Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 39
— Ef ég á aS nefna eitthvað sér- stakt, get ég sagt þér frá þvi, að í rúman aldarfj órðung hafa engar viðskiptaskuldir myndast hjá félag- inu. Félagsmenn fá þar að vísu lán, hluta úr ári, eftir vissum reglum, gegn ábyrgðum félagsdeilda og gjaldeyris- vöruloforðum, en lán þessi eru ætíð greidd upp fyrir áramót. Þessi skuld- lausu viðskipti hafa bætt hag félags- ins og þar með félagsmannanna mjög verulega. Mér skilst að svipaða sögu sé að segja frá ykkur á Húsavík. Það er ákaflega þýðingarmikið fyrir kaupfélögin að koma í veg fyrir við- skiptaskuldirnar. Við munum eftir því, að á erfið- leikatímum, þegar skuldir mynduðust hjá kaupfélögunum, var það oft not- að sem árásarefni á félögin af and- stæðingum þeirra. Margar og langar blaðagreinar voru skrifaðar um það, að kaupfélagsstjórar og aðrir stjórn- endur í kaupfélögunum væru að binda menn á skuldaklafa, til þess að geta ráðið yfir sálum þeirra og sannfær- ingu. En þegar skuldirnar hverfa, er það líka stundum notað til árása á kaupfélögin. Þá snúa andstæðingarn- ir blaði sínu við og ásaka félögin fyrir það, að þau veiti ekki félagsmönnun- um aðstoð með því að lána þeim fé. — Um þetta má segja að „ekki er öll vitleysan eins“. En einmitt af því, að vitleysan er svo margbreytileg, er oft hægt að hlæja að henni. — Stundum er vitleysan — því mið- ur — alvörumál og ekkert hláturs- efni. — Já, satt segir þú, Karl. Svo er t. d. með veltuútsvarið, sem mikið var þráttað um á síðasta þingi. Það er alvarleg vitleysa. Veltuútsvarið þarf að afnema. Það er ranglátasti skattur, sem upp hef- ur verið fundinn, og mun hvergi vera til nema hér á landi. Það útsvar fer ekkert eftir afkomu fyrirtækja. Er alveg jafnt lagt á, hvort sem tap eða gróði er á rekstrinum. Kemur verst við þau fyrirtæki, sem hafa mikil viðskipti en litla álagningu. Annars þarf ég ekki að hafa mörg orð um þetta við þig. Þú manst víst eftir því, að þegar við vorum saman í skatta- málanefndinni hér á árunum, hafði ég oft ljót orð um veltuútsvarið. Eins og þú manst voru þrír menn með okkur í nefndinni, og voru þeir úr nú- verandi stjórnarflokkum. Við stóðum allir að tillögu um afnám veltuút- svarsins. Því miður hefur það enn ekki verið þurrkað út, heldur stigið spor í öfuga átt, með því að lögfesta þennan ósóma á síðasta þingi. Og þá var líka sett í lög, að það skyldi lagt á félagsmannaviðskipti samvinnufé- laga, sem ekki var leyfilegt áður. Það er mikið ranglæti að leggja útsvar á þau viðskipti eins og verzlunarrekst- ur. Þó að við kaupum sjálfir vörur til eigin nota og seljum okkar eigin framleiðsluvörur, er það ekki verzl- unarrekstur. Ekki heldur þó að við séum fieiri í félagi með þessi kaup og sölu fyrir okkur sjálfa. Verzlunar- rekstur er það, að kaupa vörur til að selja. Annað ekki. Sá eini verzlunar- rekstur, sem kaupfélögin annast, eru skipti þeirra við utanfélagsmenn. Við þurfum að berjast móti veltu- útsvarinu og ganga af því dauðu. Ekki eingöngu vegna kaupfélaganna held- ur einnig vegna annara, sem bera þennan rangláta skatt. Svo er önnur alvarleg vitleysa, sem þarf að afnema. Það þarf að nema úr gildi lögin frá síðasta þingi, sem leyfa seðlabankanum að heimta til sín hluta af innlánsdeildarfénu frá kaupfélögunum. Þetta er óþolandi yfirgangur. Það er full þörf fyrir þetta fé hjá kaupfélögunum, enda til þess ætlazt af eigendum þess, að það sé notað þar. Sama máli gegnir um. fjárheimtu bankans hjá spari- sjóðunum. Sparisjóðirnir gegna þýð- ingarmiklu hlutverki í héruðunum. Þeir styðja þar