum klæðum stóð hún frammi fyrir dómurum sínurn á and- liti hennar gat að líta bláa bletti eftir liögg og barsmíð, og hún virtist í rauninni þegar að bana komin — af hræðslu. Hún reyndi ekki að afsaka sig, en steinþagði. Og hún veitti held- ur ekki mótspyrnu, þegar þeir, sem komið höfðu með hana í helgidóminn, ýttu henni og drógu liana áleiðis til þess staðar, sem nú átti að færa hana til er dómurinn hafði verið felldur. En þótt hún virtist niðurbrotin, ólg- aði hatrið og reiðin hið innra með „Á andliti hennar gat aS iíta bláa bletti eftir þung högg og barsmíö." _p. ............. *' S W* I I I' I $ Mí I •! 0 þ $ & Selmu Lagerlöf, samin eftir fornri helgisögn n * i i henni. Hún fann ekki til iðrunar. Eig- inmaður hennar hafði auðsýnt henni harðýðgi, barið hana, látið hana þræla og strita og aldrei mælt við hana vin- gjarnlegt orð. Henni bar engin skylda til að vera honum trú. Nágrannakon- urnar, sem vissu, hvernig hann fór með hana, höfðu lengi undrast að hún skyldi alltaf sýna honum þolinmæði og hlýðni og aldrei reyna að launa illt með illu. En skyndilega rak hún upp níst- andi vein og varpaði sér á bakið. Hún hafði gert sér grein fyrir því hvert var verið að fara með hana. Þegar í barnæsku liafði hún heyrt menn hvísla sín á milli um Stað Ótt- ans, sem enginn nálgaðist af frjálsum vilja. Þetta var þröngur, ferkantaður garður, umgirtur múrum, hlöðnum úr fyrirferðarmiklum steinblökkum. Þar voru engin fórnarölturu, engin dúfna- búr, engin borð, sem kaupmenn stóðu við og vógu og reiknuðu, aðeins stór lirúga af steinum, mjög venju- legum steinum, sem hvarvetna getur að líta úti á víðavangi, gráhvítum á lit og á stærð við mannshöfuð. Sjálf hafði hún aldrei séð staðinn, en nú, þegar víðu hliði var lokið upp og hún sá grágrýtishrúguna fyrir framan sig, vissi hún hvar hún var. Hverju sinni er hún hafði heyrt minnst á auða garðinn með grjóthrúg- unni, þar sem konur þær, er drýgt höfðu hór, skyldu samkvæmt Móse- lögum friðþægja fyrir synd sína, hafði hrollur farið um hana. Hún áleit hann hræðilegri en Gehenna. Nú var hún sjálf á leið þangað. En hvað gagnaði það, að hún æpti og streittist á móti? Mennirnir þrifu hana sterk- legum tökum og drógu hana inn úr hliðinu, en síðan skeyttu þeir ekki lengur um að halda lienni uppréttri og létu hana falla til jarðar. Hún hnipraði sig saman, aumkvunarverð og varnarlaus, starandi á grjóthrúguna, líkt og öll angist hennar ætti þar upp- tök sín. En hversu hrædd sem hún varð, dvínaði hvergi hatrið í sál hennar. Það byrgði synd hennar sýnum fyrir henni. Hefði hún mátt mæla, hefði hún ekki reynt að réttlæta sig eða beiðast misk- unnar, nei, hún hefði æpt að hinum ofsareiðu mönnum, að þeir hefðu syndgað meira gegn henni en hún gegn þeim, og að guð ísraels myndi refsa þeim, ef þeir tækju líf hennar. En hún gat ekki um annað hugsað en grjótið, og þessvegna vissi hún ekki, hvaðan maður sá kom, er nú stóð fyrir framan hrúguna. Var liann þar fyrir, er hún kom inn, eða var hann einn þeirra, er fyrir forvitnissakir liöfðu fylgt henni frá musterisgarðinum? Hví stóð hann milli hennar og steinanna? Hvað var honum á höndum? Átti hann að byrja? Hann var hár og grannur, klæddur svörtum kyrtli og yfirhöfn með sama lit. Hárið féll um herðar honum í rnjúkum lokkum. Andlit hans var frítt, en merkt mörgum hrukkum, sporurn þjáningarinnar, um augu og munn. Hún var þess fullviss að hún hefði aldrei séð hann fyrr. „Gagnvart þér hef ég að minnsta kosti aldrei gerzt brotleg,“ hugsaði hún. „Hví vilt þá dæma mig?“ Það hvarflaði ekki að henni eitt andartak, að hann væri kominn henni til hjálpar. Engu að síður varð á henni gagnger breyting við að sjá hann. Henni létti fyrir brjósti og nú gat hún dregið andann, án þess að það líktist dauðahryglu. Hinir, faðir hennar, eiginmaður, bróðir og nágrannar, er höfðu komið með hana hingað og hugðust nú berja hana í hel, linntu sem snöggvast hróp- um sínum og hávaða. Hópur manna, sem venjulega eyddu tíma sínum í musterinu við bænahald og viðræður um heilög málefni, höfðu fylgst með inn í hinn skuggalega garð, og einn þeirra gaf skipun um að framkvæma aftökuna. Og hórkonan heyrði ákaft hvískur að baki sér. Hún greindi orð á borð við þessi: „Látum oss reyna hann! 32 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.