Samvinnan - 01.10.1963, Síða 28
Hver dagur sem ....
Framhald af bls. 15.
hann. Ég man enn í dag, er ég, sjóstrákur sextán, sautján
ára gamall, stokkandi lóðir niður á Stekkjum í Hnífsdal, leit
hann, þennan öldurmannlega síðskegg, bera við himinn, stika
hröðum skrefum fráan á fæti, út Bakkana — á vaðmálsföt-
um, í skinnskóm, með langan broddstaf í hendi. Þannig
hafði hann þá gengið víða um Vestfirði erinda skólans að
gefnum tilefnum. Enn hafði ég og heyrt um ágæti kenn-
arahæfileika Björns Guðmundssonar frá Næfranesi, sem var
náfrændi fóstra míns. Allt þetta blandað saman í einhverj-
um hlutföllum, varð til þess að magna þrá mína að Núpi.
— Hvernig þótti þér aðbúffin?
— Um aðbúðina er það að segja, að hún myndi nú, ef
vegin væri á nútímamælikvarða, sjálfsagt verða léttvæg
fundin. Hvort tveggja var, að almennt voru þá krepputímar og
ekki sá fyrirgangur í öflun og eyðslu fjármuna sem nú er —
og svo líka hitt, að skólinn var fátæk stofnun tekjurýrs hug-
sjónamanns með mjög knappan fjárhagsstuðning hins opin-
bera. Margt varð því að vera skorið við nögl, þeinlínis til
þess að halda stofnuninni gangandi. Ámæli, sem skóla-
stjórinn hlaut frá sumum af þessum sökum, voru ómakleg
og í ýmsum tilfellum á algjörum misskilningi byggð.
Alla tíð og enn í dag þykir mér bara gaman að hugsa til
þess, þegar við milli 10 og 20 ólmir strákar sváfum saman
í tveggja hæða rúmum eins og gólfpláss frekast leyfoi í ekki
stórri vistarveru með tvær lofttúður, inn um hverjar stund-
um snjóaði yfir rúmin, á neðri hæð barnaskólans gamla á
Núpi, þrifum þar sjálfir og kyntum upp á laugardögum, þeg-
ar skúrað var, sóttum á víxl vatn í tunnu til framanúrþvottar
á morgnana og helltum svo skólpvatninu hver úr sínu fati
— þegar við lásum öll saman, skólasystkinin, undir tíma
í gömlu skólastofunni okkar — hjálpuðumst að, strákarnir,
að hella vatni, ósjaldan klökugu, hver yfir annan eftir svita-
bað leikfimistímanna — bárum matvælin og kolin á bakinu
neðan frá sjó og heim, um 20 mínútna gang o. fl. í þessum
dúr. Þetta var allt saman gott og blessað, og þess notið
með ósvikinni ánægju og meira að segja hreinni lífsnautn.
— Og áhrifin, þá og enn?
— Það er erfitt að segja um áhrif. Þú veizt, hvernig jafnvel
hin bezta sáðmennska ber misjafnan ávöxt; hvernig fræinu
vegnar í grýttri jörðinni! En hver dagur á Núpi — frá bæn
og sálmasöng morgunsins til sams konar andaktar kvölds-
ins — fannst oss flestum sem dýrleg jól. Ég fullyrði, að
tilverknaður skólans — skólastjórans og kennaranna — hafi
verið hin ákjósanlegasta þroskavakning. Þetta voru fyrir-
taksmenn, að mörgu leyti mikilhæfir og sérstæðir, og gull-
vandaðir til orðs og æðis. Fyrir þeim öllum vakti að gera
námsvistina þarna sem heilbrigðasta og notadrýgsta, og
bókstaflega að ala nemendurna upp í guðsótta og góðum
siðum. Fyrir utan allt, sem Ieitast mætti við að lýsa, lá margt
í loftinu, sem hafði sín áhrif, er vara, og maður verður
raunar því þakklátari fyrir, sem lengra líður á lífsdaginn.
— Hvaff segir þú mér svo um örlög gamla skólans, Baldvin?
— Ja, það er nú það! ,,Nú er hún Snorrabúð stekkur ...“
Það er hryggilegt, og mér er í sannleika sagt „tregt tungu
að hræra“ í þessu efni. Gamla skólahúsið er í hinni ömur-
legustu niðurníðslu og ekki nokkrum hvítum manni sjáandi.
Það hefur undanfarið gegnt ótrúlegu hlutverki, sem ætti
sannarlega að vera óralangt fyrir neðan virðingu þess að
dómi einmitt viðkomandi ráðamanna fyrst og frernst. Þeir
telja sig þó hafa sínar afsakanir, blessaðir. En miðað við
framlengingu svívirðingarinnar gagnvart þessu gamla húsi
og öllu því, sem við það er tengt — hef ég, vesalingurinn, í
góðra votta viðurvist boðist til að vinna með eigin hendi
þrifaverk, sem af skiljanlegum ástæðum má þó ekki hafa
í hámæli. Vonandi kemur ekki til framkvæmdar þess, þótt
áliðið sé orðið...
Mér er annars ekkert launungarmál — og hef fyrir löngu
minnzt á það við ráða- og áhrifamenn þar vestra — hvað
ég vil iáta gera: Það á að HREINSA þetta látlausa musteri
hugsjóna og verka séra Sigtryggs Guðlaugssonar og beztu
samstarfsmanna hans um langa hríð í bókstafiegri merk-
ingu, og gera þaff sem allra mest sjálfu sér Iíkt. Það á að
gera það að Núpsskólasafni; staðarsafni. Það stendur undir
sér! Það gæti líka vel komið til mála að gera húsið aðsetur
fyrir vestur-ísfirzkt byggðasafn með minjar Núpsskóla hins
gamla og heimilis séra Sigtryggs að ævarandi kjölfestu. Það
má ekki gleyma því, að þarna uppi á loftinu bjuggu þau
hjón, frú Hjaltlína og séra Sigtryggur, árum saman. Meðan
hennar nýtur við — og enginn veit, hvað það verður lengi
— ætti að vinda bráðan bug að því að semja við hana og
skapa henni alla nauðsynlega aðstöðu beint og óbeint án
skurðar við nögl, til þess að setja upp tiltæka húsmuni
þeirra hjóna svo sem þeir voru í gamla skólahúsinu, og njóta
að öðru leyti fyrirsagnar hennar um alla tilhögun. Það yrði
aidrei of dýru verði keypt! Frú Hjaltlína er ekki aðeins ekkja
séra Sigtryggs, þótt það sé mikið hiutskipti, heidur líka gáfuð
og menntuð mannkostakona, sem þar að auki var lengst af
kennari við Núpsskóla. Enginn gæti komið i staðinn fyrir
hana sem ráðunautur eða, sem bezt væri, beinn uppbyggj-
andi Núpsskólasafns á vegum menningarforsjár skóla, sýslu
og frjálsra félagssamtaka.
Ég vil að lokum taka fram, að ég hefi ekki rætt þetta mál
við frú Hjaltlínu og veit þar af leiðandi ekkert um viðhorf
hennar til þess. En enginn fær ófreistað. Og það væri stór-
synd og ófyrirgefanleg skömm að athuga ekki möguleik-
ann. Ég trúi ekki öðru en að hann geti verið fyrir hendi.
28 SAMVINNAN