gagnlegar fram- kvæmdir og atvinnurekstur. Fé þeirra á fyrst og fremst að nota í heima- héruðum þeirra til að bæta þar úr brýnustu þörfum fyrir lánsfé, en ekki að flytja það burtu. — Hversvegna yrkir þú ekki spjalda- fullar Ijóðabœkur, Skúli? — Ef spurning þín er um það, hvers- vegna ekki hafi komið bók frá mér, þá er því til að svara, að þó að ég yrði sextugur í haust, er ég ekki búinn að tapa svo dómgreindinni að ég sé far- inn að hugsa um slíka útgáfu. — Má ég samt ekki biðja um eitt kvœði? — Kvæði! — Ætli séra Guðmundur kæri sig um leir í Samvinnuna? Kannske ég láti þig samt heyra brot úr danskvæði, því að þú ert dans- maður. Lagið, sem kvæðið er við, er alþekkt, og við höfum báðir dansað vals eftir því. Þýzkur texti er við lagið, sembyrjar svona: Trink! Trink! Mér sýnist þarflaust að hvetja fólk til drykkju. Nóg er sopið samt. Ég fór því einu sinni fyrir löngu að reyna að gera kvæði við þetta fjöruga danslag. Það var um vor, og því varð það vor- kvæði. í því er þetta: Hæ! Hó! Velkomið vor! Veturinn þokaðist fjær. Bí. Bí. Fleygur og frjáls fuglinn í loftinu hlær. Þorskurinn færist í fjörðinn inn og fiskimaðurinn rær. Dimman eyðist því dagurinn er dálítið lengri’ en í gær. Hæ, hó, hæ, hó. Bí. Bí. Fleygur og frjáls fuglinn í loftinu hlær. Hæ! Hó! Sumar og sól. Sólin er mönnunum kær. Á grundunum elta gróðurinn gemlingar, hrútar og ær. Og litla stúlkan og strákurinn eru stærri í dag en í gær. Hæ, hó, hæ, hó. — Hverju spáir þú um framtíð jafnöldru þinnar, tuttugustu aldar- innar? — Ætlarðu nú að fara að gera grín að mér? Hvað heldurðu að ég geti sagt um framtíð aldarinnar, úr því að ég veit ekkert um mína eigin framtíð? Ég er enginn spámaður. Það eina, sem víst er um framtíð aldarinnar, er það, að hún hrekkur upp af eftir 40 ár. Hún er þegar orðin öld breytinga og byltinga. Öld vísinda og véla, hraða og hávaða. Öld mikilla framfara, en einnig ægilegustu styrj- alda og hörmunga. En hvað gerist á síðustu áratugum aldarinnar? Hvort verður yfirsterkara ljósið eða myrkrið? Verða uppgötvanir vísindamann- anna notaðar til þess að fegra og bæta líf ört fjölgandi mannkyns, eða til þess að smíða fullkomnari tæki til tortímingar lífinu á jörðinni? Verður andi samvinnunnar þess megnugur að eyða tortryggninni og svipta burtu járntjaldi þjóðanna? Margs mætti spyrja um stóra hluti. En við verðum að bíða eftir svör- unum. Við vonum og biðjum þess, að á efri árunum bæti öldin fyrir eitthvað af glöpum sínum á fyrri hluta ævinnar. Við þyrftum bæði að skána með aldrinum, ég og hún jafnaldra mín. Tímaritið Samvinnan hefir tak- markað rúm, af því að margir vilja þar láta til sín heyra. Við Skúli Guðmundsson ljúkum þess vegna samtalinu, þegar hér er komið. Ég óska honum til hamingju með sam- fylgd hinnar stórbrotnu aldar, og víst má öldin vera ánægð með þennan jafnaldra sinn, sem áreiðanlega þarf hlutfallslega minna að bæta ráð sitt en hún. Hann hefir verið og er einn af hennar góðu liðsmönnum. Með Skúla Guðmundssyni er gott að vera. Hann er sjálfstæður maður í skoðunum en þó samvinnuþýður. Gerir litlar kröfur fyrir sinn eigin hag, en heldur fast á málum umbjóð- enda sinna og þó með réttsýni. Rök- hyggjumaður og reikningsgarpur, en líka skáld. Reglumaður í hvívetna. Alvörumaður, sem hefir einnig andleg efni á því að vera allra manna kát- astur á gleðimótum og með gestum sínum. Samvinnustefnan á í Skúla Guð- mundssyni einn sinn allra traustasta mann, bæði innan samtakanna og á Alþingi. Karl Kristjánsson. SAMVINNAN 39

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.