Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 7
Dagur Þorleifsson: „Sumar kirkjur messa sjálfar" Undirbúningur hafinn að byggingu nýrrar og glæsilegrar kirkju að Bæ í Borgarfirði í sambandi við byggingu hinnar nýju sóknarkirkju, sem nú er hafin að Bæ í Borgarfirði, átti Samvinnan viðræður við nokkra þá menn, er mest hafa beitt sér fyrir framgangi þessa málefnis. Fyrst hittum við að máli Björn Jakobsson, söngkennara í Reyk- holti. Björn hefur um langt skeið ver- ið organleikari við Bæjarkirkju og mik- ill hvatamaður um viðreisn staðarins. Fórust honum orð á þessa leið: „Þetta mál á sér töluverðan aðdrag- anda, en nú má heita að það sé komið á allgóð- an rekspöl, því ef allt gengur að óskum, er ætlað að grunnur kirkjunnar verði steyptur nú í haust og hafist verði handa um undirbúnings þess verks næstu daga. daga. Undirbúningur allra fram- kvæmda hefur að mestu hvílt á herð- um sóknarnefndar Bæjarsóknar, en í henni eiga sæti þeir Jakob Jónsson, Varmalæk, Guðbrandur Þórmundar- son, Bæ, og Ólafur Þórmundarson sama stað, og er hann formaður nefnd- arinnar. Fullyrða má að þetta mál hafi feng- ið góðan hljómgrunn í hugum sóknar- barnanna, því það er eftirtektarvert, að hér í sveit hafa aldrei slitnað hin fornu tengsl milli kirkju og safnaðar, eins og víða hefur viljað bera við á Björn Jakobsson Ólafur Þórmundarson Samkomuhúsið að Brún seinni tímum. Kirkjusókn er betri og jafnari að Bæ en nokkrum stað öðrum, sem ég hefi haft spurnir af." Björn réði okkur eindregið að snúa okkur til frænda síns, Jakobs á Varmalæk, því í Bæjarsveit þykir engum ráðum ráðið nema hann eigi þar hlut að máli. Verð- ur naumast ofsög- um sagt af því trausti er Bæsveitungar bera til hrepp- stjóra síns, enda mun hann fylilega verðskulda það. Jakob vildi hins vegar lítið segja um málið á þessu stigi; virtist honum svipað í hug og skáldinu, er kvað. Hælumst minnst í máli metumst heldr at val felldan, er við spurðum hann nánar um hina fyrirhuguðu kirkjubyggingu: „Ráða- gerðirnar skipta tiltölulega litlu máli. Það eru framkvæmdirnar sem allt velt- ur á. Um það hvernig þeim verður hag- að ef vel gengur er Ólaf ur í Bæ manna kunnugastur." Svo að næst heimsóttum við Ólaf Þórmundsson er sýndi okkur teikning- ar þær, er gerðar hafa verið að kirkj- unni. Var um tvær teikningar að velja, eftir þá Hörð Ágústsson og Halldór H. Jónsson, arkitekt. Var þar úr vöndu aðráða, en svo lauk, að teikn- ing Halldórs varð fyrir valinu. Báðir sýndu arkitektarnir þann höfðings- skap að gera teikningar sínar endurgjaldslaust, og Halldór, sem sjálfur er ættaður frá Bæ, hefur auk þess heitið sveitung- Ium sínum mars;skonar stuðn- ingi við framkvæmdirnar. „Samkvæmt teikningu Hall- dórs," sagði Ólafur, „verður kirkjan 17,60 metrar á hæð, 15,10 á lengd og 7,30 á breidd. Hún mun rúma um 70 manns Bæjarkirkja í dag í sæti, og er það mikil framför frá því sem áður var, því gamla kirkjan tekur aðeins um 40 manns. Þetta eru allmiklar framkvæmdir fyr- ir okkur að leggja í; söfnuðurinn er fámennur, aðeins 60—65 gjaldendur. Sóknargjald nemur aðeins 40 krónum á mann á ári og má hækka upp í 56 ;krónur, svo þar verður aldrei um miklar upphæðir að ræða. Ekki er heldur nægilegt að fá lán, því í raun- inni höfum við ekki yfir að ráða nein- Bmmmk t*. Guðmundur Jónsson Ragnheiður Magnúsd. um tekjustofnum til að standa straum af greiðslum á því. Við hér í söfnuð- inum gerum ráð fyrir að leggja fram sem mest af vinnunni sjálfir, nema ef til vill við einstök störf sem fagmenn þarf til. Stjórn verksins munu þeir sennilega að mestu hafa á hendi, Jakob á Varmalæk og Guðbrandur bróðir minn. Við höfum þá fengið smálán úr Kirkjusjóði, að upphæð 20,000 krónur til að hægt sé að hefja framkvæmdir. Það skiptir strax miklu máli, því hálfnað er verk þá hafið er. Lánið fengum við með sérstaklega góðum kjörum, eftir því sem nú tíðkast. Þurfum aðeins að Framhald á bls. 45 Sr. Guðm. Þorsteinsson SAMVINNA.N 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.