Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 17
soldán og nefndist Mahmud 2. Og í munnmælasögunni, sem þjónalið kvennabúrsins hefir geymt um þessa at- burði, er það fullyrt, að Ma- hmud 2. hafi átt það snar- ræði og hyggindum móður sinnar að þakka, að hann komst lífs af þann blóðuga júlídag, er hann var bæði sótari og soldán. Það atriði gefur nokkra hugmynd um, hvaða álit það fólk, sem bezt þekkti til, hefir haft á sam- bandi þeirra mæðgina. Son- urinn er 23 ára. Samt er móður hans trúað til þess fremur en honum sjálfum, að sjá honum borgið þegar házka ber að höndum. Er því ekki ólíklega til getið, að þannig hafi verið á fleiri sviðum. Svo mjög hafi hinn ungi soldán unnað móður sinni og svo mikils hafði hann metið hana, að hún hafi í rauninni verið æðsti ráðgjafi hans, meðan hennar naut við. Eftir 23 ár hefir það rætzt, sem Aimée de Rivery hefir vonað og þráð, að sjá son sinn girtan sverði Ósmans Hún var þá hálffimmtug, hefir náð þeim aldri er al- gengt mun vera að menn njóti bezt vitsmuna sinna. Sú raun, er telja má víst að henni hafi verið að hinu spillta andrúmslofti kvenna- búrsins, hefir vafalaust orð- ið henhi bærilegri, vegna þeirra vona er hún batt við framtíð sonar síns. Og ef til vill hefir það getað að ein- hverju leyti sætt hana við hlutskipti sitt, að trúa því að forsjónin hefði lagt þetta á hana, til þess, að hún skyldi eiga þarna frumkvæðið að nýjum og betri siðum. Og sé sá grunur réttur, að hún hafi átt, að minnsta kosti ríkan þátt í nýmælum Selíms 3. og ef til vill upptökin að þeim, hefir hún verið búin að afla sér, þegar hér er komið sögu, mikillar reynslu í því að beita áhrifum sínum bak við tjöldin. Hin dapurlegu örlög Selíms eru þá einnig búin að sýna henni geigvænleik þess tafls, sém syni hennar er ætl- að að tefla. Á því leikur enginn vafi, að sonur hennar er þegar á öndverðri stjórnartíð sinni, gagntekinn af þeirri hugsjón, að hefja ríki sitt úr ófremd og afturför og lætur sér ekki til hugar koma aðra leið að því marki en þá að feta á sem flestum sviðum í fótspor vesturlandaþjóða, einkum Frakka. Hann er því ekki fyrr seztur að ríkjum en tekið er að ráða franska liðsforingja til Tyrklands og franska sjó- menn á tyrknesk herskip. Brátt taka ýmsir franskir siðir að ryðja sér til rúms meðal háttsettra manna í ríkinu og Tyrkir, sem lengst- um höfðu haft óbeit á að lesa erlend tungumál taka nú ýmsir að lesa frönsku og all- margir skólar með .vestrænu sniði eru settir á stofn. Ungverski Austurlanda- fræðingurinn, Vámberg, sem þótti í eina tíð manna slyng- astur í tyrkneskum fræðum, fer svofelldum orðum um Mahmud soldán 2. „Honum voru meðfæddir margir ágætustu eiginleikar er með þurfti til að vera því vanda- verki vaxin, að blása nýjum lífsanda í hin dauðu bein Ósmanríkisins. Áhugi hans og hugprýði brást ekki, hvað sem að höndum bar og löngu áður en hann tók við völdum hafði hann sannfærst um það að fyrsta sporið til að skapa heilbrigða stjórnar- hætti í ríkinu væri það, að gera janitsjara algjörlega áhrifalausa“. Og Vámberg vitnar í orð, sem hann á að hafa sagt áður en hann varð soldán, þar sem hann var allt annað en myrkur í máli um þetta efni. „Þegar akur framtíðarinnar hefir verið vökvaður blóði þessara skað- ræðismanna, þá, og ekki fyrr en þá, verða gróðurangar umbótanna settir niður með góðri von um gifturíkan vöxt“. Það væri mikill misskiln- ingur, að sjá ekkert nema blóðþyrstan Hundtyrkja bak við þessi orð og nægir að- eins að minna á það hvað hermenn byltingarinnar frönsku sungu: „Á storð, á storð, sem steypiflóð skal streyma níðingsblóð.