Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 31
STEIN GEITIN. 21. des til 19. jan. Sé yður umhugað að lenda ekki í neinu meiriháttar klandri fyrri- hluta mánaðarins, skuluð þér halda yður í hæfilegri fjarlægð frá hinu kyninu. Einnig ættuð þér að hafa hægt um yður og forðast ferða- lög og önnur umsvif. Er líður á mánuðinn, fer sennilega að blása heldur byrlegar fyrir yður, fjárhagurinn batnar og þér dettið nið- ur á ný tómstundastörf, sem koma til með að veita yður ótölulegar ánægjustundir. VATN SBERINN 20. jan. til 18. febr. Þér verðið sérstaklega vel upp- lagður til að hugsa og framkvæma þennan mánuðinn. Það er engu líkara, en einhver snilligáfa nái tökum á heila yðar. Mistakist yð- ur eitthvað, verður naumast öðru um að kenna en yðar eigin bleyðiskap og ístöðuleysi, sem er þá drjúgum meira en í meðallagi. Samt sem áður er rétt að gæta vissrar var- úðar í viðskiptum við nágrannana. Hugsast gæti, að þér lentuð í deilum við þá vegna þess að þér hafið amast við börnum þeirra eða húsdýrum. FISKARNIR. 19. febr. til 20. marz. Hætt er við, að einhverntíma á næstunni verði reynt rækilega á þolinmæði yðar, sérstaklega ef þér að eðlisfari eruð eirðarlaus og hafið yfir að ráða auðugu í- myndunarafli. Mikið er undir því komið, að yður takist að halda heimilislífi yðar í róleg- um skorðum. Séuð þér í hjónabandi og haldið framhjá, eru líkur fyrir því að upp um yður komist af einhverri slysalegri tilviljun. Fjárhagur yðar mun efalítið fara batnandi, sennilega vegna aðstoðar eða ráðlegginga ein- hvers góðs vinar. HRÚTURINN. 21. mars til 20. apríi. Ýmsar hættur kunna að steðja að heimili yðar á næstunni, svo betra er að vera vel við öllu bú- inn. Framar öllu skuluð þér fara varlega með eld og brunatryggja eigur yðar, ef þér hafið ekki gert það nú þegar. Síðari hiuta mánaðarins líður þessi Pisces Aquarius Capricorn háski líklega hjá. Yður gengur þá vel í skipt- um við hitt kynið og í störfum yðar eigið þér einnig vaxandi láni að fagna. En séuð þér óþolinmóður og reynið að flýta mjög fyrir rás viðburðanna, getur það haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. A Taurus NAUTIÐ. 21. apríl til 20. maí. Þér skuluð kosta kapps um að halda aftur af gagnrýnishneigð yðar og deilugirni, að öðrum kosti er hætt við að þér æsið marga af kunningjum yðar á móti yður. Deilur við ættingja og nábúa virðast yfirvof- andi. Reynið að taka þessu öllu sem rólegast, þá líður það hjá. Tekjur yðar virðast fara vaxandi, en útgjöld aukast einnig. Fyrir getur komið að einhver persóna telji yður trú um, að hún hafi meiri áhuga fyrir yður en hún raunverulega hefur. Verið vel á verði gegn slíkum blekkingum. u Gemíni TVIBURARNIR. 21. maí til 20. júní. Einhverskonar eirðarleysi virðist nú steðja að yður. Það getur haft ferðalög í för með sér, einn- ig að þér skiptið um starf, aðset- ursstað eða jafnvel sóið dýrmæt- um tíma í tilgangslítið hringl sitt á hvað. Reyn- ið að hafa taumhald á þessari hneigð, annars getur illa farið. Siðari hluti mánaðarins er undir öllu spaklegri áhrifum. Þá fer vel á því að stofna til hverskyns vináttubanda, svo sem kynna við hitt kynið. Þar með teljast giftingar og trúlofanir. KRABBINN. 21. júní til 20. júlí. f næsta mánuði komið þér sennilega í framkvæmd einhverju áhugamáli, sem lengi hefur legið yður á hjarta, einkum þó ef þér eruð leikari eða skemmtikraftur einhverskonar. Síðari hluta mánaðarins er fjár- hagslegur hagnaður væntanlegur, ef til vill vegna áhrifa og aðgerða konu yðar eða starfs- félaga. Einhver yður nákominn, sem nú um skeið hefur verið atvinnulaus, fær nú senni- lega starf við sitt hæfi, sem vel getur verið til frambúðar. LJÓNIÐ. 21. júlí til 21. ágúst. Þessi mánuður er líklegur til að uppfylla óskir þeirra, sem skýrir eru í hugsun og atorkusamir, frumlegir og sjálfstæðir. Einkum á þetta við um sérmenntaða menn. Þessu getur fylgt alger breyting á lifnaðar- háttum, sem töluverðan tíma getur tekið að venjast. Vináttubönd alls konar, svo og hjóna- bönd, sem stofnað er til í þessum mánuði, eru iíkleg til að verða hamingjurík og endingar- góð. MÆRIN. 22. ágúst til 22. september. í þessum mánuði er yður holl- ast að gefa öllum málefnum, sem yður koma við, álíka nánar gætur, í stað þess að helga krafta yðar einhverju einstöku. Ýmislegt kann að ganga yður á móti, einkum framan af; heimilislíf yðar verður fyrir truflun af völdum sendibréfs, barns eða húsdýrs. í fé- lagsmálum verðið þér óheppinn og sömuleiðis í skiptum við hitt kynið. Síðari hluta mánað- arins færist þó margt í viðunanlegra horf. VOGIN. 23. sept til 22. okt. Mánuðurinn verður yður töluvert varhugaverður tími, sérstaklega þó fyrri hluti hans. Mest er und- ir því komið, hvernig þér bregð- ist við aðsteðjandi erfiðleikum, sem geta orðið harla margvíslegir. Ýmislegt veldur yður erfiðleikum, bæði heima fyrir og á vinnustað. Síðari hluti mánaðarins verður stórum happasælli, og fáið þér þá að líkindum margar óskir yðar uppfylltar. Þó getur verið, að þér misskiljið aðstöðu yðar að einhverju leyti, einkum ef um ástarævintýri er að ræða. SPORÐDREKINN. 23. okt. til 22. nóv. Á næstu fjórum vikum færist flest til betri vegar fyrir yður, þó á ann- an hátt en þér hafið vænst. Bíð- ið og sjáið hvað setur; allt tekur sinn tíma og óðagot kemur engum að haldi. Hafið þér átt í deilum við vinnufélaga yðar eða heimilisfólk, komizt þér nú að við- unandi samkomulagi. Séuð þér atvinnulaus í bráðina, kemur hamingjan yður fljótlega til hjálpar, þó þegar henni sjálfri hentar frem- ur en yður. Fjárhagur yðar fer tvímælalaust batnandi. KENTÁRINN. 23. nóv. til 20. des. Mánuðurinn verður yður að öll- um líkindum mjög auðugur af viðburðum, þótt enginn þeirra hafi mikil eða langvarandi áhrif á forlög yðar. Yður mun græðast fé, en það fer sennilega í súginn jafnharðan, einkum þó fyrri hluta mánaðarins. Tíminn mun reynast mjög hentugur til stofnunar alls- kyns samtaka og sambanda. Einnig væri yður hoilt að íhuga og endurskoða þær hugmynd- ir, sem þér hafið um yður sjálfan, aðstöðu yð- ar og tilveruna í heild. Sagittarius SAMVINNAN 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.