“ Og fylgdi sannarlega hugur máli á tímum stjórnarbyltingar- innar miklu og styrjalda Napóleons. Hitt mun sanni nær, að bak við þessi orð standi maður, sem hefir frá blautu barnsbeini haft megna andúð á þeirri þjóð- félagsskipan er hann ólst upp við. Hann hefir lifað þá viðburði er fylltu hann ó- slökkvandi hatri gegn þeim mönnum er gerst höfðu verð- ir þessarar þjóðfélagsskipun- ar. Mahmud 2. var við völd allt til ársins 1839, og yrði því of langt mál og í sjálfu sér ó- viðeigandi þessu umræðu- efni, að segja hér sögu hans, sem myndi þá einnig verða saga Tyrkjaveldis um hans daga. Þess verður þó að geta að árið 1826 tókst honum að láta þann æskudraum sinn rætast, að gengið yrði milli bols og höfuðs á janitsjörum. En árangurinn af framfara- viðleitni hans varð vonum minni. Þeir „gróðurangar umbótanna", er hann setti niður í tyrkneskri mold urðu lítið annað en kræklur. Tyrk- land mátti bíða þess í langa og lærdómsríka öld, að þar tækist nýsköpun eftir vest- rænum fyrirmyndum, og þá fyrst virtist tíminn til þess fullnaður, er Tyrklandi hafði verið hrundið út úr röð stór- velda. Þar sem umbætur Mahm- uds. 2 soldáns urðu lítið ann- að en „góugróður", má það því ef til vill í léttu rúmi liggja, hver hafði í fyrstu vakið hjá honum þrána til að koma þeim í framkvæmd. Því sagan lætur sig löngum meira varða það, sem tekst, en hitt sem mistekst. Og þá skiptir það heldur ekki miklu máli, hvort persóna og lífs- stefna þessa soldáns átti að einhverju leyti rætur sínar að rekja til þeirrar tilviljun- ar, að frönsk stúlka frá Martinique skyldi lenda í klóm Alsírvíkinga árið 1784. En Aimée frá Martinique virðist hafa á enn annan hátt, og ef til vill örlagarík- ari, haft áhrif á gang sög- unnar með dvöl sinni í Miklagarði. Það hefir verið reynt að benda á líkur fyrir því, að um leið og hún réri að því öllum árum, að frönskum menningaráhrif- um yrði rudd braut í ríki soldáns hafi hún unnið að því að komið yrði á sem traustustum pólitízkum tengslum milli Tyrklands og Frakklands. Slíkt var að vísu ekkert nýtt í sögunni. Fyrr á öldum höfðu Frakkar og Tyrkir oftar en einu sinni haft með sér eins konar hernaðarbandalag gegn Þýzkalandskeisurum og Spánarkonungum. En sumjarið 1798 -gerast viðburðir sem knýja Tyrki til að segja Frökkum stríð á hendur og það í bandalagi við Rússa, hina svörnu fjand- menn sína, er þeir höfðu orðið að þola þungar búsifjar síðustu áratugina. Tilefnið er innrás Napó- leons í Egyptalandi, sem var eitt af lénsríkjum Tyrkja- soldáns. Hinn 21. júlí gersigr- aði Napóleon Mamelúka á Egyptalandi, eitthvert vask- asta riddaralið, sem sögur íara af. Fregnin um þá viður- eign fyllti menn furðu og geig um allt Tyrkjaveldi. En soldán komst brátt að raun um, að í viðureigninni við Napóleon átti hann banda- mönnum að fagna, sem voru Framhald í næsta blaði SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.